Hrakspárnar sem ekki rættust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júní 2012 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Eitt af því sem athygli vekur er að á farsímamarkaðnum, þar sem vöxturinn hefur verið einna hraðastur, hefur ægivaldi Símans verið hnekkt og markaðshlutdeild fyrirtækisins er komin undir 40%. Vodafone hefur tæplega þriðjung markaðarins, Nova rúmlega fjórðung og aðrir minna. Á markaði fyrir internettengingar er hlutdeild Símans nú rétt um helmingur. Í gamla fastlínukerfinu er Síminn áfram með yfir 70% hlutdeild á markaði sem er í hnignun. Í sumum geirum hans, til dæmis millilandasamtölum, er hlutdeild Símans orðin minni en helmingur. Hér er því að komast á meira jafnvægi á milli keppinauta á fjarskiptamarkaðnum. Það bendir til að þrátt fyrir að gamli einokunarrisinn hafi margoft misstigið sig á línunni milli hins löglega og ólöglega sé samkeppnis- og fjarskiptalöggjöfin að skila því hlutverki sínu að greiða keppinautunum leið inn á markaðinn og takmarka yfirráð Símans. Á fjarskiptamarkaði er nú blómleg samkeppni og hröð tækniþróun. Samkvæmt samanburði Alþjóðaefnahagsráðsins eru hvergi hlutfallslega fleiri netnotendur en á Íslandi, aðeins í þremur löndum hærra hlutfall með háhraðanettengingu, flutningsgetan sú næstmesta í heimi og hvergi fleiri skólar með aðgang að háhraðaneti. Meira að segja verðið kemur vel út úr árlegum samanburði OECD. Þessi staða er í hróplegri andstöðu við þær hrakspár, sem settar voru fram þegar ríkiseinokun var afnumin á fjarskiptamarkaðnum með innleiðingu regluverks ESB og einkavæðing Símans undirbúin. Í blaðagrein árið 2000 kallaði til dæmis Steingrímur J. Sigfússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, einkavæðinguna „óhappaverk" og líkti stöðunni sem Síminn yrði í að lokinni einkavæðingu við dönsku einokunarverzlunina; þetta yrði „einkaeinokun". „Samanburður við einkavæðingu í fjarskiptageiranum í erlendum stórborgum og hjá milljónaþjóðum í þéttbýlum löndum á hér ekki við og er óraunhæfur," sagði Steingrímur og taldi líklegustu afleiðinguna af einkavæðingu Símans þá að „frekari uppbygging grunnnetsins út um landið stöðvist með öllu" og landsbyggðin yrði látin mæta afgangi. Þessar hrakspár hafa ekki rætzt. Símafyrirtækin hafa séð sér hag í uppbyggingu grunnnetsins; Síminn tilkynnti til dæmis nýlega um áform um að tengja 75% heimila landsins við svokallað ljósnet innan tveggja ára. Farsímafyrirtækin hafa farið langt fram úr kröfum rekstrarleyfis síns um uppbyggingu þriðju kynslóðar þjónustu úti um landið, meðal annars hefur Síminn byggt upp langdrægt 3G-net sem þjónar langstærstum hluta landsins og miðanna. Þar sem fyrirtækin hafa ekki talið hagkvæmt að setja upp senda eða bjóða upp á háhraðanettengingar hefur Fjarskiptasjóður komið til skjalanna, meðal annars með þeim árangri að nú hefur allur þorri íbúa í dreifbýli aðgang að háhraðatengingum. Það sem Steingrímur J. kallaði „ofstæki" og „trúaratriði einkavæðingarpostula" fyrir tólf árum virðist hafa borið furðugóðan árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Eitt af því sem athygli vekur er að á farsímamarkaðnum, þar sem vöxturinn hefur verið einna hraðastur, hefur ægivaldi Símans verið hnekkt og markaðshlutdeild fyrirtækisins er komin undir 40%. Vodafone hefur tæplega þriðjung markaðarins, Nova rúmlega fjórðung og aðrir minna. Á markaði fyrir internettengingar er hlutdeild Símans nú rétt um helmingur. Í gamla fastlínukerfinu er Síminn áfram með yfir 70% hlutdeild á markaði sem er í hnignun. Í sumum geirum hans, til dæmis millilandasamtölum, er hlutdeild Símans orðin minni en helmingur. Hér er því að komast á meira jafnvægi á milli keppinauta á fjarskiptamarkaðnum. Það bendir til að þrátt fyrir að gamli einokunarrisinn hafi margoft misstigið sig á línunni milli hins löglega og ólöglega sé samkeppnis- og fjarskiptalöggjöfin að skila því hlutverki sínu að greiða keppinautunum leið inn á markaðinn og takmarka yfirráð Símans. Á fjarskiptamarkaði er nú blómleg samkeppni og hröð tækniþróun. Samkvæmt samanburði Alþjóðaefnahagsráðsins eru hvergi hlutfallslega fleiri netnotendur en á Íslandi, aðeins í þremur löndum hærra hlutfall með háhraðanettengingu, flutningsgetan sú næstmesta í heimi og hvergi fleiri skólar með aðgang að háhraðaneti. Meira að segja verðið kemur vel út úr árlegum samanburði OECD. Þessi staða er í hróplegri andstöðu við þær hrakspár, sem settar voru fram þegar ríkiseinokun var afnumin á fjarskiptamarkaðnum með innleiðingu regluverks ESB og einkavæðing Símans undirbúin. Í blaðagrein árið 2000 kallaði til dæmis Steingrímur J. Sigfússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, einkavæðinguna „óhappaverk" og líkti stöðunni sem Síminn yrði í að lokinni einkavæðingu við dönsku einokunarverzlunina; þetta yrði „einkaeinokun". „Samanburður við einkavæðingu í fjarskiptageiranum í erlendum stórborgum og hjá milljónaþjóðum í þéttbýlum löndum á hér ekki við og er óraunhæfur," sagði Steingrímur og taldi líklegustu afleiðinguna af einkavæðingu Símans þá að „frekari uppbygging grunnnetsins út um landið stöðvist með öllu" og landsbyggðin yrði látin mæta afgangi. Þessar hrakspár hafa ekki rætzt. Símafyrirtækin hafa séð sér hag í uppbyggingu grunnnetsins; Síminn tilkynnti til dæmis nýlega um áform um að tengja 75% heimila landsins við svokallað ljósnet innan tveggja ára. Farsímafyrirtækin hafa farið langt fram úr kröfum rekstrarleyfis síns um uppbyggingu þriðju kynslóðar þjónustu úti um landið, meðal annars hefur Síminn byggt upp langdrægt 3G-net sem þjónar langstærstum hluta landsins og miðanna. Þar sem fyrirtækin hafa ekki talið hagkvæmt að setja upp senda eða bjóða upp á háhraðanettengingar hefur Fjarskiptasjóður komið til skjalanna, meðal annars með þeim árangri að nú hefur allur þorri íbúa í dreifbýli aðgang að háhraðatengingum. Það sem Steingrímur J. kallaði „ofstæki" og „trúaratriði einkavæðingarpostula" fyrir tólf árum virðist hafa borið furðugóðan árangur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun