Viðskiptaráð og skattar – listin að láta aðra borga Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Viðskiptaráð kynnti nýlega úttekt sína á skattkerfisbreytingum sem hafa átt sér stað á Íslandi eftir hrun en þar tiltaka þeir 100 skattkerfisbreytingar. Boðskapur úttektarinnar á að heita skýr og vakti hann talsverða athygli. Búið er að ganga of langt í skattheimtu og merki þess farin að sjást í hagkerfinu. Lausnin á vandanum er svo gamalkunnug en hún er að leyfa gróðanum að njóta sín þannig að hagkerfið fái súrefni til að dafna aftur. Vandinn við þessa mynd Viðskiptaráðs er þó margvíslegur en aðallega sá að hún er einföldun. Ýmsa skatta er búið að hækka en aðra skatta er búið að lækka. Margar þær skattabreytingar sem ráðið tiltekur hafa snúist um að halda krónutölusköttum í takti við verðlag. Svo eru aðrir möguleikar til. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi geta fest sig í ákveðinni skattprósentu til langs tíma og varið sig þannig gegn mögulegum skattahækkunum. Sömu aðilar geta jafnframt notað ýmsa skattaafslætti eða fengið önnur gjöld niðurfelld. Sum fyrirtæki, líkt og Elkem, hafa ekki borgað tekjuskatt í mörg ár. Álverin borguðu undir 300 milljónir í tekjuskatt fyrirtækja árið 2009. Sjávarútvegurinn, sem er stærsta atvinnugrein landsins, borgaði í heild 1,4 milljarða króna í tekjuskatt fyrirtækja árið 2010. Er það íþyngjandi? Nýsköpunarfyrirtæki hafa síðan 2009 notið skattaafslátta til að styðja sérstaklega við rekstrarskilyrði þeirra. Gagnaver á Íslandi njóta sérstaklega skattakjara – raunar svo ríkulegra að ESA hefur ákveðið að taka þau kjör til skoðunar. Endurgreiðsla á sköttum vegna kvikmyndagerðar hefur aldrei verið hærri en á árinu 2011. Átakið „Allir vinna" snerist um að endurgreiða skatta vegna framkvæmda. Gjöld af umhverfisvænum bílum hafa lækkað. Búið hefur verið til frítekjumark fyrir vaxtatekjur. Skattbyrði lægstu launa hefur lækkað eftir hrun. Persónuafsláttur hefur verið hækkaður og hafið er að lækka tryggingargjaldið. Skatttekjur ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru svipaðar nú og þær hafa iðulega verið í venjulegu árferði. Almennir fyrirtækjaskattar á Íslandi og Írlandi eru enn í dag með þeim lægstu í Evrópu. Við eigum það líka sameiginlegt með frændum okkur Írum að hafa fylgt hugmyndafræðilegri pólitík Viðskiptaráðs í skattlagningu um árabil. Og bæði löndin enduðu á sama stað í efnahagslegu tilliti með froðuhagkerfi sem hrundu á einni nóttu. Raunar var hrun Íslands til sérstakrar umfjöllunar í heimildarmyndinni „Inside Job" en eitt leiðarstefið í þeirri mynd er hvernig þrýstihópar útbólgnir af fjármagni hafa áhrif á stjórnmálamenn, fræðisamfélag og umhverfið almennt til að tryggja hagsmuni sína. Sem dæmi studdust höfundar myndarinnar við skýrslur sem Viðskiptaráð keypti af fræðimönnum fyrir hrunið til að veita útrásar-Íslandi heilbrigðisvottorð. Niðurstaðan var að við Íslendingar lifðum líklegast í besta mögulega heimi allra heima. Skýrslurnar voru fokdýrar enda þurfti mikið hugvit í slíka raunveruleikasmíði korteri áður en besta kerfið hrundi. En það var ekki kjánaskapur sem rak slíka skýrslugerð áfram heldur þurfti ríka réttlætingu til að láta kerfið halda áfram. Ísland fyrir hrun er nefnilega dæmi um samfélag þar sem hinir sterkefnuðu borguðu minna til samfélagsins en hinir efnaminni. Með bellibrögðum tókst að sannfæra fólk um að ákjósanlegt væri að hlífa auðfólki við skattlagningu en venjulegir borgarar skyldu standa undir kerfinu. Þess vegna gátu þessir aðilar fengið rapparann 50 cent sjálfan í afmælið sitt eða Elton John í stað þess að láta DVD diskinn nægja. Fjármagn var með pólitískri leiðsögn flutt frá samfélaginu til auðmanna og völdin fylgdu með. Og á meðan lánsféð streymdi um íslenskt hagkerfi var hægt að telja almenningi trú um góðæri. En þrátt fyrir einhverja lægstu skatta á auðmagn og fyrirtæki og klæðskerasaumaða auðmannalöggjöf um eignarhaldsfélög flúðu víkingarnir land. Félög þeirra enduðu á stöðum með framandi nöfnum eins og Tortóla í flóknum viðskiptafléttum sem nú er búið að eyða fúlgum fjár í að rannsaka. Þetta kerfi misskiptingar vörðu margir fleiri en Viðskiptaráð og það alveg fram á síðasta dag. Skattkerfisbreytingar á alltaf að ræða enda þarf að vera skýr réttlæting fyrir hvers kyns skattheimtu. Framlag Viðskiptaráðs er þó ekki framlag til umræðu um skatta heldur lymskulegt áróðursbragð til að drepa umræðunni á dreif og vinna málstaði fylgis er gengur út á að hlífa ákveðnum aðilum við skattheimtu. Þó sýnir reynslan okkur að aðilar tengdir ráðinu hafa ekki verið hógværir í kröfum sínum á skattfé þegar í harðbakkann slær. Mörgum þeirra fannst ekki einu sinni nóg þegar Seðlabanki Íslands var búinn að nota yfir 190 milljarða króna á árinu 2008 til að reyna að bjarga því fjármálakerfi sem Viðskiptaráð taldi að væri grunnurinn að velsældinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð kynnti nýlega úttekt sína á skattkerfisbreytingum sem hafa átt sér stað á Íslandi eftir hrun en þar tiltaka þeir 100 skattkerfisbreytingar. Boðskapur úttektarinnar á að heita skýr og vakti hann talsverða athygli. Búið er að ganga of langt í skattheimtu og merki þess farin að sjást í hagkerfinu. Lausnin á vandanum er svo gamalkunnug en hún er að leyfa gróðanum að njóta sín þannig að hagkerfið fái súrefni til að dafna aftur. Vandinn við þessa mynd Viðskiptaráðs er þó margvíslegur en aðallega sá að hún er einföldun. Ýmsa skatta er búið að hækka en aðra skatta er búið að lækka. Margar þær skattabreytingar sem ráðið tiltekur hafa snúist um að halda krónutölusköttum í takti við verðlag. Svo eru aðrir möguleikar til. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi geta fest sig í ákveðinni skattprósentu til langs tíma og varið sig þannig gegn mögulegum skattahækkunum. Sömu aðilar geta jafnframt notað ýmsa skattaafslætti eða fengið önnur gjöld niðurfelld. Sum fyrirtæki, líkt og Elkem, hafa ekki borgað tekjuskatt í mörg ár. Álverin borguðu undir 300 milljónir í tekjuskatt fyrirtækja árið 2009. Sjávarútvegurinn, sem er stærsta atvinnugrein landsins, borgaði í heild 1,4 milljarða króna í tekjuskatt fyrirtækja árið 2010. Er það íþyngjandi? Nýsköpunarfyrirtæki hafa síðan 2009 notið skattaafslátta til að styðja sérstaklega við rekstrarskilyrði þeirra. Gagnaver á Íslandi njóta sérstaklega skattakjara – raunar svo ríkulegra að ESA hefur ákveðið að taka þau kjör til skoðunar. Endurgreiðsla á sköttum vegna kvikmyndagerðar hefur aldrei verið hærri en á árinu 2011. Átakið „Allir vinna" snerist um að endurgreiða skatta vegna framkvæmda. Gjöld af umhverfisvænum bílum hafa lækkað. Búið hefur verið til frítekjumark fyrir vaxtatekjur. Skattbyrði lægstu launa hefur lækkað eftir hrun. Persónuafsláttur hefur verið hækkaður og hafið er að lækka tryggingargjaldið. Skatttekjur ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, eru svipaðar nú og þær hafa iðulega verið í venjulegu árferði. Almennir fyrirtækjaskattar á Íslandi og Írlandi eru enn í dag með þeim lægstu í Evrópu. Við eigum það líka sameiginlegt með frændum okkur Írum að hafa fylgt hugmyndafræðilegri pólitík Viðskiptaráðs í skattlagningu um árabil. Og bæði löndin enduðu á sama stað í efnahagslegu tilliti með froðuhagkerfi sem hrundu á einni nóttu. Raunar var hrun Íslands til sérstakrar umfjöllunar í heimildarmyndinni „Inside Job" en eitt leiðarstefið í þeirri mynd er hvernig þrýstihópar útbólgnir af fjármagni hafa áhrif á stjórnmálamenn, fræðisamfélag og umhverfið almennt til að tryggja hagsmuni sína. Sem dæmi studdust höfundar myndarinnar við skýrslur sem Viðskiptaráð keypti af fræðimönnum fyrir hrunið til að veita útrásar-Íslandi heilbrigðisvottorð. Niðurstaðan var að við Íslendingar lifðum líklegast í besta mögulega heimi allra heima. Skýrslurnar voru fokdýrar enda þurfti mikið hugvit í slíka raunveruleikasmíði korteri áður en besta kerfið hrundi. En það var ekki kjánaskapur sem rak slíka skýrslugerð áfram heldur þurfti ríka réttlætingu til að láta kerfið halda áfram. Ísland fyrir hrun er nefnilega dæmi um samfélag þar sem hinir sterkefnuðu borguðu minna til samfélagsins en hinir efnaminni. Með bellibrögðum tókst að sannfæra fólk um að ákjósanlegt væri að hlífa auðfólki við skattlagningu en venjulegir borgarar skyldu standa undir kerfinu. Þess vegna gátu þessir aðilar fengið rapparann 50 cent sjálfan í afmælið sitt eða Elton John í stað þess að láta DVD diskinn nægja. Fjármagn var með pólitískri leiðsögn flutt frá samfélaginu til auðmanna og völdin fylgdu með. Og á meðan lánsféð streymdi um íslenskt hagkerfi var hægt að telja almenningi trú um góðæri. En þrátt fyrir einhverja lægstu skatta á auðmagn og fyrirtæki og klæðskerasaumaða auðmannalöggjöf um eignarhaldsfélög flúðu víkingarnir land. Félög þeirra enduðu á stöðum með framandi nöfnum eins og Tortóla í flóknum viðskiptafléttum sem nú er búið að eyða fúlgum fjár í að rannsaka. Þetta kerfi misskiptingar vörðu margir fleiri en Viðskiptaráð og það alveg fram á síðasta dag. Skattkerfisbreytingar á alltaf að ræða enda þarf að vera skýr réttlæting fyrir hvers kyns skattheimtu. Framlag Viðskiptaráðs er þó ekki framlag til umræðu um skatta heldur lymskulegt áróðursbragð til að drepa umræðunni á dreif og vinna málstaði fylgis er gengur út á að hlífa ákveðnum aðilum við skattheimtu. Þó sýnir reynslan okkur að aðilar tengdir ráðinu hafa ekki verið hógværir í kröfum sínum á skattfé þegar í harðbakkann slær. Mörgum þeirra fannst ekki einu sinni nóg þegar Seðlabanki Íslands var búinn að nota yfir 190 milljarða króna á árinu 2008 til að reyna að bjarga því fjármálakerfi sem Viðskiptaráð taldi að væri grunnurinn að velsældinni.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun