Tónlistartengd ferðamennska Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 12. janúar 2012 06:00 Á heimasíðu ÚTÓN birtust í vikunni niðurstöður könnunar um veltu vegna komu erlendra ferðamanna á Iceland Airwaves-hátíðina. Fyrir utan menningarlegt gildi hátíðarinnar skapast heilmikil hagræn og samfélagsleg verðmæti. Í könnuninni kemur meðal annars fram að velta erlendra gesta hefur aukist um 55% frá árinu 2010 og nemur upp undir 700 milljónum ef reiknaður er ferðakostnaður gestanna og eyðsla. Árið 2007 þegar ÚTÓN tók til starfa beitti skrifstofan sér fyrir því að gerður yrði listi yfir allar tónlistarhátíðir á landinu sem starfað höfðu samfleytt í meira en þrjú ár. Reyndust þær um 30 talsins. Síðan hefur ÚTÓN átt í samstarfi við Íslandsstofu og ferðamálageirann um að bjóða blaðamönnum, listrænum stjórnendum og kaupendum á hátíðir og viðburði. Í starfi þessu kemur í ljós að tilfinnanlegur skortur er á markvissri fjárfestingu í kynningarmálum og vöruþróun á þessu sviði. Iceland Airwaves byrjaði sem lítið partí árið 1999 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Áhugi útlendinga á að koma til Íslands og upplifa tónlistarviðburði er mikill enda hafa íslenskir tónlistarmenn og tónhöfundar kveikt í ástríðufullum tónlistarunnendum um allan heim með sköpunarkrafti sínum og elju. Það er fyrir þeirra tilstilli að tengslanet og þekking hefur skapast til að þróa viðburði sem varið er í. Airwaves er einungis eitt dæmi um hversu mikil verðmæti er hægt að skapa í samstarfi tónlistar- og ferðamálageirans. Það er hins vegar mikilvægt að þekking tónlistargeirans á vöruþróun í þessum efnum sé viðurkennd. Margt hefur áunnist frá því að Airwaves hóf göngu sína og frá því að byrjað var að benda á nytsemi hátíða til að bjóða heim fólki að utan. Ákveðin sýn á þessum málaflokki var fest í viðamikilli stefnumótun skrifstofunnar sem fram fór sumarið 2010 og hefur verið kynnt víða. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld og bæjaryfirvöld víðs vegar þurfa að fjárfesta markvisst í því að tónlistartengd ferðaþjónusta fái svigrúm til að þróast þannig að hún nýtist bæði sem öflugt tæki til að kynna íslenska tónlist og það umhverfi sem hún á heima í. Hugmyndir, tillögur og þekking er til staðar og um leið mælingar á árangri eins og Iceland Airwaves könnunin sýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á heimasíðu ÚTÓN birtust í vikunni niðurstöður könnunar um veltu vegna komu erlendra ferðamanna á Iceland Airwaves-hátíðina. Fyrir utan menningarlegt gildi hátíðarinnar skapast heilmikil hagræn og samfélagsleg verðmæti. Í könnuninni kemur meðal annars fram að velta erlendra gesta hefur aukist um 55% frá árinu 2010 og nemur upp undir 700 milljónum ef reiknaður er ferðakostnaður gestanna og eyðsla. Árið 2007 þegar ÚTÓN tók til starfa beitti skrifstofan sér fyrir því að gerður yrði listi yfir allar tónlistarhátíðir á landinu sem starfað höfðu samfleytt í meira en þrjú ár. Reyndust þær um 30 talsins. Síðan hefur ÚTÓN átt í samstarfi við Íslandsstofu og ferðamálageirann um að bjóða blaðamönnum, listrænum stjórnendum og kaupendum á hátíðir og viðburði. Í starfi þessu kemur í ljós að tilfinnanlegur skortur er á markvissri fjárfestingu í kynningarmálum og vöruþróun á þessu sviði. Iceland Airwaves byrjaði sem lítið partí árið 1999 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Áhugi útlendinga á að koma til Íslands og upplifa tónlistarviðburði er mikill enda hafa íslenskir tónlistarmenn og tónhöfundar kveikt í ástríðufullum tónlistarunnendum um allan heim með sköpunarkrafti sínum og elju. Það er fyrir þeirra tilstilli að tengslanet og þekking hefur skapast til að þróa viðburði sem varið er í. Airwaves er einungis eitt dæmi um hversu mikil verðmæti er hægt að skapa í samstarfi tónlistar- og ferðamálageirans. Það er hins vegar mikilvægt að þekking tónlistargeirans á vöruþróun í þessum efnum sé viðurkennd. Margt hefur áunnist frá því að Airwaves hóf göngu sína og frá því að byrjað var að benda á nytsemi hátíða til að bjóða heim fólki að utan. Ákveðin sýn á þessum málaflokki var fest í viðamikilli stefnumótun skrifstofunnar sem fram fór sumarið 2010 og hefur verið kynnt víða. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld og bæjaryfirvöld víðs vegar þurfa að fjárfesta markvisst í því að tónlistartengd ferðaþjónusta fái svigrúm til að þróast þannig að hún nýtist bæði sem öflugt tæki til að kynna íslenska tónlist og það umhverfi sem hún á heima í. Hugmyndir, tillögur og þekking er til staðar og um leið mælingar á árangri eins og Iceland Airwaves könnunin sýnir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar