Handaband um æðstu embættismenn Íslands? Kristrún Heimisdóttir skrifar 19. júlí 2012 06:00 Fram er komið opinberlega að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra undirbúnings nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytis, hyggst ekki auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra hins nýja ráðuneytis heldur semja um hana eins og RÚV greindi frá. Greinilega virðist ráðherranum þykja þetta sjálfsagt og fjölmiðlar á móti VG úr því þeir spyrja spurninga. En af hverju í veröldinni ættu persónulegir samningar um æðstu embætti Íslands að eiga rétt á sér? Ríkisstjórnin hefur sjálf markað þá nýju starfshætti sem reglu að valnefndir meti umsækjendur um starf ráðuneytisstjóra í kjölfar auglýsingar. Þetta styrkir sjálfstæði ráðuneytisstjórans út á við og inn á við þegar í starfið er komið og þar með stjórnsýsluna í heild. Almannahagsmunir eiga mikið undir því að ráðuneytisstjóri standi sterkur á grunni óháðs mats á hæfni sinni og getu – m.a. svo hann fyrir hönd allra undirmanna sinna geti sagt sannleikann einnig þegar það hentar ráðherranum síður. Að pólitískir hagsmunir ráðherrans geti aldrei færst skör hærra við rekstur ráðuneytis og töku ákvarðana en vera ber. Ráðuneytisstjórinn sem hér um ræðir verður æðsti yfirmaður stjórnsýslu risaráðuneytis á íslenskan mælikvarða sem er um leið fágætt á heimsvísu með því að gjörvallt íslenska fjármálakerfið, bæði eftirlitsstofnanir þess og fjármálafyrirtækin, skal heyra undir það og því verður skipað hliðsett almennum atvinnumálum. Slík skipan þykir hvarvetna óæskileg, jafnvel beinlínis háskaleg og engir sérfræðingar hafa mælt með því á Íslandi. Ekki frekar en hinni fáheyrðu ráðstöfun að fela atvinnuvegaráðuneyti einnig að hafa yfir Samkeppniseftirlitinu að segja. Engu að síður hafa ráðherrar því miður þegar tekið órökstudda geðþóttaákvörðun um að svona skuli skipanin vera og Alþingi staðfest það eftir flokksaga. Margir hefðu talið það jafn líklegt og að sjá hvítan hrafn að vinstristjórn rústabjörgunarinnar færði framtíðarábyrgð á fjármálakerfi landsins inn í ramma þjónustu stjórnsýslunnar við samtök atvinnurekenda. Slík þjónusta er jú lykilstarfsemi sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta frá öndverðu og nú bætist fjármálakerfið allt við – í stað þess að vera skipað undir efnahagsráðuneyti eins og ríkisstjórnin ákvað í stjórnarsáttmála 2009 að væri nauðsynlegur lærdómur af hruninu. Og þarf nú ekki að auglýsa starf þess embættismanns sem mun stýra fundum og stjórna mati, upplýsingagjöf og undirbúningi ákvarðana á því sviði sem næstum lagði Ísland að velli 2008 og er enn órafjarri góðri heilsu? Hætt er við að þau fjölmörgu sem lengi hafa óskað sér eins sameinaðs atvinnuvegaráðuneytis, til stuðnings heildstæðri atvinnustefnu í stað sveifluhvetjandi sérhagsmunastefnu, skilji fyrr en skellur í tönnum. Hverjir munu koma að þessum væntanlegu samningum um stöðu ráðuneytisstjóra? Til samninga um stöðu ráðuneytisstjóra er enginn nema ráðherrann sjálfur sem persónugerir þar með ríkið í sjálfum sér en kastar fyrir róða valnefndum og öðrum óháðum fulltrúum almannahagsmuna. Slík mistök drægju langan dilk á eftir sér. Hvernig getur nokkur maður treyst því framvegis að ekki ráði persónusamningurinn við einstaklinginn á ráðherrastóli umfram allt annað? Að handabandið sé taumur? Finnst forsætisráðherra að við það skuli allir una? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Fram er komið opinberlega að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra undirbúnings nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytis, hyggst ekki auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra hins nýja ráðuneytis heldur semja um hana eins og RÚV greindi frá. Greinilega virðist ráðherranum þykja þetta sjálfsagt og fjölmiðlar á móti VG úr því þeir spyrja spurninga. En af hverju í veröldinni ættu persónulegir samningar um æðstu embætti Íslands að eiga rétt á sér? Ríkisstjórnin hefur sjálf markað þá nýju starfshætti sem reglu að valnefndir meti umsækjendur um starf ráðuneytisstjóra í kjölfar auglýsingar. Þetta styrkir sjálfstæði ráðuneytisstjórans út á við og inn á við þegar í starfið er komið og þar með stjórnsýsluna í heild. Almannahagsmunir eiga mikið undir því að ráðuneytisstjóri standi sterkur á grunni óháðs mats á hæfni sinni og getu – m.a. svo hann fyrir hönd allra undirmanna sinna geti sagt sannleikann einnig þegar það hentar ráðherranum síður. Að pólitískir hagsmunir ráðherrans geti aldrei færst skör hærra við rekstur ráðuneytis og töku ákvarðana en vera ber. Ráðuneytisstjórinn sem hér um ræðir verður æðsti yfirmaður stjórnsýslu risaráðuneytis á íslenskan mælikvarða sem er um leið fágætt á heimsvísu með því að gjörvallt íslenska fjármálakerfið, bæði eftirlitsstofnanir þess og fjármálafyrirtækin, skal heyra undir það og því verður skipað hliðsett almennum atvinnumálum. Slík skipan þykir hvarvetna óæskileg, jafnvel beinlínis háskaleg og engir sérfræðingar hafa mælt með því á Íslandi. Ekki frekar en hinni fáheyrðu ráðstöfun að fela atvinnuvegaráðuneyti einnig að hafa yfir Samkeppniseftirlitinu að segja. Engu að síður hafa ráðherrar því miður þegar tekið órökstudda geðþóttaákvörðun um að svona skuli skipanin vera og Alþingi staðfest það eftir flokksaga. Margir hefðu talið það jafn líklegt og að sjá hvítan hrafn að vinstristjórn rústabjörgunarinnar færði framtíðarábyrgð á fjármálakerfi landsins inn í ramma þjónustu stjórnsýslunnar við samtök atvinnurekenda. Slík þjónusta er jú lykilstarfsemi sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta frá öndverðu og nú bætist fjármálakerfið allt við – í stað þess að vera skipað undir efnahagsráðuneyti eins og ríkisstjórnin ákvað í stjórnarsáttmála 2009 að væri nauðsynlegur lærdómur af hruninu. Og þarf nú ekki að auglýsa starf þess embættismanns sem mun stýra fundum og stjórna mati, upplýsingagjöf og undirbúningi ákvarðana á því sviði sem næstum lagði Ísland að velli 2008 og er enn órafjarri góðri heilsu? Hætt er við að þau fjölmörgu sem lengi hafa óskað sér eins sameinaðs atvinnuvegaráðuneytis, til stuðnings heildstæðri atvinnustefnu í stað sveifluhvetjandi sérhagsmunastefnu, skilji fyrr en skellur í tönnum. Hverjir munu koma að þessum væntanlegu samningum um stöðu ráðuneytisstjóra? Til samninga um stöðu ráðuneytisstjóra er enginn nema ráðherrann sjálfur sem persónugerir þar með ríkið í sjálfum sér en kastar fyrir róða valnefndum og öðrum óháðum fulltrúum almannahagsmuna. Slík mistök drægju langan dilk á eftir sér. Hvernig getur nokkur maður treyst því framvegis að ekki ráði persónusamningurinn við einstaklinginn á ráðherrastóli umfram allt annað? Að handabandið sé taumur? Finnst forsætisráðherra að við það skuli allir una?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar