Handaband um æðstu embættismenn Íslands? Kristrún Heimisdóttir skrifar 19. júlí 2012 06:00 Fram er komið opinberlega að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra undirbúnings nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytis, hyggst ekki auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra hins nýja ráðuneytis heldur semja um hana eins og RÚV greindi frá. Greinilega virðist ráðherranum þykja þetta sjálfsagt og fjölmiðlar á móti VG úr því þeir spyrja spurninga. En af hverju í veröldinni ættu persónulegir samningar um æðstu embætti Íslands að eiga rétt á sér? Ríkisstjórnin hefur sjálf markað þá nýju starfshætti sem reglu að valnefndir meti umsækjendur um starf ráðuneytisstjóra í kjölfar auglýsingar. Þetta styrkir sjálfstæði ráðuneytisstjórans út á við og inn á við þegar í starfið er komið og þar með stjórnsýsluna í heild. Almannahagsmunir eiga mikið undir því að ráðuneytisstjóri standi sterkur á grunni óháðs mats á hæfni sinni og getu – m.a. svo hann fyrir hönd allra undirmanna sinna geti sagt sannleikann einnig þegar það hentar ráðherranum síður. Að pólitískir hagsmunir ráðherrans geti aldrei færst skör hærra við rekstur ráðuneytis og töku ákvarðana en vera ber. Ráðuneytisstjórinn sem hér um ræðir verður æðsti yfirmaður stjórnsýslu risaráðuneytis á íslenskan mælikvarða sem er um leið fágætt á heimsvísu með því að gjörvallt íslenska fjármálakerfið, bæði eftirlitsstofnanir þess og fjármálafyrirtækin, skal heyra undir það og því verður skipað hliðsett almennum atvinnumálum. Slík skipan þykir hvarvetna óæskileg, jafnvel beinlínis háskaleg og engir sérfræðingar hafa mælt með því á Íslandi. Ekki frekar en hinni fáheyrðu ráðstöfun að fela atvinnuvegaráðuneyti einnig að hafa yfir Samkeppniseftirlitinu að segja. Engu að síður hafa ráðherrar því miður þegar tekið órökstudda geðþóttaákvörðun um að svona skuli skipanin vera og Alþingi staðfest það eftir flokksaga. Margir hefðu talið það jafn líklegt og að sjá hvítan hrafn að vinstristjórn rústabjörgunarinnar færði framtíðarábyrgð á fjármálakerfi landsins inn í ramma þjónustu stjórnsýslunnar við samtök atvinnurekenda. Slík þjónusta er jú lykilstarfsemi sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta frá öndverðu og nú bætist fjármálakerfið allt við – í stað þess að vera skipað undir efnahagsráðuneyti eins og ríkisstjórnin ákvað í stjórnarsáttmála 2009 að væri nauðsynlegur lærdómur af hruninu. Og þarf nú ekki að auglýsa starf þess embættismanns sem mun stýra fundum og stjórna mati, upplýsingagjöf og undirbúningi ákvarðana á því sviði sem næstum lagði Ísland að velli 2008 og er enn órafjarri góðri heilsu? Hætt er við að þau fjölmörgu sem lengi hafa óskað sér eins sameinaðs atvinnuvegaráðuneytis, til stuðnings heildstæðri atvinnustefnu í stað sveifluhvetjandi sérhagsmunastefnu, skilji fyrr en skellur í tönnum. Hverjir munu koma að þessum væntanlegu samningum um stöðu ráðuneytisstjóra? Til samninga um stöðu ráðuneytisstjóra er enginn nema ráðherrann sjálfur sem persónugerir þar með ríkið í sjálfum sér en kastar fyrir róða valnefndum og öðrum óháðum fulltrúum almannahagsmuna. Slík mistök drægju langan dilk á eftir sér. Hvernig getur nokkur maður treyst því framvegis að ekki ráði persónusamningurinn við einstaklinginn á ráðherrastóli umfram allt annað? Að handabandið sé taumur? Finnst forsætisráðherra að við það skuli allir una? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Fram er komið opinberlega að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra undirbúnings nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytis, hyggst ekki auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra hins nýja ráðuneytis heldur semja um hana eins og RÚV greindi frá. Greinilega virðist ráðherranum þykja þetta sjálfsagt og fjölmiðlar á móti VG úr því þeir spyrja spurninga. En af hverju í veröldinni ættu persónulegir samningar um æðstu embætti Íslands að eiga rétt á sér? Ríkisstjórnin hefur sjálf markað þá nýju starfshætti sem reglu að valnefndir meti umsækjendur um starf ráðuneytisstjóra í kjölfar auglýsingar. Þetta styrkir sjálfstæði ráðuneytisstjórans út á við og inn á við þegar í starfið er komið og þar með stjórnsýsluna í heild. Almannahagsmunir eiga mikið undir því að ráðuneytisstjóri standi sterkur á grunni óháðs mats á hæfni sinni og getu – m.a. svo hann fyrir hönd allra undirmanna sinna geti sagt sannleikann einnig þegar það hentar ráðherranum síður. Að pólitískir hagsmunir ráðherrans geti aldrei færst skör hærra við rekstur ráðuneytis og töku ákvarðana en vera ber. Ráðuneytisstjórinn sem hér um ræðir verður æðsti yfirmaður stjórnsýslu risaráðuneytis á íslenskan mælikvarða sem er um leið fágætt á heimsvísu með því að gjörvallt íslenska fjármálakerfið, bæði eftirlitsstofnanir þess og fjármálafyrirtækin, skal heyra undir það og því verður skipað hliðsett almennum atvinnumálum. Slík skipan þykir hvarvetna óæskileg, jafnvel beinlínis háskaleg og engir sérfræðingar hafa mælt með því á Íslandi. Ekki frekar en hinni fáheyrðu ráðstöfun að fela atvinnuvegaráðuneyti einnig að hafa yfir Samkeppniseftirlitinu að segja. Engu að síður hafa ráðherrar því miður þegar tekið órökstudda geðþóttaákvörðun um að svona skuli skipanin vera og Alþingi staðfest það eftir flokksaga. Margir hefðu talið það jafn líklegt og að sjá hvítan hrafn að vinstristjórn rústabjörgunarinnar færði framtíðarábyrgð á fjármálakerfi landsins inn í ramma þjónustu stjórnsýslunnar við samtök atvinnurekenda. Slík þjónusta er jú lykilstarfsemi sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta frá öndverðu og nú bætist fjármálakerfið allt við – í stað þess að vera skipað undir efnahagsráðuneyti eins og ríkisstjórnin ákvað í stjórnarsáttmála 2009 að væri nauðsynlegur lærdómur af hruninu. Og þarf nú ekki að auglýsa starf þess embættismanns sem mun stýra fundum og stjórna mati, upplýsingagjöf og undirbúningi ákvarðana á því sviði sem næstum lagði Ísland að velli 2008 og er enn órafjarri góðri heilsu? Hætt er við að þau fjölmörgu sem lengi hafa óskað sér eins sameinaðs atvinnuvegaráðuneytis, til stuðnings heildstæðri atvinnustefnu í stað sveifluhvetjandi sérhagsmunastefnu, skilji fyrr en skellur í tönnum. Hverjir munu koma að þessum væntanlegu samningum um stöðu ráðuneytisstjóra? Til samninga um stöðu ráðuneytisstjóra er enginn nema ráðherrann sjálfur sem persónugerir þar með ríkið í sjálfum sér en kastar fyrir róða valnefndum og öðrum óháðum fulltrúum almannahagsmuna. Slík mistök drægju langan dilk á eftir sér. Hvernig getur nokkur maður treyst því framvegis að ekki ráði persónusamningurinn við einstaklinginn á ráðherrastóli umfram allt annað? Að handabandið sé taumur? Finnst forsætisráðherra að við það skuli allir una?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar