Íþrótta- og tómstundaráð 25 ár í fararbroddi Kjartan Magnússon skrifar 7. janúar 2012 06:00 Öflugt æskulýðsstarf fer fram í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Félagsmiðstöðvarnar eru nú 23 talsins og þar til nú hefur ÍTR annast rekstur þeirra. Allir á aldrinum 10-15 ára eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar og þar er m.a. leitast við að gefa þeim einstaklingum kost á heilbrigðum og uppbyggilegum frístundum, sem ekki taka þátt í íþróttastarfi félaga eða félagsstarfi í skólum. ÍTR stendur fyrir ýmsu öðru æskulýðsstarfi og má þar nefna Hitt húsið, sem nýtt er af ungmennum á aldrinum 16-25 ára, Ungmennaráð fyrir 13-18 ára, Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna og siglingaklúbbinn Siglunes í Nauthólsvík. Öflugt æskulýðs- og frístundastarfÍ Reykjavík eru starfræktar sex frístundamiðstöðvar, 34 frístundaheimili og fjórir frístundaklúbbar fyrir fötluð börn. 6-9 ára börn fara í frístundaheimili að loknum hefðbundnum skóladegi og á síðustu ellefu árum hefur ÍTR unnið sleitulaust að uppbyggingu og þróun þessa frístundastarfs með góðum árangri. Farsæl starfsemi ÍTRStjórnmálamenn koma og fara. Í 25 ára sögu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hafa sjö einstaklingar gegnt þar formennsku. Allir hafa þeir haft ríkan metnað fyrir hönd ráðsins og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er hægt að fjalla um stjórnun málaflokksins án þess að víkja að Ómari Einarssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri ÍTR frá upphafi. Hefur Ómar gegnt því starfi allan tímann af miklum krafti og einurð með vaskan hóp starfsmanna sér við hlið. Eru fáir embættismenn ef nokkrir, sem gera sér jafngóða grein fyrir því að þeir eru fyrst og fremst í þjónustu fólksins í borginni og leggja sig fram við að leysa af lipurð mörg aðsteðjandi vandamál en láta þó ekki undan ósanngjörnum kröfum og heimtufrekju gagnvart skattgreiðendum, sem embættismenn borgarinnar standa einnig frammi fyrir í ríkum mæli. Í aldarfjórðung hafa Reykvíkingar verið afar ánægðir með starfsemi ÍTR. Í viðhorfs- og þjónustukönnunum hefur ÍTR ætíð verið í fremstu röð og oftast verið sú borgarstofnun, sem hæstu ánægjueinkunn hefur fengið meðal borgarbúa. Á starfstíma ÍTR hafa starfsmenn þess hvað eftir annað gripið tækifærið til að bæta starfsemina og náð miklum árangri á því sviði. Það hefur ekki verið á forsendum þess að breyta þurfi breytinganna vegna, heldur á grundvelli vandaðra vinnubragða og viðurkenndrar breytingastjórnunar. Undarleg afmælisgjöfÞað olli því furðu og vonbrigðum þegar núverandi meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins ákvað á afmælisárinu, án haldbærra skýringa, að kljúfa starfsemi ÍTR, þar sem borgarfulltrúi Besta flokksins fer með formennsku, í herðar niður og færa stóran hluta starfseminnar til annars ráðs borgarinnar, þar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma. Um er að ræða sex frístundamiðstöðvar, 23 félagsmiðstöðvar, 34 frístundaheimili og fjóra frístundaklúbba fyrir fötluð börn. Voru þessar breytingar unnar með ótrúlega óvönduðum hætti af hálfu meirihlutans. Var þeim síðan hrint í framkvæmd í andstöðu við vilja mikils meirihluta starfsmanna og án þess að þeir eða notendur þjónustunnar fengju á því skýringar eða væri gefinn tími til að tjá sig um breytingarnar með eðlilegum hætti. Ráðist var í breytingarnar án þess að stefnumörkun eða framtíðarsýn lægi fyrir eða að sýnt væri fram á með nokkrum hætti að þær skiluðu hagræðingu. Lét meirihlutinn sjálfsagðar ábendingar starfsmanna og annarra fagaðila um mikilvægi eðlilegrar undirbúningsvinnu, áður en ákvarðanir um breytingar yrðu teknar, sem vind um eyru þjóta. Ríkti lítil afmælisstemmning hjá starfsfólki ÍTR á afmælisárinu vegna þessa, en sem fyrr lagði það sig þó allt fram í störfum sínum. Vil ég af heilum hug þakka öflugu starfsliði ÍTR undanfarinn aldarfjórðung fyrir gott starf að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum, í þágu uppvaxandi kynslóðar borgarbúa, og vona að framtíð málaflokksins sé björt. Landsmönnum öllum óska ég gleðilegs árs og friðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt æskulýðsstarf fer fram í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Félagsmiðstöðvarnar eru nú 23 talsins og þar til nú hefur ÍTR annast rekstur þeirra. Allir á aldrinum 10-15 ára eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar og þar er m.a. leitast við að gefa þeim einstaklingum kost á heilbrigðum og uppbyggilegum frístundum, sem ekki taka þátt í íþróttastarfi félaga eða félagsstarfi í skólum. ÍTR stendur fyrir ýmsu öðru æskulýðsstarfi og má þar nefna Hitt húsið, sem nýtt er af ungmennum á aldrinum 16-25 ára, Ungmennaráð fyrir 13-18 ára, Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna og siglingaklúbbinn Siglunes í Nauthólsvík. Öflugt æskulýðs- og frístundastarfÍ Reykjavík eru starfræktar sex frístundamiðstöðvar, 34 frístundaheimili og fjórir frístundaklúbbar fyrir fötluð börn. 6-9 ára börn fara í frístundaheimili að loknum hefðbundnum skóladegi og á síðustu ellefu árum hefur ÍTR unnið sleitulaust að uppbyggingu og þróun þessa frístundastarfs með góðum árangri. Farsæl starfsemi ÍTRStjórnmálamenn koma og fara. Í 25 ára sögu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hafa sjö einstaklingar gegnt þar formennsku. Allir hafa þeir haft ríkan metnað fyrir hönd ráðsins og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er hægt að fjalla um stjórnun málaflokksins án þess að víkja að Ómari Einarssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri ÍTR frá upphafi. Hefur Ómar gegnt því starfi allan tímann af miklum krafti og einurð með vaskan hóp starfsmanna sér við hlið. Eru fáir embættismenn ef nokkrir, sem gera sér jafngóða grein fyrir því að þeir eru fyrst og fremst í þjónustu fólksins í borginni og leggja sig fram við að leysa af lipurð mörg aðsteðjandi vandamál en láta þó ekki undan ósanngjörnum kröfum og heimtufrekju gagnvart skattgreiðendum, sem embættismenn borgarinnar standa einnig frammi fyrir í ríkum mæli. Í aldarfjórðung hafa Reykvíkingar verið afar ánægðir með starfsemi ÍTR. Í viðhorfs- og þjónustukönnunum hefur ÍTR ætíð verið í fremstu röð og oftast verið sú borgarstofnun, sem hæstu ánægjueinkunn hefur fengið meðal borgarbúa. Á starfstíma ÍTR hafa starfsmenn þess hvað eftir annað gripið tækifærið til að bæta starfsemina og náð miklum árangri á því sviði. Það hefur ekki verið á forsendum þess að breyta þurfi breytinganna vegna, heldur á grundvelli vandaðra vinnubragða og viðurkenndrar breytingastjórnunar. Undarleg afmælisgjöfÞað olli því furðu og vonbrigðum þegar núverandi meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins ákvað á afmælisárinu, án haldbærra skýringa, að kljúfa starfsemi ÍTR, þar sem borgarfulltrúi Besta flokksins fer með formennsku, í herðar niður og færa stóran hluta starfseminnar til annars ráðs borgarinnar, þar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma. Um er að ræða sex frístundamiðstöðvar, 23 félagsmiðstöðvar, 34 frístundaheimili og fjóra frístundaklúbba fyrir fötluð börn. Voru þessar breytingar unnar með ótrúlega óvönduðum hætti af hálfu meirihlutans. Var þeim síðan hrint í framkvæmd í andstöðu við vilja mikils meirihluta starfsmanna og án þess að þeir eða notendur þjónustunnar fengju á því skýringar eða væri gefinn tími til að tjá sig um breytingarnar með eðlilegum hætti. Ráðist var í breytingarnar án þess að stefnumörkun eða framtíðarsýn lægi fyrir eða að sýnt væri fram á með nokkrum hætti að þær skiluðu hagræðingu. Lét meirihlutinn sjálfsagðar ábendingar starfsmanna og annarra fagaðila um mikilvægi eðlilegrar undirbúningsvinnu, áður en ákvarðanir um breytingar yrðu teknar, sem vind um eyru þjóta. Ríkti lítil afmælisstemmning hjá starfsfólki ÍTR á afmælisárinu vegna þessa, en sem fyrr lagði það sig þó allt fram í störfum sínum. Vil ég af heilum hug þakka öflugu starfsliði ÍTR undanfarinn aldarfjórðung fyrir gott starf að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum, í þágu uppvaxandi kynslóðar borgarbúa, og vona að framtíð málaflokksins sé björt. Landsmönnum öllum óska ég gleðilegs árs og friðar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar