Grátið í vinnunni Erla Hlynsdóttir skrifar 5. júní 2012 08:00 Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: „Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni." Sheryl Sandberg er framkvæmdastjóri Facebook. Hún telur það gera sig mannlegri í augum samstarfsmanna sinna að þeir þekki bæði veikleika hennar og kosti, og að þeir geti þannig frekar fundið til samúðar með henni. Sandberg mælir sannarlega með því að gráta í vinnunni. En af hverju ættum við að hlusta á hana? Ein möguleg ástæða: Hún er með tuttugu sinnum hærri laun en Mark Zuckerberg. Ég er líka með játningu. Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni. Einu viðbrögðin sem ég fékk voru undrandi og vandræðalegir karlmenn sem höfðu ekki hugmynd um hvort eða hvernig þeir áttu að hughreysta mig. Í eitt skiptið vann ég við að skúra tröppur í bílastæðahúsi. Þangað mætti ég einu sinni í viku með skúringarfötuna. Það næsta sem ég gat kallað samstarfsmenn voru tveir karlmenn yfir sextugu sem sögðu mér gjarnan, rúmlega tvítugri, að ég þyrfti að drífa í að eignast börn áður en það væri of seint fyrir mig. Þar sem ég var, og er, á barneignaraldri þá gerist margt ógurlega merkilegt í líkama mínum um það bil einu sinni í mánuði. Akkúrat þá get ég líka verið alveg ógurlega viðkvæm. Á þeim stundum verð ég ekki bara klökk yfir Aðþrengdum eiginkonum heldur bókstaflega fer að háskæla. Það var á slíkum degi sem ég var að skúra inni í vaktherbergi hjá mönnunum þegar annar þeirra segir að honum finnist vond lykt af skúringasápunni sem ég notaði. Hann vissi ekki hvað hann átti í vændum. Mér fannst þetta (auðvitað) hin mesta móðgun og niðurlæging, jafnvel þó ég réði engu um hvaða sápu yfirmenn mínir keyptu. Ég hélt áfram að skúra, færði til stóla og reyndi að ná kaffiblettum af gólfinu við eldavélina. Brátt byrjuðu tárin að streyma. Ég saug upp í nefið og þurrkaði tárin laumulega, en þeir sáu alveg hvað var í gangi. Litla skúringastelpan var að gráta. Eldri mennirnir tveir horfðu vandræðalegir hvor á annan, ég greip af þeim orðið og sagði þeim að þetta væri allt í lagi. Ég væri bara svona pínulítið viðkvæm þennan daginn. Þeir störðu bara áfram, orðlausir. Já, ég hef grátið í vinnunni og ég barasta mæli ekkert sérstaklega með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun
Launahæsti starfsmaður Facebook kom með nokkuð óvenjulega játningu þegar hún hélt nýverið ræðu fyrir útskriftarnema í Harvard: „Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni." Sheryl Sandberg er framkvæmdastjóri Facebook. Hún telur það gera sig mannlegri í augum samstarfsmanna sinna að þeir þekki bæði veikleika hennar og kosti, og að þeir geti þannig frekar fundið til samúðar með henni. Sandberg mælir sannarlega með því að gráta í vinnunni. En af hverju ættum við að hlusta á hana? Ein möguleg ástæða: Hún er með tuttugu sinnum hærri laun en Mark Zuckerberg. Ég er líka með játningu. Ég hef grátið í vinnunni. Ég hef sagt fólki að ég hafi grátið í vinnunni. Einu viðbrögðin sem ég fékk voru undrandi og vandræðalegir karlmenn sem höfðu ekki hugmynd um hvort eða hvernig þeir áttu að hughreysta mig. Í eitt skiptið vann ég við að skúra tröppur í bílastæðahúsi. Þangað mætti ég einu sinni í viku með skúringarfötuna. Það næsta sem ég gat kallað samstarfsmenn voru tveir karlmenn yfir sextugu sem sögðu mér gjarnan, rúmlega tvítugri, að ég þyrfti að drífa í að eignast börn áður en það væri of seint fyrir mig. Þar sem ég var, og er, á barneignaraldri þá gerist margt ógurlega merkilegt í líkama mínum um það bil einu sinni í mánuði. Akkúrat þá get ég líka verið alveg ógurlega viðkvæm. Á þeim stundum verð ég ekki bara klökk yfir Aðþrengdum eiginkonum heldur bókstaflega fer að háskæla. Það var á slíkum degi sem ég var að skúra inni í vaktherbergi hjá mönnunum þegar annar þeirra segir að honum finnist vond lykt af skúringasápunni sem ég notaði. Hann vissi ekki hvað hann átti í vændum. Mér fannst þetta (auðvitað) hin mesta móðgun og niðurlæging, jafnvel þó ég réði engu um hvaða sápu yfirmenn mínir keyptu. Ég hélt áfram að skúra, færði til stóla og reyndi að ná kaffiblettum af gólfinu við eldavélina. Brátt byrjuðu tárin að streyma. Ég saug upp í nefið og þurrkaði tárin laumulega, en þeir sáu alveg hvað var í gangi. Litla skúringastelpan var að gráta. Eldri mennirnir tveir horfðu vandræðalegir hvor á annan, ég greip af þeim orðið og sagði þeim að þetta væri allt í lagi. Ég væri bara svona pínulítið viðkvæm þennan daginn. Þeir störðu bara áfram, orðlausir. Já, ég hef grátið í vinnunni og ég barasta mæli ekkert sérstaklega með því.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun