Skoðun

Persónur og leikendur

Eiríkur Bergmann skrifar

Stjórnarskrá á ekki að samanstanda af óskalista þeirra sem hljóta kosningu á stjórnlagaþingið. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Áherslur mínar eru því lagar fram til umræðu en eiga ekki að skoðas sem ófrávíkjanlegur kröfulisti.

Auk þess að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, afnema kjördæmaskiptinguna, semja alhliða réttindaskrá og jafnvel að lækka kosningaaldurinn í sextán ár myndi ég vilja taka til skoðumar að opna opna fyrir persónukjör í einhverri mynd.

Ýmsar útfærslur koma til greina í þeim efnum. En vandinn sem við er að etja er einkum sá að völd hafa smám saman en jafnt og þétt safnast að stjórnmálaflokkunum, sér í lagi að fjórflokknum sem öllu ræður í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir ráða enn framboðslistum, hvort heldur er með handröðum innmúraðra á lista eða í mislokuðum prófkjörum en kjósandinn getur lítil áhrif haft á mönnun listans sem hann merkir við í kjörklefanum. Aðeins er hægt að beita útstrikun, semsé með neikvæðri aðgerð, en mikill fjöldi kjósenda þarf að gera sömu breytingu til að útstrikunin hafi einhver áhrif.

Kannski væri öllu nær að kjósendur gætu haft áhrif á röðun frambjóðenda með persónukjöri í einhverri mynd, áhrifin birtast þá með jákvæðum hætti sem flestum er held ég betur að skapi.

Perónukjör í kjörklefanum myndi líka brjóta upp það tangarhald sem stjórnmálaflokkarnir hafa á frambjóðendum sínum. Að vísu er útfærsla á slíku engan vegin einföld og viss hætta á að aukið lýðskrum fylgi persónukjöri. Vilmundur Gylfason og félagar í Bandalagi jafnaðarmanna sáu fyrir sér að kjósendur gætu jafnvel valið frambjóðendur þvert á framboðslista í kjörklefanum. En hér þarf semsé vanda mjög til verks.






Skoðun

Sjá meira


×