Rokk úr Reykjavík? Stefán Hilmarsson skrifar 10. janúar 2012 06:00 Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar