Fleiri fréttir

Aukapokinn er aðalpokinn

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Á nýútkominni jólaplötu syngur Sigurður Guðmundsson aðventukvæði eftir Braga Valdimar Skúlason sem hefst svona: „Á fyrsta sunnudegi aðventunnar ég ek til kaupmannsins í einum rykk. Því þó að fjárhirslunar gerist grunnar ég geri vel við mig í mat og drykk."

Mun eyða krónu

Pawel Bartoszek skrifar

Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir.

Að stemma stigu við nauðgunum: Skref í rétta átt

Sigríður J. Hjaltested skrifar

Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi.

Samspil valdþáttanna

Haukur Sigurðsson skrifar

Stjórnarvaldinu skiptum við í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta er stundum nefnt þrískipting ríkisvaldsins og á sér rætur í stjórnmálum í nokkrum Evrópuríkjum á 17. og 18. öld. Þar voru þingsinnar í stríði við einvalda konunga og þá sem vildu verða það og deilur hatrammar.

Þessa kýs ég en ekki þessa

Hjörtur Hjartarson skrifar

Ég mun ekki kjósa vini mína á stjórnlagaþing. Vinátta, ein og sér, dugar mér ekki. Alls ekki.

Skriðan

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Fyrir nokkrum árum kom sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, í heimsókn síðla sumars í Heydali. Hann var þá sóknarprestur í Þjóðkirkjunni.

Afhverju ættirðu að kjósa mig?

Sigurvin Jónsson skrifar

Þegar ég ákvað gefa kost á mér til stjórnlagaþings vildi ég gefa fólki kost á því að hafa ekki aðeins val um fræðimenn. Ég er íslenskur alþýðumaður sem berst í barnauppeldi og búskap og veit því nákvæmlega um hvað lífið snýst. stjórnarskráin er fyrir alla.

Persónukjör?

Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar

Kosningalög eru ekki og ættu ekki að vera bundin í stjórnarskrá nema þá í allra mestu grundvallaratriðum, svo sem hvað varðar atkvæðisrétt, kjörgengi og ef til vill kjördæmaskipan. Þó er líklega heppilegast að

Smánarblettur á sögu Íslands

Hjörtur Smárason skrifar

Ísland hefur sem herlaust land sem aldrei hefur átt í stíði ímynd friðarríkis.

Hagsmunaskráning stjórnlagaþingmanna

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings skrifaði ég opið bréf til Dómsmálaráðuneytis þar sem ég kallaði eftir því að frambjóðendum til stjórnlagaþings yrði gert skylt að upplýsa um hagsmunatengsl sín með því að fylla út hagsmunaskráningu. Ég taldi mjög mikilvægt að þetta mál kæmist í umræðuna og reyndi að fá fjölmiðla til liðs við mig án mikils árangurs.

Berum virðingu fyrir stjórnarskránni

Inga Lind Karlsdóttir skrifar

Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg.

Það sem mestu máli skiptir

Hjörvar Pétursson skrifar

Mig langar að vekja athygli á því sem mér finnst skipta allramestu máli við komandi stjórnlagaþing, númer eitt, tvö og þrjú: 1. Farðu og kjóstu á laugardaginn. Hverja þá sem þér líst best á. Það er mikilvægast af öllu. Stjórnlagaþing mun þurfa sterkt umboð frá þjóðinni til að standa að breytingum.

Öruggt samfélag

Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason skrifar

Samfélag er öruggt og gott þegar það uppfyllir grundvallarkröfur um réttlæti, jafnrétti og félagslega velferð, það er gerir öllum kleift að njóta sín á eigin forsendum. Í því velferðarsamfélagi sem hér hefur mótast á síðustu áratugum hefur markvisst verið unnið að því að bæta íslenskt samfélag og gera það öruggara fyrir borgarana. Jafnt aðgengi að

Hvað er þáttökulýðræði?

Gunnar Grímsson skrifar

Ég hef fengið töluvert af spurningum undanfarið um hvað ég meini með þátttökulýðræði og því ljúft og skylt að útskýra það í stuttu máli.

Tær snilld - VG snúið í 180 gráður

Jón Bjarni Jónsson skrifar

Á næstu 3 dögum gætu orðið merk tímamót í íslenskri pólitík, en þá mun byggingarverktakinn Spöng ehf, ná að snúa stórum hluta þingmanna Vinstri Grænna í 180°. Að sögn Gróu á Leiti, þá er talið að þessi snúningur muni hafa mjög jákvæð áhrif á rikisstjórnarsamstarfið og alla ákvörðunartöku þar. Að ekki sé talað um stjórnarandstöðuna, en að sögn, er hún hin kátasta með umskiptin, en reyndar einnig pínulítið svekkt yfir því að hafa ekki hugkvæmst sjálfri, þessi gjörningur.

Þrískipting valdsins – núverandi flækjustig

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Breytingar á stjórnarskrá

Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson skrifar

„ 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.“

Allt nema koma nakin fram

Lára Óskarsdóttir skrifar

„Ég ætla ekki að kjósa þá sem auglýsa“. „Ég ætla ekki að kjósa þá sem eru með þjóðkirkjunni“. „Ég ætla ekki að kjósa þá sem...“ „Hvernig á ég að velja 25 út úr menginu“? „Hvernig á ég að vita hvað hver frambjóðandi stendur fyrir“? Vangaveltur eins og þessar hringsnúast í höfðinu á þjóðinni

Persónur og leikendur

Eiríkur Bergmann skrifar

Stjórnarskrá á ekki að samanstanda af óskalista þeirra sem hljóta kosningu á stjórnlagaþingið. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Áherslur mínar eru því lagar fram til umræðu en eiga ekki að skoðas sem ófrávíkjanlegur kröfulisti.

Ný stjórnarskrá: Fyrir hverja? Fólkið eða kerfið

Pétur Guðjónsson skrifar

Gagnstætt því sem haldið er þá fjalla flestar stjórnarskrá, þar með talin sú dansk-íslenska um það hvernig stjórnkerfið eigi að virka, en afar lítið um fólkið. Jú, jú það eru nokkra setningar um það að ríkið megi ekki þjösnast um of a þegnunum og í seinni tíð, þá er í tísku að bæta við stuttum mannréttindakafla.

Hvernig stjórnlagaþing viljum við?

Kristín Guðmundsdóttir skrifar

Við val á einstaklingum til setu á stjórnlagaþingi þarf að hafa í huga að samsetning þingsins verði þannig að það náist sem breiðastur hópur. Breiðastur í þeim skilningi að hægt verði að nýta fjölþætta reynslu einstaklinganna við þá flóknu vinnu og umræðu sem þar á eftir að fara fram. Það eru gömul sannindi og ný að öll hópavinna byggist á styrkleikum einstaklinga sem taka þátt og útkoman verður eftir því.

Um umhverfis- og auðlindamál

Júlíus Sólnes skrifar

Stjórnlagaþingskosningarnar eru um margt einstæðar. Þetta er fyrsta alvöru tilraun okkar til beins lýðræðis, og sá mikli fjöldi sem býður sig fram, gefur til kynna mikinn áhuga fólks á betra þjóðfélagi á grunni nýrrar stjórnarskrár. Mikil og jákvæð umræða hefur einkennt kosningabaráttuna, og frambjóðendur hafa deilt hugmyndum sínum um nýjan samfélagssáttmála. Mig langar til þess að víkja nokkrum orðum að umhverfismálum fyrir kosninguna á laugardag. Nær allir frambjóðendur eru sammála um, að í stjórnarskrá skuli standa að auðlindir landsins eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Miklu færri hafa látið sig umhyggju fyrir náttúru landsins og umhverfisvernd varða. Ef til vill er fögur náttúra Íslands og nær óspillt hálendið mesta náttúruauðlind okkar.

Strætófarþegar nota ekki bílastæði

Farþegum fjölgar hjá Strætó, sem ekki getur sinnt þessari auknu eftirspurn vegna samdráttar. Sorglegt að geta ekki boðið upp á meiri þjónustu í samræmi við kærkomna eftirspurn.

Heimilin geta ekki veitt lánveitendum afslátt af hruninu

Guðlaugur Kr. Jörundsson skrifar

Stjórnvöld hafa nú í tvö ár barist við greiðsluvanda heimila vegna íbúðalána. Árangurinn hefur staðið á sér og eru stjórnvöld enn á byrjunarreit samráðs. Alvarlegast er þó að ekkert hefur verið barist við sjálfan skuldavandann. Stjórnvöld ætla sér að slá honum á frest, í stað þess að horfast í augu við hann nú. Þessi frestun hamlar því að afleiðingar hrunsins komi fram til fullnustu svo hægt sé að hefja uppbyggingu á hreinu borði.

Athyglissýki á lokastigi

Friðrik Indriðason skrifar

Það var eitt sinn sagt á prenti um þekktan söngvara hérlendis að sá væri með athyglissýki á lokastigi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands virðist einnig þjást af þessum sjúkdómi.

Ísland - fyrirmynd í jafnréttismálum?

Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar

Þeir sem vinna að jafnréttismálum vilja að við Íslendingar séum í fararbroddi á því sviði. Fyrir skömmu var ennfremur greint frá því að hvergi í heiminum væri meira kynjajafnrétti en á Íslandi. Er það svo?

Tvær raðir

Skammdegið færist yfir og skuggi Hrunsins hvílir enn yfir þjóð okkar. Allt bendir til að svo muni verða enn um hríð. Eins og útlitið er nú mun hátíð ljóssins ekki hrekja hann burt. Það er vaxandi fátækt í ríku landi! Þetta er þverstæða en engu að síður raunveruleiki. Það eru tvær raðir að myndast. Önnur heldur uppi ímynd velmegunar en hin er raunveruleiki skugga, óhreinu börnin hennar Evu.

Er landinu svona illa stjórnað?

Björn B. Björnsson skrifar

Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vondar og vitlausar ákvarðanir í málaflokki þar sem maður þekkir til.

Er örugglega betrun af vistinni?

Óli Kr. Ármannsson skrifar

Reglulega rata í fréttir frásagnir af misyndismönnum og margvíslegu ofbeldi þeirra. Við fregnir af ítrekuðum ofbeldisverkum manna, sem jafnvel virðast hafa atvinnu af hrottaskap sínum með innheimtu skulda, kalla á spurninguna um hvort ekki sé einhver brotalöm í því hvernig tekið er á þessum málum.

Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á.

Fyrirmynd frá Suður-Afríku

Þorvaldur Gylfason skrifar

Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum.

Stjórnarskráin og breytingar

Birna Kristbjörg Björnsdóttir skrifar

Þarf að breyta stjórnarskránni og er rétti tíminn núna. Já, það er ljóst að það þarf að breyta en auðvitað alltaf spurning hvenær rétti tíminn er til þess. Það hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að gera það núna.

Merkingarlaust kjaftæði?

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings.

Lýðræðisleg þátttaka almennings

Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar

Stjórnlagaþingi er ætlað samkvæmt lögum um það að fjalla um átta tilgreind atriði og er lýðræðisleg þátttaka almennings eitt þeirra atriði. Í þessum pistli er fjallað um þrjú atriði sem mér finnst mikilvæg varðandi þátttöku almennings í ákvörðunum og með hvaða hætti má draga úr áhrifum þess sem stundum er kallað stjórnmálastéttin.

Þjóðaratkvæðagreiðslur - hvers vegna og hvenær?

Stefán Gíslason skrifar

Ein af megináherslunum í framboði mínu til Stjórnlagaþings er að fólkið í landinu geti haft meiri áhrif á ákvarðanir stjórnvalda en gert er ráð fyrir í núverandi stjórnkerfi, m.a. með því að tiltekinn hluti kjósenda og tiltekinn fjöldi Alþingismanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál.

Áhrifameiri kjósendur

Hjörtur Hjartarson skrifar

Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com.

Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins núna?

Reynir Grétarsson skrifar

Ég myndi segja að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé ekki eitt af mikilvægustu úrlausnarefnunum núna. Þjóðin er í ákveðnu uppnámi eftir hrunið og í slíku ástandi eiga menn helst ekki að taka stórar ákvarðanir.

Sáttmáli um fullveldi og sjálfstæði

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.

Þrískipting valdsins

Þórhildur Þorleifsdóttir skrifar

Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald eru þrjár meginstoðir stjórnskipunar samfélagsins. Það er mikilvægt að styrkja þær og tryggja sjálfstæði þeirra, annars er þessi þrískipting marklaus.

Sjá næstu 50 greinar