Persónur og leikendur Eiríkur Bergmann skrifar 25. nóvember 2010 10:38 Stjórnarskrá á ekki að samanstanda af óskalista þeirra sem hljóta kosningu á stjórnlagaþingið. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Áherslur mínar eru því lagar fram til umræðu en eiga ekki að skoðas sem ófrávíkjanlegur kröfulisti. Auk þess að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, afnema kjördæmaskiptinguna, semja alhliða réttindaskrá og jafnvel að lækka kosningaaldurinn í sextán ár myndi ég vilja taka til skoðumar að opna opna fyrir persónukjör í einhverri mynd. Ýmsar útfærslur koma til greina í þeim efnum. En vandinn sem við er að etja er einkum sá að völd hafa smám saman en jafnt og þétt safnast að stjórnmálaflokkunum, sér í lagi að fjórflokknum sem öllu ræður í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir ráða enn framboðslistum, hvort heldur er með handröðum innmúraðra á lista eða í mislokuðum prófkjörum en kjósandinn getur lítil áhrif haft á mönnun listans sem hann merkir við í kjörklefanum. Aðeins er hægt að beita útstrikun, semsé með neikvæðri aðgerð, en mikill fjöldi kjósenda þarf að gera sömu breytingu til að útstrikunin hafi einhver áhrif. Kannski væri öllu nær að kjósendur gætu haft áhrif á röðun frambjóðenda með persónukjöri í einhverri mynd, áhrifin birtast þá með jákvæðum hætti sem flestum er held ég betur að skapi. Perónukjör í kjörklefanum myndi líka brjóta upp það tangarhald sem stjórnmálaflokkarnir hafa á frambjóðendum sínum. Að vísu er útfærsla á slíku engan vegin einföld og viss hætta á að aukið lýðskrum fylgi persónukjöri. Vilmundur Gylfason og félagar í Bandalagi jafnaðarmanna sáu fyrir sér að kjósendur gætu jafnvel valið frambjóðendur þvert á framboðslista í kjörklefanum. En hér þarf semsé vanda mjög til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá á ekki að samanstanda af óskalista þeirra sem hljóta kosningu á stjórnlagaþingið. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Áherslur mínar eru því lagar fram til umræðu en eiga ekki að skoðas sem ófrávíkjanlegur kröfulisti. Auk þess að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, afnema kjördæmaskiptinguna, semja alhliða réttindaskrá og jafnvel að lækka kosningaaldurinn í sextán ár myndi ég vilja taka til skoðumar að opna opna fyrir persónukjör í einhverri mynd. Ýmsar útfærslur koma til greina í þeim efnum. En vandinn sem við er að etja er einkum sá að völd hafa smám saman en jafnt og þétt safnast að stjórnmálaflokkunum, sér í lagi að fjórflokknum sem öllu ræður í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir ráða enn framboðslistum, hvort heldur er með handröðum innmúraðra á lista eða í mislokuðum prófkjörum en kjósandinn getur lítil áhrif haft á mönnun listans sem hann merkir við í kjörklefanum. Aðeins er hægt að beita útstrikun, semsé með neikvæðri aðgerð, en mikill fjöldi kjósenda þarf að gera sömu breytingu til að útstrikunin hafi einhver áhrif. Kannski væri öllu nær að kjósendur gætu haft áhrif á röðun frambjóðenda með persónukjöri í einhverri mynd, áhrifin birtast þá með jákvæðum hætti sem flestum er held ég betur að skapi. Perónukjör í kjörklefanum myndi líka brjóta upp það tangarhald sem stjórnmálaflokkarnir hafa á frambjóðendum sínum. Að vísu er útfærsla á slíku engan vegin einföld og viss hætta á að aukið lýðskrum fylgi persónukjöri. Vilmundur Gylfason og félagar í Bandalagi jafnaðarmanna sáu fyrir sér að kjósendur gætu jafnvel valið frambjóðendur þvert á framboðslista í kjörklefanum. En hér þarf semsé vanda mjög til verks.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar