Misskilningur í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011? Leifur Geir Hafsteinsson skrifar 7. janúar 2012 06:00 Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ. Nánari skoðun á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins leiðir hins vegar í ljós að þetta er leiður og óheppilegur misskilningur. Þau atriði reglugerðarinnar (sjá http://sportpress.is/logfelagsins.htm) sem koma þessu máli við segja: Í 1. grein: „Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert íþróttamann ársins sem skarað hefur framúr.“ Í 2. grein: „Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar innan SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“ Í 4. grein: „Aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. Ef íþróttamaður utan ÍSÍ fær atkvæði er sá atkvæðaseðill ógildur.“ Í fyrstu greininni kemur fram að verðlauna á þann íþróttamann sem skarað hefur fram úr, án skilyrðis um það hvort íþróttagreinin sem afrekið var unnið í, heyri undir ÍSÍ eða ekki. Það verður ekki annað séð en að Anníe uppfylli öll skilyrði annarrar greinar. Fyrir utan að vinna heimsmeistaramót í sinni íþróttagrein, er Anníe til fyrirmyndar í reglusemi, ástundun og prúðmennsku. Hún hefur sýnt jafnar og stöðugar framfarir undanfarin ár, og það undirstrikar reglusemi hennar og ráðvendni að hún fór í tvö lyfjapróf á árinu 2011, annað framkvæmt af lyfjanefnd ÍSÍ. Í hvorugt skiptið fundust nein merki um ólöglega lyfjanotkun. Í fjórðu greininni kemur fram að þeir íþróttamenn sem kosnir eru þurfa að tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ. Þessi góða grein er líklega sett til að tryggja það meðal annars að íþróttamaður ársins undirgangist regluverk ÍSÍ hvað varðar lyfjanotkun og lyfjaprófanir. Það er hins vegar lykilatriði að það kemur ekkert fram í fjórðu greininni, né annars staðar í reglugerðinni, um að íþróttaafrekið sem verðlaunað er fyrir þurfi að vera í íþrótt sem heyri undir ÍSÍ. Með öðrum orðum: Það að íþróttin CrossFit heyri ekki undir ÍSÍ kemur málinu ekki við, svo lengi sem íþróttamaðurinn sjálfur tilheyri sérsambandi innan ÍSÍ. Anníe Mist gerir það. Hún tilheyrir sérsambandi innan ÍSÍ, Lyftingasambandi Íslands, og var valin lyftingakona ársins 2011 eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet og orðið Íslandsmeistari í 69 kg þyngdarflokki kvenna 2011. Niðurstaða mín er því sú að Anníe Mist hafi verið gjaldgeng til kjörs á Íþróttamanni ársins 2011, og annað af tvennu hafi gerst: 1) Íþróttafréttamenn vissu að Anníe var gjaldgeng en veittu henni ekki atkvæði sín. 2) Íþróttafréttamenn gerðu sér ekki grein fyrir því að Anníe var gjaldgeng í kjörinu, og kusu hana því ekki. Því miður grunar mig að seinni möguleikinn sé sá rétti. Ef svo er, er ljóst að um leiðan misskilning er að ræða, sem vonandi verður leiðréttur hið fyrsta, þannig að Anníe Mist og aðrir keppendur í CrossFit sem jafnframt tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ komi til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ. Nánari skoðun á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins leiðir hins vegar í ljós að þetta er leiður og óheppilegur misskilningur. Þau atriði reglugerðarinnar (sjá http://sportpress.is/logfelagsins.htm) sem koma þessu máli við segja: Í 1. grein: „Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) kjósa ár hvert íþróttamann ársins sem skarað hefur framúr.“ Í 2. grein: „Við val á íþróttamanni ársins skulu atkvæðisbærir félagar innan SÍ taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á við um. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara.“ Í 4. grein: „Aðeins íþróttamenn sem tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. Ef íþróttamaður utan ÍSÍ fær atkvæði er sá atkvæðaseðill ógildur.“ Í fyrstu greininni kemur fram að verðlauna á þann íþróttamann sem skarað hefur fram úr, án skilyrðis um það hvort íþróttagreinin sem afrekið var unnið í, heyri undir ÍSÍ eða ekki. Það verður ekki annað séð en að Anníe uppfylli öll skilyrði annarrar greinar. Fyrir utan að vinna heimsmeistaramót í sinni íþróttagrein, er Anníe til fyrirmyndar í reglusemi, ástundun og prúðmennsku. Hún hefur sýnt jafnar og stöðugar framfarir undanfarin ár, og það undirstrikar reglusemi hennar og ráðvendni að hún fór í tvö lyfjapróf á árinu 2011, annað framkvæmt af lyfjanefnd ÍSÍ. Í hvorugt skiptið fundust nein merki um ólöglega lyfjanotkun. Í fjórðu greininni kemur fram að þeir íþróttamenn sem kosnir eru þurfa að tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ. Þessi góða grein er líklega sett til að tryggja það meðal annars að íþróttamaður ársins undirgangist regluverk ÍSÍ hvað varðar lyfjanotkun og lyfjaprófanir. Það er hins vegar lykilatriði að það kemur ekkert fram í fjórðu greininni, né annars staðar í reglugerðinni, um að íþróttaafrekið sem verðlaunað er fyrir þurfi að vera í íþrótt sem heyri undir ÍSÍ. Með öðrum orðum: Það að íþróttin CrossFit heyri ekki undir ÍSÍ kemur málinu ekki við, svo lengi sem íþróttamaðurinn sjálfur tilheyri sérsambandi innan ÍSÍ. Anníe Mist gerir það. Hún tilheyrir sérsambandi innan ÍSÍ, Lyftingasambandi Íslands, og var valin lyftingakona ársins 2011 eftir að hafa sett þrjú Íslandsmet og orðið Íslandsmeistari í 69 kg þyngdarflokki kvenna 2011. Niðurstaða mín er því sú að Anníe Mist hafi verið gjaldgeng til kjörs á Íþróttamanni ársins 2011, og annað af tvennu hafi gerst: 1) Íþróttafréttamenn vissu að Anníe var gjaldgeng en veittu henni ekki atkvæði sín. 2) Íþróttafréttamenn gerðu sér ekki grein fyrir því að Anníe var gjaldgeng í kjörinu, og kusu hana því ekki. Því miður grunar mig að seinni möguleikinn sé sá rétti. Ef svo er, er ljóst að um leiðan misskilning er að ræða, sem vonandi verður leiðréttur hið fyrsta, þannig að Anníe Mist og aðrir keppendur í CrossFit sem jafnframt tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ komi til greina í kjöri á íþróttamanni ársins 2012.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun