Rokk úr Reykjavík? Stefán Hilmarsson skrifar 10. janúar 2012 06:00 Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun