Taflmeistarar ólíkra tíma Árni Bergmann skrifar 12. janúar 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á enhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynstur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldartaflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfðingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og settist að í plássi sem heitir Alexandrovskaja sloboda. Nú greip skelfing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönnum, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingjaleysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564-1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á enhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynstur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldartaflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfðingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og settist að í plássi sem heitir Alexandrovskaja sloboda. Nú greip skelfing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönnum, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingjaleysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564-1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar