Tónlistartengd ferðamennska Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 12. janúar 2012 06:00 Á heimasíðu ÚTÓN birtust í vikunni niðurstöður könnunar um veltu vegna komu erlendra ferðamanna á Iceland Airwaves-hátíðina. Fyrir utan menningarlegt gildi hátíðarinnar skapast heilmikil hagræn og samfélagsleg verðmæti. Í könnuninni kemur meðal annars fram að velta erlendra gesta hefur aukist um 55% frá árinu 2010 og nemur upp undir 700 milljónum ef reiknaður er ferðakostnaður gestanna og eyðsla. Árið 2007 þegar ÚTÓN tók til starfa beitti skrifstofan sér fyrir því að gerður yrði listi yfir allar tónlistarhátíðir á landinu sem starfað höfðu samfleytt í meira en þrjú ár. Reyndust þær um 30 talsins. Síðan hefur ÚTÓN átt í samstarfi við Íslandsstofu og ferðamálageirann um að bjóða blaðamönnum, listrænum stjórnendum og kaupendum á hátíðir og viðburði. Í starfi þessu kemur í ljós að tilfinnanlegur skortur er á markvissri fjárfestingu í kynningarmálum og vöruþróun á þessu sviði. Iceland Airwaves byrjaði sem lítið partí árið 1999 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Áhugi útlendinga á að koma til Íslands og upplifa tónlistarviðburði er mikill enda hafa íslenskir tónlistarmenn og tónhöfundar kveikt í ástríðufullum tónlistarunnendum um allan heim með sköpunarkrafti sínum og elju. Það er fyrir þeirra tilstilli að tengslanet og þekking hefur skapast til að þróa viðburði sem varið er í. Airwaves er einungis eitt dæmi um hversu mikil verðmæti er hægt að skapa í samstarfi tónlistar- og ferðamálageirans. Það er hins vegar mikilvægt að þekking tónlistargeirans á vöruþróun í þessum efnum sé viðurkennd. Margt hefur áunnist frá því að Airwaves hóf göngu sína og frá því að byrjað var að benda á nytsemi hátíða til að bjóða heim fólki að utan. Ákveðin sýn á þessum málaflokki var fest í viðamikilli stefnumótun skrifstofunnar sem fram fór sumarið 2010 og hefur verið kynnt víða. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld og bæjaryfirvöld víðs vegar þurfa að fjárfesta markvisst í því að tónlistartengd ferðaþjónusta fái svigrúm til að þróast þannig að hún nýtist bæði sem öflugt tæki til að kynna íslenska tónlist og það umhverfi sem hún á heima í. Hugmyndir, tillögur og þekking er til staðar og um leið mælingar á árangri eins og Iceland Airwaves könnunin sýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á heimasíðu ÚTÓN birtust í vikunni niðurstöður könnunar um veltu vegna komu erlendra ferðamanna á Iceland Airwaves-hátíðina. Fyrir utan menningarlegt gildi hátíðarinnar skapast heilmikil hagræn og samfélagsleg verðmæti. Í könnuninni kemur meðal annars fram að velta erlendra gesta hefur aukist um 55% frá árinu 2010 og nemur upp undir 700 milljónum ef reiknaður er ferðakostnaður gestanna og eyðsla. Árið 2007 þegar ÚTÓN tók til starfa beitti skrifstofan sér fyrir því að gerður yrði listi yfir allar tónlistarhátíðir á landinu sem starfað höfðu samfleytt í meira en þrjú ár. Reyndust þær um 30 talsins. Síðan hefur ÚTÓN átt í samstarfi við Íslandsstofu og ferðamálageirann um að bjóða blaðamönnum, listrænum stjórnendum og kaupendum á hátíðir og viðburði. Í starfi þessu kemur í ljós að tilfinnanlegur skortur er á markvissri fjárfestingu í kynningarmálum og vöruþróun á þessu sviði. Iceland Airwaves byrjaði sem lítið partí árið 1999 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Áhugi útlendinga á að koma til Íslands og upplifa tónlistarviðburði er mikill enda hafa íslenskir tónlistarmenn og tónhöfundar kveikt í ástríðufullum tónlistarunnendum um allan heim með sköpunarkrafti sínum og elju. Það er fyrir þeirra tilstilli að tengslanet og þekking hefur skapast til að þróa viðburði sem varið er í. Airwaves er einungis eitt dæmi um hversu mikil verðmæti er hægt að skapa í samstarfi tónlistar- og ferðamálageirans. Það er hins vegar mikilvægt að þekking tónlistargeirans á vöruþróun í þessum efnum sé viðurkennd. Margt hefur áunnist frá því að Airwaves hóf göngu sína og frá því að byrjað var að benda á nytsemi hátíða til að bjóða heim fólki að utan. Ákveðin sýn á þessum málaflokki var fest í viðamikilli stefnumótun skrifstofunnar sem fram fór sumarið 2010 og hefur verið kynnt víða. En betur má ef duga skal. Stjórnvöld og bæjaryfirvöld víðs vegar þurfa að fjárfesta markvisst í því að tónlistartengd ferðaþjónusta fái svigrúm til að þróast þannig að hún nýtist bæði sem öflugt tæki til að kynna íslenska tónlist og það umhverfi sem hún á heima í. Hugmyndir, tillögur og þekking er til staðar og um leið mælingar á árangri eins og Iceland Airwaves könnunin sýnir.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun