Stefnulaust háskólakerfi? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2012 16:15 Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn. Ég stend með háskólanum. Hagur okkar stúdenta er fólginn í því að skólinn sem við hljótum menntun okkar frá sé góður og að á meðan við stundum þar nám sé aðstaðan sem þarf til að þess eins og best verður á kosið. Hækkun skrásetningargjalda mun óneitanlega verða stór biti fyrir marga nemendur. En þegar háskólinn framvísar gögnum sem sýna að hann neyðist til að nýta hluta rekstrarfjár til að mæta kostnaði við skráningu nemenda er erfitt að standa í vegi umræddrar hækkunar. Fjárskorturinn kemur með beinum hætti niður á nemendum og námsgæðum í skólanum. Í ljósi þessa er kominn tími til að yfirvöld geri grein fyrir sínu. Niðurskurður til skólans á sama tíma og leyfð er hækkun skrásetningargjalda lítur í mínum augum einfaldlega út eins og upphaf skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar eru látnir mæta niðurskurði. Þótt afmælisgjöf yfirvalda til Háskóla Íslands hafi verið vegleg á enn eftir að standa við gefin loforð og þó svo verði þarf meira til. Gjöfin kann að brúa mikilvægt bil en hún breytir ekki þeirri grundvallarskekkju sem er í fjármögnun íslenskra háskóla. Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum þeim sem stunda nám við skólann. Á sama tíma eru atvinnuleitendur hvattir í nám og skólinn vex ört. Það liggur í augum uppi að þetta mun ekki ganga til lengdar og nú þegar stefnir í að gerðar verði grundvallarbreytingar á inntöku stúdenta í Háskóla Íslands. Því spyr ég – hvers konar háskólakerfi vilja yfirvöld hafa á Íslandi? Nú er rétti tíminn til að móta það til framtíðar og bæta þá galla sem allt of lengi hafa verið á því. Nóg er komið af því að aðeins sé horft fjögur ár fram í tímann, stúdentar kalla eftir framtíðarsýn um fjármögnun og rekstur íslenskra háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn. Ég stend með háskólanum. Hagur okkar stúdenta er fólginn í því að skólinn sem við hljótum menntun okkar frá sé góður og að á meðan við stundum þar nám sé aðstaðan sem þarf til að þess eins og best verður á kosið. Hækkun skrásetningargjalda mun óneitanlega verða stór biti fyrir marga nemendur. En þegar háskólinn framvísar gögnum sem sýna að hann neyðist til að nýta hluta rekstrarfjár til að mæta kostnaði við skráningu nemenda er erfitt að standa í vegi umræddrar hækkunar. Fjárskorturinn kemur með beinum hætti niður á nemendum og námsgæðum í skólanum. Í ljósi þessa er kominn tími til að yfirvöld geri grein fyrir sínu. Niðurskurður til skólans á sama tíma og leyfð er hækkun skrásetningargjalda lítur í mínum augum einfaldlega út eins og upphaf skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar eru látnir mæta niðurskurði. Þótt afmælisgjöf yfirvalda til Háskóla Íslands hafi verið vegleg á enn eftir að standa við gefin loforð og þó svo verði þarf meira til. Gjöfin kann að brúa mikilvægt bil en hún breytir ekki þeirri grundvallarskekkju sem er í fjármögnun íslenskra háskóla. Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum þeim sem stunda nám við skólann. Á sama tíma eru atvinnuleitendur hvattir í nám og skólinn vex ört. Það liggur í augum uppi að þetta mun ekki ganga til lengdar og nú þegar stefnir í að gerðar verði grundvallarbreytingar á inntöku stúdenta í Háskóla Íslands. Því spyr ég – hvers konar háskólakerfi vilja yfirvöld hafa á Íslandi? Nú er rétti tíminn til að móta það til framtíðar og bæta þá galla sem allt of lengi hafa verið á því. Nóg er komið af því að aðeins sé horft fjögur ár fram í tímann, stúdentar kalla eftir framtíðarsýn um fjármögnun og rekstur íslenskra háskóla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun