Um umhverfis- og auðlindamál Júlíus Sólnes skrifar 25. nóvember 2010 09:57 Stjórnlagaþingskosningarnar eru um margt einstæðar. Þetta er fyrsta alvöru tilraun okkar til beins lýðræðis, og sá mikli fjöldi sem býður sig fram, gefur til kynna mikinn áhuga fólks á betra þjóðfélagi á grunni nýrrar stjórnarskrár. Mikil og jákvæð umræða hefur einkennt kosningabaráttuna, og frambjóðendur hafa deilt hugmyndum sínum um nýjan samfélagssáttmála. Mig langar til þess að víkja nokkrum orðum að umhverfismálum fyrir kosninguna á laugardag. Nær allir frambjóðendur eru sammála um, að í stjórnarskrá skuli standa að auðlindir landsins eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Miklu færri hafa látið sig umhyggju fyrir náttúru landsins og umhverfisvernd varða. Ef til vill er fögur náttúra Íslands og nær óspillt hálendið mesta náttúruauðlind okkar. Ég minnist þess, þegar umræðan um stórvirkjun á Austurlandi stóð sem hæst, kom hingað háttsettur embættismaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna í Washington D.C. Rektor Háskóla Íslands bauð nokkrum okkar að hitta hann á fundi upp í Háskóla. Það vakti athygli okkar, að þessi bandaríski gestur hafði lagt á sig að fara til Austurlands og skoða virkjunarsvæðin sem þá voru til umfjöllunar. Honum mæltist á þá leið, að nær ósnortið hálendi okkar væri óendalega miklu meira virði, til langs tíma litið, en virkjanir og álver. Ættum við að hugsa okkur um vel og lengi áður en ráðist yrði í stórframkvæmdir á hálendinu. Þótt sjálfsagt sé að nýta hagkvæma virkjunarkosti, má það aldrei verða til þess, að náttúru landsins sé spillt að óþörfu. Efnahagslegur ávinningur fyrir þjóðina þarf að vera mikill, til að hægt að sé að sætta sig við þau miklu umhverfispjöll sem óneitanlega fylgja stórum vatns- og jarðvarmaorkuverum. Þess vegna tel ég mikilvægt, að skýr ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd verði fest í stjórnarskrá landsins. Það er grundvallaratriði, að við skilum landinu til afkomenda okkar í sambærilegu ástandi og við tókum við því. Þetta kallar einnig á sjálfbæra þróun þjóðfélagsins. Er til dæmis sjálfgefið, að við sem nú lifum, eigum að virkja allt sem virkjanlegt er og ráðstafa orkunni nú þegar. Má ekki skilja eitthvað eftir handa næstu kynslóðum? Að lokum langar mig til þess að slá á léttari strengi. Ríkisskattsjóri hefur óskað eftir kostnaðaruppgjöri frambjóðenda vegna kosningabaráttunnar. Ég hef keypt tvær súkklaðitertur og rjómaspraut með sem ég hef boðið vinnufélögum mínum upp á með morgunkaffinu. Þá greiddi ég ásamt mjög mörgum frambjóðendum fimm þúsund krónur til hvatningarhóps frambjóðenda. Hafa þeir fjármunir verið notaðir til að hvetja fólk til þess að kjósa, en nöfn frambóðenda ekki nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingskosningarnar eru um margt einstæðar. Þetta er fyrsta alvöru tilraun okkar til beins lýðræðis, og sá mikli fjöldi sem býður sig fram, gefur til kynna mikinn áhuga fólks á betra þjóðfélagi á grunni nýrrar stjórnarskrár. Mikil og jákvæð umræða hefur einkennt kosningabaráttuna, og frambjóðendur hafa deilt hugmyndum sínum um nýjan samfélagssáttmála. Mig langar til þess að víkja nokkrum orðum að umhverfismálum fyrir kosninguna á laugardag. Nær allir frambjóðendur eru sammála um, að í stjórnarskrá skuli standa að auðlindir landsins eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Miklu færri hafa látið sig umhyggju fyrir náttúru landsins og umhverfisvernd varða. Ef til vill er fögur náttúra Íslands og nær óspillt hálendið mesta náttúruauðlind okkar. Ég minnist þess, þegar umræðan um stórvirkjun á Austurlandi stóð sem hæst, kom hingað háttsettur embættismaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna í Washington D.C. Rektor Háskóla Íslands bauð nokkrum okkar að hitta hann á fundi upp í Háskóla. Það vakti athygli okkar, að þessi bandaríski gestur hafði lagt á sig að fara til Austurlands og skoða virkjunarsvæðin sem þá voru til umfjöllunar. Honum mæltist á þá leið, að nær ósnortið hálendi okkar væri óendalega miklu meira virði, til langs tíma litið, en virkjanir og álver. Ættum við að hugsa okkur um vel og lengi áður en ráðist yrði í stórframkvæmdir á hálendinu. Þótt sjálfsagt sé að nýta hagkvæma virkjunarkosti, má það aldrei verða til þess, að náttúru landsins sé spillt að óþörfu. Efnahagslegur ávinningur fyrir þjóðina þarf að vera mikill, til að hægt að sé að sætta sig við þau miklu umhverfispjöll sem óneitanlega fylgja stórum vatns- og jarðvarmaorkuverum. Þess vegna tel ég mikilvægt, að skýr ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd verði fest í stjórnarskrá landsins. Það er grundvallaratriði, að við skilum landinu til afkomenda okkar í sambærilegu ástandi og við tókum við því. Þetta kallar einnig á sjálfbæra þróun þjóðfélagsins. Er til dæmis sjálfgefið, að við sem nú lifum, eigum að virkja allt sem virkjanlegt er og ráðstafa orkunni nú þegar. Má ekki skilja eitthvað eftir handa næstu kynslóðum? Að lokum langar mig til þess að slá á léttari strengi. Ríkisskattsjóri hefur óskað eftir kostnaðaruppgjöri frambjóðenda vegna kosningabaráttunnar. Ég hef keypt tvær súkklaðitertur og rjómaspraut með sem ég hef boðið vinnufélögum mínum upp á með morgunkaffinu. Þá greiddi ég ásamt mjög mörgum frambjóðendum fimm þúsund krónur til hvatningarhóps frambjóðenda. Hafa þeir fjármunir verið notaðir til að hvetja fólk til þess að kjósa, en nöfn frambóðenda ekki nefnd.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun