Nýr Landspítali: Aukin þjónustuþörf kallar á betri og sérhæfðari spítalaþjónustu Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar 10. janúar 2012 06:00 Í umræðunni um húsnæðismál Landspítala ættu þarfir sjúklinga að vera höfuðatriðið. Stórfelldar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum. Stórir árgangar eftirstríðsáranna eru nú að hluta til komnir á sjötugsaldur, en sextugir og eldri eru þeir sem langmest þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Árið 2025 mun sjötugum og eldri hafa fjölgað um 40% frá því sem nú er og árið 2030 um 60%. Engin leið er að mæta þessari auknu þjónustuþörf án stórfelldra úrbóta í húsnæðismálum þeirra spítala sem helst munu sinna þessu verkefni, Landspítala og FSA. Aukin sérhæfing og teymisvinna – tími einyrkjahugsunar liðinnÞjónusta sjúkrahúsa í öllum þróuðum löndum, þar með talið á Íslandi, þróast ört í þá átt að hún þjappast saman í stærri einingar. Framfarir í meðferð sjúkdóma eru á sama tíma mjög örar. Samnefnari þessa er aukin sérhæfing, sem þýðir að heilbrigðisstarfsmenn dýpka þekkingu sína en á sama tíma þrengist þekkingarsvið hvers og eins. Til þess að háskólasjúkrahúsið geti fengist við allt það sem að höndum ber þarf þar að fjölga í áhöfninni svo þekkingarbreiddin sé tryggð. Víðast hvar er brugðist við þessu með því að sameina sjúkrahús. Tími einyrkjahugsunar í sjúkrahúsþjónustu er liðinn en nútíma þjónusta einkennist sífellt meir af teymisvinnu. Núverandi húsnæði vart boðlegt sjúklingumAllir sem til þekkja viðurkenna þörf á stórfelldum úrbótum í húsnæðismálum Landspítala og það er ekki ásættanlegt - hvorki faglega né fjárhagslega - að bíða betri tíma með uppbyggingu spítalans eða leysa málið tímabundið með endurbyggingu og viðbyggingum. Endurbygging eldra húsnæðis kostar a.m.k. 50% af nýbyggingu og verður engu að síður ófullnægjandi. Ástæður þess eru margar. Rannsóknir sýna að með einbýlum með salerni fyrir sjúklinga fækkar spítalasýkingum um allt að 45%. Slíkar sýkingar er gífurlega dýrt að meðhöndla og í sumum tilvikum verður ekki við þær ráðið. Að fenginni þessari vitneskju er annað en einbýli ekki boðlegt. Eru þó fjölmargir aðrir kostir einbýlanna ótaldir svo sem möguleiki til að framfylgja sjálfsögðum og löglegum fyrirmælum um friðhelgi einkalífs sjúklinganna. Ef endurnýja á eldri legudeildir á þennan máta nást ekki nema 14–15 legurými á hverri deild en sú stærð er óhagkvæm. Flestar eldri byggingar Landspítala eru ekki nægilega breiðar til þess að sjúkradeildum verði haganlega fyrir komið. Samhengi og flæði gengur engan veginn upp í svo ósamstæðu og dreifðu húsnæði sem um ræðir. Skipting sérgreina milli Fossvogs og Hringbrautar veldur óþægindum fyrir sjúklinga og ýmsum vandkvæðum í rekstri spítalans. Flutningar sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar eru töluvert miklir og oft á tíðum áhættusamir. Í öllu eldra húsnæði spítalans er lofthæð og burðarþol takmarkandi þáttur svo nýta megi nýjustu tækni hvað tækjabúnað varðar. Takmörkuð lofthæð er ein ástæða þess að verið er nú að rífa stæðilegar sjúkrahúsbyggingar frá sjöunda og áttunda áratugnum og byggja nýtt bæði vestan hafs og austan. Þurfum að standast alþjóðlegar kröfurSýnin um að veita megi alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám á íslenska háskólaspítalanum virðist fjarlæg án þess að húsnæði veiti umgjörð sem stenst alþjóðlegar kröfur. Með sameiningu spítalanna í Reykjavík opnuðust möguleikar til þess hvað varðar stærð spítalans, samþjöppun þekkingar, fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella til að standa undir kennslu og sérfræðiþjálfun heilbrigðisstarfsmanna. Byggingar þær sem nú eru í hönnun eru hugsaðar sem fyrsti áfangi í heildstæðri uppbyggingu háskólasjúkrahúss sem þjóna mun því hlutverki sem að framan er lýst næstu áratugina. Nútímaleg umgjörð spítalans er auk alls annars ekki síður mikilvæg en launakjör til þess að heilbrigðisstarfsmenn sem lokið hafa framhaldsnámi erlendis sjái sér fært að flytja heim aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í umræðunni um húsnæðismál Landspítala ættu þarfir sjúklinga að vera höfuðatriðið. Stórfelldar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum. Stórir árgangar eftirstríðsáranna eru nú að hluta til komnir á sjötugsaldur, en sextugir og eldri eru þeir sem langmest þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Árið 2025 mun sjötugum og eldri hafa fjölgað um 40% frá því sem nú er og árið 2030 um 60%. Engin leið er að mæta þessari auknu þjónustuþörf án stórfelldra úrbóta í húsnæðismálum þeirra spítala sem helst munu sinna þessu verkefni, Landspítala og FSA. Aukin sérhæfing og teymisvinna – tími einyrkjahugsunar liðinnÞjónusta sjúkrahúsa í öllum þróuðum löndum, þar með talið á Íslandi, þróast ört í þá átt að hún þjappast saman í stærri einingar. Framfarir í meðferð sjúkdóma eru á sama tíma mjög örar. Samnefnari þessa er aukin sérhæfing, sem þýðir að heilbrigðisstarfsmenn dýpka þekkingu sína en á sama tíma þrengist þekkingarsvið hvers og eins. Til þess að háskólasjúkrahúsið geti fengist við allt það sem að höndum ber þarf þar að fjölga í áhöfninni svo þekkingarbreiddin sé tryggð. Víðast hvar er brugðist við þessu með því að sameina sjúkrahús. Tími einyrkjahugsunar í sjúkrahúsþjónustu er liðinn en nútíma þjónusta einkennist sífellt meir af teymisvinnu. Núverandi húsnæði vart boðlegt sjúklingumAllir sem til þekkja viðurkenna þörf á stórfelldum úrbótum í húsnæðismálum Landspítala og það er ekki ásættanlegt - hvorki faglega né fjárhagslega - að bíða betri tíma með uppbyggingu spítalans eða leysa málið tímabundið með endurbyggingu og viðbyggingum. Endurbygging eldra húsnæðis kostar a.m.k. 50% af nýbyggingu og verður engu að síður ófullnægjandi. Ástæður þess eru margar. Rannsóknir sýna að með einbýlum með salerni fyrir sjúklinga fækkar spítalasýkingum um allt að 45%. Slíkar sýkingar er gífurlega dýrt að meðhöndla og í sumum tilvikum verður ekki við þær ráðið. Að fenginni þessari vitneskju er annað en einbýli ekki boðlegt. Eru þó fjölmargir aðrir kostir einbýlanna ótaldir svo sem möguleiki til að framfylgja sjálfsögðum og löglegum fyrirmælum um friðhelgi einkalífs sjúklinganna. Ef endurnýja á eldri legudeildir á þennan máta nást ekki nema 14–15 legurými á hverri deild en sú stærð er óhagkvæm. Flestar eldri byggingar Landspítala eru ekki nægilega breiðar til þess að sjúkradeildum verði haganlega fyrir komið. Samhengi og flæði gengur engan veginn upp í svo ósamstæðu og dreifðu húsnæði sem um ræðir. Skipting sérgreina milli Fossvogs og Hringbrautar veldur óþægindum fyrir sjúklinga og ýmsum vandkvæðum í rekstri spítalans. Flutningar sjúklinga milli Fossvogs og Hringbrautar eru töluvert miklir og oft á tíðum áhættusamir. Í öllu eldra húsnæði spítalans er lofthæð og burðarþol takmarkandi þáttur svo nýta megi nýjustu tækni hvað tækjabúnað varðar. Takmörkuð lofthæð er ein ástæða þess að verið er nú að rífa stæðilegar sjúkrahúsbyggingar frá sjöunda og áttunda áratugnum og byggja nýtt bæði vestan hafs og austan. Þurfum að standast alþjóðlegar kröfurSýnin um að veita megi alþjóðlega viðurkennt framhaldsnám á íslenska háskólaspítalanum virðist fjarlæg án þess að húsnæði veiti umgjörð sem stenst alþjóðlegar kröfur. Með sameiningu spítalanna í Reykjavík opnuðust möguleikar til þess hvað varðar stærð spítalans, samþjöppun þekkingar, fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella til að standa undir kennslu og sérfræðiþjálfun heilbrigðisstarfsmanna. Byggingar þær sem nú eru í hönnun eru hugsaðar sem fyrsti áfangi í heildstæðri uppbyggingu háskólasjúkrahúss sem þjóna mun því hlutverki sem að framan er lýst næstu áratugina. Nútímaleg umgjörð spítalans er auk alls annars ekki síður mikilvæg en launakjör til þess að heilbrigðisstarfsmenn sem lokið hafa framhaldsnámi erlendis sjái sér fært að flytja heim aftur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun