Hagsmunaskráning stjórnlagaþingmanna Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:58 Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings skrifaði ég opið bréf til Dómsmálaráðuneytis þar sem ég kallaði eftir því að frambjóðendum til stjórnlagaþings yrði gert skylt að upplýsa um hagsmunatengsl sín með því að fylla út hagsmunaskráningu. Ég taldi mjög mikilvægt að þetta mál kæmist í umræðuna og reyndi að fá fjölmiðla til liðs við mig án mikils árangurs. Hagsmunaskráning þingmanna Það er ekki flókið mál að notast við þá hagsmunaskráningu sem flestir Alþingismenn nota í dag. Þeir fylla út ákveðinn fyrirfram mótaðan 12 atriða lista. Hægt hefði verið að senda listann með tölvupósti á frambjóðendur, láta þá fylla hann út og senda tilbaka og svo hefði hagsmunaskráning verið birt sem ítarefni við hvern frambjóðanda á www.kosning.is kjósendum til glöggvunar. Raunverulegt gagnsæi krefst aðgerða Ég tel að til þess að ná fram raunverulegum breytingum á okkar samfélagi þá þurfum við að ráðast í aðgerðir í stað þess að tala eingöngu um hlutina. Gagnsæi er orð sem mikið hefur verið í umræðunni en það er lýsandi fyrir það hversu skammt við erum á veg komin með það að framkvæma það sem við hugsum að ekki hafi verið kallað eftir hagsmunaskráningu til okkar frambjóðenda til stjórnlagaþings. Þar hefði strax átt að taka fyrsta skrefið inn í nýja framtíð betra samfélags. Úr þessu verður ekki bætt héðan af. Með stjórnlagaþingi erum við að feta braut sem við höfum aldrei farið áður og því er eðlilegt að framkvæmdin sé ekki fullkomin. Við verðum hins vegar reynslunni ríkari og betur í stakk búin að takast á við persónukjör í náinni framtíð. Stjórnlagaþingmenn fylli út hagsmunaskráningu Ég vil hér með gera það að tillögu minni að frambjóðendur og þjóðin sjálf geri þá kröfu að þeir sem ná kjöri á stjórnlagaþing fylli út hagsmunaskráningu sem verði svo birt á upplýsingasíðu um stjórnlagaþingmenn. Þannig má skapa það nauðsynlega traust sem það fólk sem nær kjöri á stjórnlagaþing þarf að njóta. Betra Ísland hefst hér og nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings skrifaði ég opið bréf til Dómsmálaráðuneytis þar sem ég kallaði eftir því að frambjóðendum til stjórnlagaþings yrði gert skylt að upplýsa um hagsmunatengsl sín með því að fylla út hagsmunaskráningu. Ég taldi mjög mikilvægt að þetta mál kæmist í umræðuna og reyndi að fá fjölmiðla til liðs við mig án mikils árangurs. Hagsmunaskráning þingmanna Það er ekki flókið mál að notast við þá hagsmunaskráningu sem flestir Alþingismenn nota í dag. Þeir fylla út ákveðinn fyrirfram mótaðan 12 atriða lista. Hægt hefði verið að senda listann með tölvupósti á frambjóðendur, láta þá fylla hann út og senda tilbaka og svo hefði hagsmunaskráning verið birt sem ítarefni við hvern frambjóðanda á www.kosning.is kjósendum til glöggvunar. Raunverulegt gagnsæi krefst aðgerða Ég tel að til þess að ná fram raunverulegum breytingum á okkar samfélagi þá þurfum við að ráðast í aðgerðir í stað þess að tala eingöngu um hlutina. Gagnsæi er orð sem mikið hefur verið í umræðunni en það er lýsandi fyrir það hversu skammt við erum á veg komin með það að framkvæma það sem við hugsum að ekki hafi verið kallað eftir hagsmunaskráningu til okkar frambjóðenda til stjórnlagaþings. Þar hefði strax átt að taka fyrsta skrefið inn í nýja framtíð betra samfélags. Úr þessu verður ekki bætt héðan af. Með stjórnlagaþingi erum við að feta braut sem við höfum aldrei farið áður og því er eðlilegt að framkvæmdin sé ekki fullkomin. Við verðum hins vegar reynslunni ríkari og betur í stakk búin að takast á við persónukjör í náinni framtíð. Stjórnlagaþingmenn fylli út hagsmunaskráningu Ég vil hér með gera það að tillögu minni að frambjóðendur og þjóðin sjálf geri þá kröfu að þeir sem ná kjöri á stjórnlagaþing fylli út hagsmunaskráningu sem verði svo birt á upplýsingasíðu um stjórnlagaþingmenn. Þannig má skapa það nauðsynlega traust sem það fólk sem nær kjöri á stjórnlagaþing þarf að njóta. Betra Ísland hefst hér og nú!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar