Um umhverfis- og auðlindamál Júlíus Sólnes skrifar 25. nóvember 2010 09:57 Stjórnlagaþingskosningarnar eru um margt einstæðar. Þetta er fyrsta alvöru tilraun okkar til beins lýðræðis, og sá mikli fjöldi sem býður sig fram, gefur til kynna mikinn áhuga fólks á betra þjóðfélagi á grunni nýrrar stjórnarskrár. Mikil og jákvæð umræða hefur einkennt kosningabaráttuna, og frambjóðendur hafa deilt hugmyndum sínum um nýjan samfélagssáttmála. Mig langar til þess að víkja nokkrum orðum að umhverfismálum fyrir kosninguna á laugardag. Nær allir frambjóðendur eru sammála um, að í stjórnarskrá skuli standa að auðlindir landsins eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Miklu færri hafa látið sig umhyggju fyrir náttúru landsins og umhverfisvernd varða. Ef til vill er fögur náttúra Íslands og nær óspillt hálendið mesta náttúruauðlind okkar. Ég minnist þess, þegar umræðan um stórvirkjun á Austurlandi stóð sem hæst, kom hingað háttsettur embættismaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna í Washington D.C. Rektor Háskóla Íslands bauð nokkrum okkar að hitta hann á fundi upp í Háskóla. Það vakti athygli okkar, að þessi bandaríski gestur hafði lagt á sig að fara til Austurlands og skoða virkjunarsvæðin sem þá voru til umfjöllunar. Honum mæltist á þá leið, að nær ósnortið hálendi okkar væri óendalega miklu meira virði, til langs tíma litið, en virkjanir og álver. Ættum við að hugsa okkur um vel og lengi áður en ráðist yrði í stórframkvæmdir á hálendinu. Þótt sjálfsagt sé að nýta hagkvæma virkjunarkosti, má það aldrei verða til þess, að náttúru landsins sé spillt að óþörfu. Efnahagslegur ávinningur fyrir þjóðina þarf að vera mikill, til að hægt að sé að sætta sig við þau miklu umhverfispjöll sem óneitanlega fylgja stórum vatns- og jarðvarmaorkuverum. Þess vegna tel ég mikilvægt, að skýr ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd verði fest í stjórnarskrá landsins. Það er grundvallaratriði, að við skilum landinu til afkomenda okkar í sambærilegu ástandi og við tókum við því. Þetta kallar einnig á sjálfbæra þróun þjóðfélagsins. Er til dæmis sjálfgefið, að við sem nú lifum, eigum að virkja allt sem virkjanlegt er og ráðstafa orkunni nú þegar. Má ekki skilja eitthvað eftir handa næstu kynslóðum? Að lokum langar mig til þess að slá á léttari strengi. Ríkisskattsjóri hefur óskað eftir kostnaðaruppgjöri frambjóðenda vegna kosningabaráttunnar. Ég hef keypt tvær súkklaðitertur og rjómaspraut með sem ég hef boðið vinnufélögum mínum upp á með morgunkaffinu. Þá greiddi ég ásamt mjög mörgum frambjóðendum fimm þúsund krónur til hvatningarhóps frambjóðenda. Hafa þeir fjármunir verið notaðir til að hvetja fólk til þess að kjósa, en nöfn frambóðenda ekki nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingskosningarnar eru um margt einstæðar. Þetta er fyrsta alvöru tilraun okkar til beins lýðræðis, og sá mikli fjöldi sem býður sig fram, gefur til kynna mikinn áhuga fólks á betra þjóðfélagi á grunni nýrrar stjórnarskrár. Mikil og jákvæð umræða hefur einkennt kosningabaráttuna, og frambjóðendur hafa deilt hugmyndum sínum um nýjan samfélagssáttmála. Mig langar til þess að víkja nokkrum orðum að umhverfismálum fyrir kosninguna á laugardag. Nær allir frambjóðendur eru sammála um, að í stjórnarskrá skuli standa að auðlindir landsins eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Miklu færri hafa látið sig umhyggju fyrir náttúru landsins og umhverfisvernd varða. Ef til vill er fögur náttúra Íslands og nær óspillt hálendið mesta náttúruauðlind okkar. Ég minnist þess, þegar umræðan um stórvirkjun á Austurlandi stóð sem hæst, kom hingað háttsettur embættismaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna í Washington D.C. Rektor Háskóla Íslands bauð nokkrum okkar að hitta hann á fundi upp í Háskóla. Það vakti athygli okkar, að þessi bandaríski gestur hafði lagt á sig að fara til Austurlands og skoða virkjunarsvæðin sem þá voru til umfjöllunar. Honum mæltist á þá leið, að nær ósnortið hálendi okkar væri óendalega miklu meira virði, til langs tíma litið, en virkjanir og álver. Ættum við að hugsa okkur um vel og lengi áður en ráðist yrði í stórframkvæmdir á hálendinu. Þótt sjálfsagt sé að nýta hagkvæma virkjunarkosti, má það aldrei verða til þess, að náttúru landsins sé spillt að óþörfu. Efnahagslegur ávinningur fyrir þjóðina þarf að vera mikill, til að hægt að sé að sætta sig við þau miklu umhverfispjöll sem óneitanlega fylgja stórum vatns- og jarðvarmaorkuverum. Þess vegna tel ég mikilvægt, að skýr ákvæði um náttúru- og umhverfisvernd verði fest í stjórnarskrá landsins. Það er grundvallaratriði, að við skilum landinu til afkomenda okkar í sambærilegu ástandi og við tókum við því. Þetta kallar einnig á sjálfbæra þróun þjóðfélagsins. Er til dæmis sjálfgefið, að við sem nú lifum, eigum að virkja allt sem virkjanlegt er og ráðstafa orkunni nú þegar. Má ekki skilja eitthvað eftir handa næstu kynslóðum? Að lokum langar mig til þess að slá á léttari strengi. Ríkisskattsjóri hefur óskað eftir kostnaðaruppgjöri frambjóðenda vegna kosningabaráttunnar. Ég hef keypt tvær súkklaðitertur og rjómaspraut með sem ég hef boðið vinnufélögum mínum upp á með morgunkaffinu. Þá greiddi ég ásamt mjög mörgum frambjóðendum fimm þúsund krónur til hvatningarhóps frambjóðenda. Hafa þeir fjármunir verið notaðir til að hvetja fólk til þess að kjósa, en nöfn frambóðenda ekki nefnd.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar