Hagsmunasamtök en ekki stofnun Þuríður Hjartardóttir skrifar 13. janúar 2012 06:00 Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök en ekki opinber stofnun. Það er mikilvægt að hnykkja á þessu því algengt er að fólk geri kröfur til samtakanna rétt eins og þau séu opinber eftirlitsstofnun sem getur kallað eftir gögnum eða sektað verslanir sem grunaðar eru um brot á reglum. Þá kemur mörgum utanfélagsmönnum á óvart að hafa ekki fullan aðgang að lögfræðiráðgjöf eða annarri þjónustu samtakanna. Þótt Neytendasamtökin eigi allt sitt undir félagsmönnum vinna þau að öflugri hagsmunagæslu fyrir alla neytendur í landinu. Það njóta því allir góðs af því starfi sem félagsmenn standa undir með árgjaldi sínu. Á næsta ári eru 60 ár frá stofnun Neytendasamtakanna sem eru ein af elstu samtökum neytenda í heiminum. Bágborinn réttur neytenda á tímum einokunar og hafta á þessum árum var sennilega hvatinn hjá stofnendum samtakanna sem reyndar voru víðsýnir og þekktu vel til markaðsaðstæðna í öðrum löndum. Í dag er ekki síður mikilvægt að hafa öflug hagsmunasamtök neytenda þegar aðferðirnar og tæknin til að seilast í buddu neytenda tekur sífellt á sig nýja mynd. Félagsmenn Neytendasamtakanna voru þegar best lét um 22.000 en hefur farið fækkandi og eru nú um 9.500 talsins. Neytendasamtökin hafa allt frá stofnun rekið neytendaaðstoð sem er opin fyrir alla, en ekki bara félagsmenn. Stjórnvöld hafa gert þjónustusamning við Neytendasamtökin og auk almennrar aðstoðar við neytendur sjá þau um hýsingu úrskurðarnefnda og aðstoð fyrir neytendur á innri markaði EES-svæðisins. Fyrir þessa þjónustu fá samtökin 8,5 millj. frá stjórnvöldum. Sú upphæð hefur haldist óbreytt frá 2009 en það ár var upphæðin lækkuð úr 12 millj. eða um 30%. Það verður að viðurkennast að stór hluti starfs samtakanna fer í að uppfylla þennan þjónustusamning og sú upphæð sem Neytendasamtökin leggja sjálf í þessa þjónustu hækkar ár frá ári. Þjónustan hefur nefnilega haldist óbreytt þó stjórnvöld leggi fram sífellt lægri upphæð til að leiðbeina og aðstoða almenning í neytendamálum. En samtökin hafa sýnt stjórnvöldum skilning vegna bágrar stöðu ríkiskassans. Styrkur samtakanna felst í fjölda félagsmanna og því fleiri félagsmenn sem eru í samtökunum þeim mun sterkari eru þau. Kvartanir og ábendingar sem berast til samtakanna eru teknar alvarlega og málum fylgt eftir. Fyrirtækjum berast daglega erindi frá Neytendasamtökunum þar sem þau eru krafin svara vegna ábendinga sem félagsmenn senda eða hringja inn. Þannig verður aðhald á markaðnum og kemur öllum til góða. Barátta fyrir úrbótum í reglugerðum og lögum er stór hluti af starfinu ásamt ýmsum rannsóknum og miðlun upplýsinga til neytenda. Þessi hluti starfsins þjónar öllum almenningi ekki bara félagsmönnum. En hvað fá þá félagsmenn til viðbótar? Félagsmenn fá aðgang að heimilisbókhaldi samtakanna, þeir fá Neytendablaðið fjórum sinnum á ári og milligöngu Neytendasamtakanna í kvörtunarmálum. Þeir hafa aðgang að gæðakönnunum og verðkönnunum og auk þess geta þeir fengið mælitæki lánað heim til að mæla rafmagnsnotkun heimilistækja sinna. Árgjaldið er 4.950 kr. og með hverjum nýjum félagsmanni er samtökunum gert kleift að veita markaðinum meira aðhald öllum neytendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök en ekki opinber stofnun. Það er mikilvægt að hnykkja á þessu því algengt er að fólk geri kröfur til samtakanna rétt eins og þau séu opinber eftirlitsstofnun sem getur kallað eftir gögnum eða sektað verslanir sem grunaðar eru um brot á reglum. Þá kemur mörgum utanfélagsmönnum á óvart að hafa ekki fullan aðgang að lögfræðiráðgjöf eða annarri þjónustu samtakanna. Þótt Neytendasamtökin eigi allt sitt undir félagsmönnum vinna þau að öflugri hagsmunagæslu fyrir alla neytendur í landinu. Það njóta því allir góðs af því starfi sem félagsmenn standa undir með árgjaldi sínu. Á næsta ári eru 60 ár frá stofnun Neytendasamtakanna sem eru ein af elstu samtökum neytenda í heiminum. Bágborinn réttur neytenda á tímum einokunar og hafta á þessum árum var sennilega hvatinn hjá stofnendum samtakanna sem reyndar voru víðsýnir og þekktu vel til markaðsaðstæðna í öðrum löndum. Í dag er ekki síður mikilvægt að hafa öflug hagsmunasamtök neytenda þegar aðferðirnar og tæknin til að seilast í buddu neytenda tekur sífellt á sig nýja mynd. Félagsmenn Neytendasamtakanna voru þegar best lét um 22.000 en hefur farið fækkandi og eru nú um 9.500 talsins. Neytendasamtökin hafa allt frá stofnun rekið neytendaaðstoð sem er opin fyrir alla, en ekki bara félagsmenn. Stjórnvöld hafa gert þjónustusamning við Neytendasamtökin og auk almennrar aðstoðar við neytendur sjá þau um hýsingu úrskurðarnefnda og aðstoð fyrir neytendur á innri markaði EES-svæðisins. Fyrir þessa þjónustu fá samtökin 8,5 millj. frá stjórnvöldum. Sú upphæð hefur haldist óbreytt frá 2009 en það ár var upphæðin lækkuð úr 12 millj. eða um 30%. Það verður að viðurkennast að stór hluti starfs samtakanna fer í að uppfylla þennan þjónustusamning og sú upphæð sem Neytendasamtökin leggja sjálf í þessa þjónustu hækkar ár frá ári. Þjónustan hefur nefnilega haldist óbreytt þó stjórnvöld leggi fram sífellt lægri upphæð til að leiðbeina og aðstoða almenning í neytendamálum. En samtökin hafa sýnt stjórnvöldum skilning vegna bágrar stöðu ríkiskassans. Styrkur samtakanna felst í fjölda félagsmanna og því fleiri félagsmenn sem eru í samtökunum þeim mun sterkari eru þau. Kvartanir og ábendingar sem berast til samtakanna eru teknar alvarlega og málum fylgt eftir. Fyrirtækjum berast daglega erindi frá Neytendasamtökunum þar sem þau eru krafin svara vegna ábendinga sem félagsmenn senda eða hringja inn. Þannig verður aðhald á markaðnum og kemur öllum til góða. Barátta fyrir úrbótum í reglugerðum og lögum er stór hluti af starfinu ásamt ýmsum rannsóknum og miðlun upplýsinga til neytenda. Þessi hluti starfsins þjónar öllum almenningi ekki bara félagsmönnum. En hvað fá þá félagsmenn til viðbótar? Félagsmenn fá aðgang að heimilisbókhaldi samtakanna, þeir fá Neytendablaðið fjórum sinnum á ári og milligöngu Neytendasamtakanna í kvörtunarmálum. Þeir hafa aðgang að gæðakönnunum og verðkönnunum og auk þess geta þeir fengið mælitæki lánað heim til að mæla rafmagnsnotkun heimilistækja sinna. Árgjaldið er 4.950 kr. og með hverjum nýjum félagsmanni er samtökunum gert kleift að veita markaðinum meira aðhald öllum neytendum til hagsbóta.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun