Fleiri fréttir

Í kosningamánuði

Hannes Pétursson skrifar

Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Grímsson verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kennivald, en erum bjartsýnir, treystum því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbýista) til þessa verkefnis sem annarra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nánustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins.

...að vita meira í dag en í gær

Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni.

Óverðtryggð lán

Halldór I. Elíasson skrifar

Á forsíðu Fréttablaðsins 4. júní er viðtal við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þar sem hann varar við óverðtryggðum húsnæðislánum. Því vil ég fagna, þótt einungis sé hálf sagan sögð, eins og vikið skal að síðar. Raunar virðast aðaláhyggjur framkvæmdastjórans stafa af því að ÍLS sé alls ekki samkeppnisfær við bankana sem fjármagna útlán sín með ódýrum innlánum (hár vaxtamunur). Áhyggjur hans eru eðlilegar og raunar hlýtur maðurinn að hafa samviskubit, að hann skuli þurfa að gefa út sérstök ríkisskuldabréf í þessu skyni, þrátt fyrir góðan vilja ríkissjóðs að greiða háa vexti.

Kínverska lopapeysan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Mikið er um að lopapeysur sem auglýstar eru og kynntar sem íslenzk vara séu framleiddar í Kína. Um þetta hefur Fréttablaðið fjallað að undanförnu. Heimsóknir í verzlanir leiða í ljós að ekki er gerður neinn greinarmunur á peysum sem eru prjónaðar á Íslandi og þeim sem eru gerðar í Kína. Framleiðsluland er ekki tilgreint á peysunum og ómögulegt fyrir neytandann að fá að vita hvar varan er framleidd. Fréttablaðið hefur með örfáum undantekningum átt í mestu erfiðleikum með að fá nokkur svör frá þeim sem selja lopapeysur framleiddar erlendis; þetta virðist vera feimnismál sem ekki má tala um.

"Heiða á tvo tannbursta“

Pawel Bartoszek skrifar

Samkvæmt rannsókninni „Sameiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda – Rannsókn um sjónarhorn foreldra", frá árinu 2008, dvöldu 24% barna sem áttu fráskilda foreldra jafnlengi hjá þeim báðum. Ýmsar útgáfur af helgarfyrirkomulagi summuðust upp í 40%. Þótt nýrri tölur liggi ekki fyrir segir tilfinningin manni að víxlbúsetufyrirkomulagið hafi heldur sótt á síðan.

Kýrin sem varð að hveiti

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd.

Þess vegna kýs ég Hannes Bjarnason

Guðný Jóhannesdóttir skrifar

Undanfarnar vikur hef ég velt því mjög fyrir mér hver skuli fá atkvæði mitt í komandi forsetakosningum. Lengi vel velti ég því fyrir mér að láta þær hreinlega fram hjá mér fara en sem lýðsræðislega þenkjandi manneskja vissi ég svo sem að það myndi ég ekki gera, ekki nema þá að ég færi og skilaði auðu.

Það er gaman að taka þátt

Alma Auðunsdóttir skrifar

Íþróttaiðkun mín hófst á æfingum í frjálsum íþróttum hjá Íþróttafélagi Miklaholtshrepps (íM). Æfingarnar voru í boði einu sinni í viku yfir sumartímann á glæsilegum íþróttavelli við félagsheimilið Breiðablik. Þarna hittust allir krakkarnir í sveitinni og æfðu hlaup, stökk og köst.

Forseti sem þorir

Eirún Sigurðardóttir skrifar

Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga.

Vafasöm vigtun sjávarafla

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag.

Íslenskt táknmál – jafnrétthátt íslenskunni

Valgerður Stefánsdóttir skrifar

Halldór Ólafsson, táknmálstalandi nemandi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslustundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni.

Forsetavaldið

Skúli Magnússson skrifar

Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“.

„Öllu er hagrætt í burtu“

Svavar Gestsson skrifar

Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum.

Hrakspárnar sem ekki rættust

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Þegar hátt er reitt til höggs

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Útvegsmenn hafa reitt hátt til höggs undanfarnar vikur og kosta nú óbilgjarnan og villandi áróður gegn áformum löglega kjörinna stjórnvalda um að breyta stjórn fiskveiða og innheimta eðlilegt og réttlátt veiðigjald af útgerðum fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar.

Rangfærslum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs svarað

Helgi Teitur Helgason skrifar

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað.

Reyni aftur á morgun

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með ánægju eftir augnablik,“ malaði stimamjúkur símsvarinn í eyrað á mér. Ég hafði reyndar enga trú á því, enda höfðu þeir "því miður“ allir verið uppteknir í stundarfjórðung þegar þarna var komið sögu. Ég hékk enn á línunni. Sá stimamjúki hélt mér við efnið með því að gauka öðru hvoru að mér upplýsingum um heimasíðuna, hvar ég væri í röðinni og að erindi mínu yrði jú, sinnt með ánægju, bráðum. Ég var númer 7. Loks gaukaði hann því að mér að ég gæti líka lagt nafnið mitt og síma inn á símsvarann og þá yrði hringt í mig innan klukkutíma. Ég gerði það. Tveimur tímum síðar hafði enginn hringt. Ég náði engu sambandi þennan daginn.

Gjá milli þjóðar og útvegsmanna

Gunnar Skúli Ármannsson og Helga Þórðardóttir skrifar

Útvegsmenn, landssamband þeirra og viðhengi hafa stundað grímulausan áróður gegn veiðileyfagjaldinu með öllum tiltækum ráðum. Það auglýsingaflóð hefur sjálfsagt kostað skildinginn. Núna ætla þeir að binda flotann við bryggju. Hvað gera þeir næst?

Skemmdarverk

Skúli Helgason skrifar

Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði.

Höft, vextir og kosningar

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Það er kunnara en frá þurfi að segja að gjaldeyrishöftin valda hagkerfinu margs konar skaða. Það þýðir ekki að óskynsamlegt hafi verið að taka þau upp, það er mun flóknara reikningsdæmi, en það þýðir að það er mikilvægt að vinna að skipulögðu afnámi þeirra eins fljótt og auðið er. Það verkefni verður brýnna með hverjum mánuði sem líður því eftir því sem samfélagið venst höftunum lærir það betur að búa með þeim.

Aukið val

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skóli og nám er vinna barna frá um það bil tveggja ára aldri og að minnsta kosti þar til skólaskyldu lýkur þegar þau eru sextán ára. Langflestir unglingar halda svo námi áfram eftir það fram um tvítugt og drjúgur hluti enn lengur í margs konar starfsnámi eða fræðum.

Tímamót í fangelsismálum

Ögmundur Jónasson skrifar

Bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á Litla-Hrauni var upphaflega byggt sem sjúkrahús fyrir Suðurland en hætt var við þau áform. Landstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og breytti í fangelsi eða "letigarð fyrir slæpingja og landshornamenn“ eins og lesa má um í þingskjölum þess tíma.

Grátið í vinnunni

Erla Hlynsdóttir skrifar

Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: "Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni.“

Með þökk fyrir allt

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt.

Geta allir grætt á Húnavallaleið?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila.

Foreldrafirring er alvarlegt ofbeldi

Heimir Hilmarsson skrifar

Í fréttum RÚV, 2. júní sl., var frétt með fyrirsögninni "Foreldrafirringarheilkennið ekki til“ og vitnað í Hrefnu Friðriksdóttur, formann nefndar á vegum innanríkisráðuneytis sem fjallaði um barnalög, sem sagði ekki vísindalega sannað að sjúkdómshugtakið foreldrafirringarheilkenni (Parent Alienation Syndrome) væri til.

Er barnið þitt með fælni?

Íris Stefánsdóttir skrifar

Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll.

Nýr Landspítali – Leiðréttingar Ingólfs

Guðlaugur Gauti Jónsson skrifar

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guðlaugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli.

Tökum gestasprettinn

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt.

Látum fordómana fjúka!

Guðrún Runólfsdóttir skrifar

Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál.

Ný barnalög í augsýn

Ögmundur Jónasson skrifar

Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska.

Satt og ósatt um þingrof

Guðni Th. Jóhannesson skrifar

Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti.

Hættumerki innan hafta

Magnús Halldórsson skrifar

Margt bendir til þess að íslenska ríkið getið með engu móti ábyrgst innlánsskuldbindingar bankanna, þá ekki síst vegna ríflega 1.700 milljarða skulda þess, sem er ríflega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er í gildi yfirlýsing um allsherjarríkisábyrgð á öllum innlánsskuldbindingum. Þetta virkar algjörlega fölsk ábyrðaryfirlýsing, innistæðulaus, þar sem innlánsskuldir bankanna nema vel á þriðja þúsund milljarða.

Mínir fordómar og annarra

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Samkvæmt fræðimannaáliti Rósu Erlingsdóttur og Hrafnhildar Ragnarsdóttir blasir kynjuð staðalmynd karlrembunnar Ólafs Ragnars Grímssonar við og er sú karlremba annað hvort alveg eins eða næstum því eins og karlremburnar sem réðust á Vigdísi Finnbogadóttur. Hrafnhildur telur að karlrembustig forsetans sé eitthvað ?sem ekki má svo auðveldlega ræða?.

Landsfaðirinn

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður.

Hlustið þér höfðingjar

Teitur Guðmundsson skrifar

Undirritaður hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli á ristil- og endaþarmskrabbameini með greinaskrifum, í umræðuþáttum og í daglegri vinnu við heilsu og forvarnir í samskiptum við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Því fagna ég sérstaklega þeirri ályktun aðalfundar Krabbameinsfélagsins að hvetja til skimunar á þeim mikla vágesti sem krabbamein í ristli og endaþarmi er. Þá ber einnig að fagna þeirri umræðu sem fram fór í Morgunblaðinu fyrir helgi og í umræðuþætti Bylgjunnar í kjölfarið. Við skulum ætlast til þess að Alþingi afgreiði loks fjárveitingar til verkefnisins.

Stuðningsgrein: Ákaflega stoltur Íslendingur

Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar

Ég hef átt þess kost að kynnast frá fyrstu hendi hluta af því ötula starfi sem núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorritt Moussaieff, inna af hendi í þágu Íslands. Það er okkar litla landi ómetanlegt að hafa slíkt fólk í forsvari.

Fantasíur

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta

Vissir þú þetta um rafhjólin (rafmagnshjól)?

Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar

Þótt fótstigin hjól séu mun algengari en þau vél- og rafknúnu þá hefur umferð þeirra síðarnefndu aukist til muna. Umferðarstofa vill tryggja öryggi allra vegfarenda og með það í huga hafa verið gefnar út leiðbeiningar og góð ráð um notkun vél- eða rafknúinna hjóla sem gerð eru fyrir allt að 25 km hraða. Þótt þessi hjól séu margskonar að stærð og gerð þá flokkast þau sem ein tegund reiðhjóla. Þau eru þó á margan hátt frábrugðin hefðbundnum reiðhjólum. Flest þessara hjóla eru hönnuð fyrir þá sem eldri eru og teljast ekki til leikfanga. Akstur þeirra krefst fullrar athygli, einbeitingar og færni.

Stuðningsgrein: Forseta fyrir alla – sem leiðir okkur inn í nýja öld

Jón Pálsson skrifar

Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu.

Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast.

Sjá næstu 50 greinar