Fleiri fréttir

Gleðiefnið hækkun framfærslu í Reykjavík

Ágúst Már Garðarsson skrifar

Það er kannski til merkis um að við séum að gera eitthvað rétt þegar enginn er ánægður, Sjálfstæðismönnum þykir vitleysa að hækka framfærsluna en kjósa samt ekki gegn henni eins og sannfæring þeirra virðist vera fyrir, það þykir mér undarlegt, hjásetan býður svo sem upp á

Að stemma stigu við nauðgunum

Sigríður J. Hjaltested skrifar

Það hlýtur að teljast sjálfsögð krafa að nauðganir, rétt eins og aðrir alvarlegir glæpir, eigi sér ekki stað. Séum við raunsæ gerum við hins vegar „aðeins“ þá kröfu að fækka nauðgunum. Ef gengið er út frá að þetta sé markmiðið er næst að spyrja sig hvaða leiðir séu vænlegastar til að ná því. Sumir hafa lagt á það áherslu að nauðsynlegt sé að fjölga sakfellingum í nauðgunarmálum. Með því móti fái brotaþolar staðfestingu á því að hinn ákærði hafi brotið gegn þeim. Einnig séu ákveðin varnaðaráhrif í því fólgin.

Kjördæmapotið - úrelt vinnubrögð sem ekki þola dagsljósið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Meðferð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, á málefnum vistheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarna daga, gefur innsýn í vinnubrögð sem sumir héldu kannski að heyrðu sögunni til en eimir þó enn eftir af.

Er nokkur nýnasisti í framboði

Einar Júlíusson skrifar

Af upplýsingum kosningablaðsins sést að meginmáli skiptir hver settur er í fyrsta sæti en minnstu máli hverjir fara í neðstu sætin. Þá getur harðskeyttur hópur komið manni að þó að hann sé ekki mjög stór.

Ef Jón Gnarr væri kona

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Stundum er sem kona megi vart hripa skoðun sína niður á blað án þess að vera sökuð um að vera skrækróma. Fjölmiðlagúrúinn Óli Tynes afskrifaði gagnrýnendur Gillzenegger, meðhöfundar símaskrárinnar, af einstakri rökfestu á dögunum með því að kalla þá skræka dólgfemínista.

Spurt og svarað um stjórnarskrána

Þorvaldur Gylfason skrifar

Kjósandi lagði fyrir mig átta spurningar. Mig langar að deila þeim og svörunum við þeim með lesendum Vísis.

Vandinn að velja

Haukur Jóhannsson skrifar

Á vefsíðu http://simnet.is/~hj.vst er að finna KROSSASKRÁ um afstöðu frambjóðenda (til stjórnlagaþings) til nokkurra álitamála. Þau álitamál sem spurt er um snerta ekki öll stjórnarskrána beinlínis, en svörin geta auðveldað kjósendum val á milli frambjóðenda.

Heimssögulegur fundur í Lissabon

Össur Skarphéðinsson skrifar

Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland.

Mætum öll á kjörstað!

María Ágústsdóttir skrifar

Kæri Íslendingur. Hvort sem þér finnst Stjórnlagaþing 2011 nauðsynlegt eður ei langar mig að hvetja þig til að nýta lýðræðislegan rétt þinn til að kjósa á laugardaginn. Þjóðkjörnir fulltrúar okkar hafa veitt þjóðinni sjálfri umboð til að hafa áhrif á þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem staðið hefur fyrir dyrum lengi. Þitt atkvæði skiptir máli svo að tillögur stjórnlagaþingsins verði marktækari.

Virðing eða umburðarlyndi?

Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason skrifar

Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Við getum ekki lengur gefið okkur að allir Íslendingar séu norrænir í útliti, eða mótaðir frá barnæsku af vestrænum hugsunarhætti og kristnum gildum. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við?

Svörum kallinu og kjósum á laugardaginn

Helga Sigurjónsdóttir skrifar

Á laugardaginn kemur þann 27. nóvember gefst kjósendum kostur á því að velja góðan hóp af fólki sem fær það sögulega hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Hvorki meira né minna! Við skulum ekki láta þetta stórkostlega tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið framhjá okkur fara. Hver vill vera fúli kallinn sem hefur allt á hornum sér en leggur ekki einu sinni á sig að mæta á kjörstað?

Í hvernig samfélagi viltu búa?

Halldóra Guðrún Hinriksdóttir skrifar

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings með það að markmiði að styrkja undirstöðu íslensks samfélags. Stjórnarskráin leggur gruninn að Íslensku samfélagi sem ég vil þróa í átt að aukinni þátttöku almennings í stjórn landsins, skýrari stjórnskipan, valdheimildir og ráðstöfunarrétt forseta, ráðherra og þingmanna sem og gera Íslands að landi mannréttinda og friðar.

Skýr og einföld stjórnarskrá dugir ekki til

Gunnar Grímsson skrifar

Margir tala um að stjórnarskráin eigi að vera skýrt og einfalt plagg á mannamáli. Ég er sammála því, svo langt sem það nær. Vandamálið er að það nær ekki nógu langt!

Lýðræðisleg þátttaka almennings

Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar

Stjórnlagaþingi er ætlað samkvæmt lögum um það að fjalla um átta tilgreind atriði og er lýðræðisleg þátttaka almennings eitt þeirra atriði. Í þessum pistli er fjallað um þrjú atriði sem mér finnst mikilvæg varðandi þátttöku almennings í ákvörðunum og með hvaða hætti má draga úr áhrifum þess sem stundum er kallað stjórnmálastéttin.

Þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám

Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Því er gjarnan haldið fram að okkar Stjórnarskrá sé í norrænum anda og á að vera erfitt að breyta henni. En er það svo? Þegar skoðuð eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám sést að þær eru mjög ólíkar.

Þjóðfundarviljinn í Stjórnarskrá

Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Vel heppnaður Þjóðfundur 2010 skilaði frá sér skýrum skilaboðum. Öllum aðalatriðum er ég sammála og sáttur við skilaboðin og get með góðri samvisku sagt að efsta og veigamesta stefnumál mitt sem frambjóðanda númer 7814 sé að hrinda skilaboðum Þjóðfundar 2010 í framkvæmd.

Gallað Stjórnlagaþing, kjósum samt

Sveinn Valfells skrifar

Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leyfar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta.

Þjóðareign, skilgreining

Pétur Óli Jónsson skrifar

Mikið er rætt um að auðlindir skuli vera í sameign. Ég hef sett fram skilgreiningu á þjóðareign. Þessa skilgreiningu ásamt greinagerð, er hægt að lesa í heild sinni á peturoli.com.

Flokksvél Sjálfstæðisflokksins opnuð

Svavar Gestsson skrifar

Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu.

Styð Guðmund Vigni

Sesselja Hauksdóttir og skrifa

Nú stendur fyrir dyrum kosning til stjórnlagaþings sem á að gera tillögur um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Allir um borð!

Sigurjón Jónasson skrifar

Eftir að hafa siglt lygnan sjó í nokkur ár beið íslenska þjóðarskútan skipbrot á haustdögum 2008. Síðan þá hafa stjórnvöld verið að negla fyrir götin á skrokknum og ausa sjó úr skútunni svo við gætum öll haldið siglingunni áfram. En er verið að stíma í rétta átt?

Málfarsfasisminn

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Það er fátt í þessum heimi sem fer meira í taugarnar á mér en vitlaus stafsetning og rangt málfar. Ég geri mér grein fyrir því að með því að játa þetta opna ég í fyrsta lagi fyrir það að fólk eins og ég muni grandskoða þennan pistil í leit að villum og í öðru lagi að ég hljóma alveg hreint ótrúlega leiðinleg í eyrum þeirra sem ekki falla í umræddan hóp.

Þættir sem skipta máli

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum.

Breiðfirsk perla

Erna Arngrímsdóttir skrifar

Þann 4. nóvember sl. komu út frímerki , þar á meðal eitt með málverki Sigurlaugar Jónasdóttur frá Öxney af Pétri Einarssyni frá Arney. Pétur var sannkallaður brautryðjandi í jafnréttismálum þar sem hann nefndi bæði kynin kall minn. Hann var eini maðurinn sem um er vitað sem lagði lóðir á Breiðafirði og sofnaði síðan í bátnum. Pétur sofandi í bátnum með afla sinn er myndefnið.

Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Guðný Jónsdóttir skrifar

Fyrirhugað er að flytja þjónustu við fatlað fólk og lagalegar skyldur svæðisskrifstofa málefna fatlaðra til sveitar­félaga hinn 1. janúar 2011. Í haust héldu Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitar­félaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands málþing um: „Málefni fatlaðs fólks á tímamótum – horft til framtíðar“.

Landið og við

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Oft er það svo að við erum uppteknari af því sem okkur langar í og sækjumst eftir, en því sem við eigum og höfum. Gleðin er kannski ósvikin þegar óskin rætist, en innan skamms verðum við heimablind. Það sem fengið er verður smám saman sjálfsagður hlutur, og áherslan flyst yfir á annað. Þetta á ekki aðeins við um dauða hluti, heldur einnig umhverfi og aðstæður, heilsu, góða vini og fjölskyldu.

Sjálfbær bankastarfsemi

Ari Teitsson skrifar

Hugtakið sjálfbær mun fyrst hafa fengið skýra merkingu í umfjöllun Gro Harlem Brundtland og þá sem hverjar þær athafnir sem þjóna í nútíð án þess að spilla möguleikum framtíðarinnar.

Þjóð andspænis foringja(r)æði

Gunnar Hersveinn skrifar

Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni núna og ekki seinna en það. Ástæðan er sú að í undanfarin áratug hefur landinu verið stjórnað af örfáum körlum og þjóðin hefur glatað sambandi sínu við stjórnarskrána.

Hugrekki og ábyrgð þjóðar!

Auður Jónasdóttir skrifar

Síðustu ár hafa verið erfið, traust almennings á stjórnvöldum er lítið og margt sem hefði þurft að fara betur. Ábyrgð sem einstaklingar áttu að bera, meðal annars fyrir ofurlaunin, var fljót að fjúka út í veður og vind. Fjölmiðlar hafa sagt hverja hamfarasöguna á fætur annarri síðustu tvö ár og þolmörk einstaklinga eru orðin verulega þanin, mörgum er jafnvel ofvaxin tilhugsunin um að opna gluggapóstinn sinn um mánaðamót. Í svona aðstæðum getur verið erfitt að hugsa til framtíðar, en einmitt þá er mikilvægast að horfa fram á veginn.

Auðlindirnar og stjórnarskráin

Hjalti Hugason og Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar

Það er margt sem gerir fólk að þjóð umfram sameiginlega stjórnarskrá, lög og réttarreglur. Okkur Íslendingum er tamt að benda á sameiginlega tungu og sögu. Margir bæta við sameiginlegri trú. Á 21. öld má reikna með að svörin breytist. Stöðugt fleiri bætast í okkar raðir sem eiga annað móðurmál, aðra sögu og aðra trú. Við verðum að búa okkur undir að hér verði fjölmenningarlegt samfélag á borð við það sem gerist í grannlöndum okkar. Ef okkur auðnast að taka vel á móti þeim sem hingað kjósa að flytjast mun fjölbreytileikinn auðga samfélag okkar. Fjölmenning er því ögrun en ekki ógn.

Réttindi lýðs og þjóðar

Eiríkur Bergmann skrifar

Í stjórnlagaþingskjörinu hef ég lagt fram sex áhersluatriði sem ég myndi vilja taka til umræðu. Ég tek fram að hér er ekki um að ræða háheilagan kröfulista heldur þau málefni sem mér finnst að stjórnlagaþingið eigi að ræða með opnum hug.

Réttur okkar til upplýsinga og friðhelgi einkalífsins

Hjörtur Smárason skrifar

Gagnsæi hefur verið tískuorðið í stjórnmálum að undanförnu og ekki að undra þegar þjóðin upplifir það að hafa verið blekkt af stjórnvöldum og raunverulegu ástandi í efnahagsmálum þjóðarinnar leynt. Gagnsæi er nauðsynlegt til að almenningur og fjölmiðlar geti veitt stjórnvöldum aðhald.

Umhverfi og sjálfbær þróun í stjórnarskrá

Stefán Gíslason skrifar

Helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til Stjórnlagaþings er umhyggja mín fyrir íslenskri náttúru og komandi kynslóðum. Ég vil sem sagt að hagsmuna íslenskrar náttúru og komandi kynslóða verði verði vel gætt í

Ný stjórnarskrá, til hvers?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna.

Ráðning dómara undir hatti forsetaembættisins

Lárus Jón Guðmundsson skrifar

Það er ekki sérstaklega tekið fram í stjórnarskránni hver á að ráða dómara. Samkvæmt 20. grein er það „Forseti lýðveldisins [sem] veitir þau embætti, er lög mæla.“ Þarna vil ég skýrari ákvæði.

Stjórnarská fyrir fólkið.

Jónas Pétur Hreinsson skrifar

Núna undanfarið hef ég lagt við hlustir eftir skoðunum fólks og annara frambjóðenda til stjórnlagaþings. Það sem ég hef orðið var við er að mörgum er mjög í mun að herða allar reglur til að stýra löggjafanum, dóms- og framkvæmdavaldinu og setja hörð viðurlög við brotum á þeim greinum

Er fækkun þingmanna raunhæf?

Haukur Arnþórsson skrifar

Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann

Hvaða afleiðingar hefur aðskilnaður ríkis og kirkju?

Dögg Harðardóttir skrifar

Í umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju undanfarið hefur hvergi opinberlega verið rætt um hvað aðskilnaður í raun og veru þýðir. Bent hefur verið á að við aðskilnað þyrfti ríkið að skila aftur jörðum sem kirkjan lét af hendi í samningi við ríkið og það ferli gæti reynst býsna flókið. Aðskilnaðarsinnar vilja hins vegar vinda sér í þá vinnu rétt eins og hún verði afgreidd á einni nóttu. Það sem mig langar til að benda á er sú þjónustuskerðing sem íbúar þessa lands gætu orðið fyrir ef þjóðkirkjan hættir að njóta fjárhagslegs stuðnings ríkisins.

Á stjórnlagaþing að fjalla um samband ríkis og kirkju?

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um.

Af hverju þarf að breyta stjórnarskránni?

Húni Heiðar Hallsson skrifar

Sigurður Líndal óskaði eftir því í haust að borin yrðu fram rök fyrir því að breyta þurfi stjórnarskránni. Ósk Sigurðar kann að hljóma sem andstaða við væntanlegt stjórnlagaþing en þegar betur

Sjá næstu 50 greinar