Áskorun til forseta landsins Tryggvi Gunnarsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Í Kryddsíldarþætti Stöðvar 2 á gamlársdag fullyrti forseti landsins, að það hefði verið mun auðveldara fyrir sig að vísa Icesave-samningi Bucheits til þjóðarinnar á síðastliðnu ári heldur en Svavars-samningnum árið 2010. Hvernig Ólafur Ragnar kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta, vegna þess að eins og kemur fram í grein minni um falsrökin forsetans, „þá reyndist við ramman reip að draga, því að allar meginbreytur málsins voru nú orðnar á annan veg en í fyrra þjóðaratkvæðinu 2010". Og hér má bæta því við, að þar sem mikill meirihluti Alþingis samþykkti Bucheit-samninginn og sú staðreynd að skoðanakannanir voru orðnar hagstæðar þeim sem vildu samþykkja samninginn, var ekki lengur um að ræða neina gjá milli þings og þjóðar. En slík sprunga var grundvallarforsenda forsetans fyrir því að réttlætanlegt væri að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, bæði í Fjölmiðlamálinu og Icesave-málinu 2010. Ólafur Ragnar kaus að líta fram hjá þessu lykil atriði 2011 til að geta örugglega komið málinu í þjóðaratkvæði! Í ljósi hinna nýju og sérlega andsnúnu aðstæðna 2011, þá er áðurnefnd fullyrðing forsetans tóm steypa: hún er algjör hundalógík, sem Ólafur Ragnar grípur til í þeim tilgangi að reyna að breiða yfir óheilindi sín í Icesave-þjóðaratkvæðinu á síðastliðnu ári. Nýársávarp forsetans er annað dæmi um skort hans á heilindum. Hvers vegna skyldi hann ekki hafa verið ærlegur og tilkynnt þjóðinni á afdráttarlausan hátt, hvort hann ætlaði sér að bjóða sig fram á nýjan leik eða ekki? Fyrrum forsetar voru fullkomlega heiðarlegir og tjáðu sig skýrt og skorinort um þetta atriði og sýndu þjóðinni með því virðingu, auk þess sem allri óvissu var eytt. Hefur Ólafur Ragnar ef til vill í hyggju að bíða eftir undirskriftalista frá fylgismönnum sínum? Ekki var nú síðasti stuðningslisti í hans þágu gæfulegt plagg: hann var dæmdur ólöglegur og var því ógildur. Eiga landsmenn virkilega eftir að upplifa það, að eftir 16 ára setu á forsetastóli ætli forsetinn að beita brögðum til að geta haldið inn í fimmta kjörtímabilið? Forsetinn hafði áður sagt að sá/sú sem gegndi þessu embætti ætti einungis að sitja í tvö til þrjú kjörtímabil! Er gleymska nokkuð farin að hrjá Ólaf Ragnar? Hinum háttvirta og stórmerkilega sirkusstjóra, Ólafi Ragnari Grímssyni, er vel trúandi til að undirbúa á þennan einstaklega geðfellda hátt sína stórfenglegustu lýðskrumssýningu á okkar farsældar Fróni. Og hvað með þá aðila sem gætu hugsað sér að sækjast eftir þessu embætti, en veigra sér við að fara gegn slóttugum sitjandi forseta? Á þetta fólk þá að bíða í óvissu vikum og jafnvel mánuðum saman eftir því að Ólafi Ragnari þóknast að láta stuðningsmenn sína koma knékrjúpandi og grátbiðja hann um að fara aftur fram? Hvernig er það eiginlega, gerir forsetinn sér enga grein fyrir hvílík ósvífni slíkt hátterni væri gagnvart væntanlegum frambjóðendum? Skyldi lífsmottó þjóðhöfðingjans nokkuð vera: ÉG um MIG frá MÉR til MÍN? Af ofangreindum ástæðum vil ég skora á forsetann að lýsa því yfir undanbragðalaust á allra næstu dögum, hvort hann ætlar sér að bjóða sig fram í fimmta sinn. Með því eyðir hann óvissu varðandi forsetakosningarinnar og áhugasamir aðilar um framboð geta þá tekið sína ákvörðun. Eða ætlar Ólafur Ragnar sér ekki að eyða þessari óvissu og lítilsvirða þannig þjóðina, sem hann elskar svo innilega frá sínum dýpstu hjartarótum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kryddsíldarþætti Stöðvar 2 á gamlársdag fullyrti forseti landsins, að það hefði verið mun auðveldara fyrir sig að vísa Icesave-samningi Bucheits til þjóðarinnar á síðastliðnu ári heldur en Svavars-samningnum árið 2010. Hvernig Ólafur Ragnar kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta, vegna þess að eins og kemur fram í grein minni um falsrökin forsetans, „þá reyndist við ramman reip að draga, því að allar meginbreytur málsins voru nú orðnar á annan veg en í fyrra þjóðaratkvæðinu 2010". Og hér má bæta því við, að þar sem mikill meirihluti Alþingis samþykkti Bucheit-samninginn og sú staðreynd að skoðanakannanir voru orðnar hagstæðar þeim sem vildu samþykkja samninginn, var ekki lengur um að ræða neina gjá milli þings og þjóðar. En slík sprunga var grundvallarforsenda forsetans fyrir því að réttlætanlegt væri að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, bæði í Fjölmiðlamálinu og Icesave-málinu 2010. Ólafur Ragnar kaus að líta fram hjá þessu lykil atriði 2011 til að geta örugglega komið málinu í þjóðaratkvæði! Í ljósi hinna nýju og sérlega andsnúnu aðstæðna 2011, þá er áðurnefnd fullyrðing forsetans tóm steypa: hún er algjör hundalógík, sem Ólafur Ragnar grípur til í þeim tilgangi að reyna að breiða yfir óheilindi sín í Icesave-þjóðaratkvæðinu á síðastliðnu ári. Nýársávarp forsetans er annað dæmi um skort hans á heilindum. Hvers vegna skyldi hann ekki hafa verið ærlegur og tilkynnt þjóðinni á afdráttarlausan hátt, hvort hann ætlaði sér að bjóða sig fram á nýjan leik eða ekki? Fyrrum forsetar voru fullkomlega heiðarlegir og tjáðu sig skýrt og skorinort um þetta atriði og sýndu þjóðinni með því virðingu, auk þess sem allri óvissu var eytt. Hefur Ólafur Ragnar ef til vill í hyggju að bíða eftir undirskriftalista frá fylgismönnum sínum? Ekki var nú síðasti stuðningslisti í hans þágu gæfulegt plagg: hann var dæmdur ólöglegur og var því ógildur. Eiga landsmenn virkilega eftir að upplifa það, að eftir 16 ára setu á forsetastóli ætli forsetinn að beita brögðum til að geta haldið inn í fimmta kjörtímabilið? Forsetinn hafði áður sagt að sá/sú sem gegndi þessu embætti ætti einungis að sitja í tvö til þrjú kjörtímabil! Er gleymska nokkuð farin að hrjá Ólaf Ragnar? Hinum háttvirta og stórmerkilega sirkusstjóra, Ólafi Ragnari Grímssyni, er vel trúandi til að undirbúa á þennan einstaklega geðfellda hátt sína stórfenglegustu lýðskrumssýningu á okkar farsældar Fróni. Og hvað með þá aðila sem gætu hugsað sér að sækjast eftir þessu embætti, en veigra sér við að fara gegn slóttugum sitjandi forseta? Á þetta fólk þá að bíða í óvissu vikum og jafnvel mánuðum saman eftir því að Ólafi Ragnari þóknast að láta stuðningsmenn sína koma knékrjúpandi og grátbiðja hann um að fara aftur fram? Hvernig er það eiginlega, gerir forsetinn sér enga grein fyrir hvílík ósvífni slíkt hátterni væri gagnvart væntanlegum frambjóðendum? Skyldi lífsmottó þjóðhöfðingjans nokkuð vera: ÉG um MIG frá MÉR til MÍN? Af ofangreindum ástæðum vil ég skora á forsetann að lýsa því yfir undanbragðalaust á allra næstu dögum, hvort hann ætlar sér að bjóða sig fram í fimmta sinn. Með því eyðir hann óvissu varðandi forsetakosningarinnar og áhugasamir aðilar um framboð geta þá tekið sína ákvörðun. Eða ætlar Ólafur Ragnar sér ekki að eyða þessari óvissu og lítilsvirða þannig þjóðina, sem hann elskar svo innilega frá sínum dýpstu hjartarótum?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar