Skoðun

Smánarblettur á sögu Íslands

Hjörtur Smárason skrifar

Ísland hefur sem herlaust land sem aldrei hefur átt í stíði ímynd friðarríkis. Ísland er staðurinn þar sem Reagan og Gorbatsjov funduðu um afvopnunarmál árið 1986, fundur sem sagnfræðingar álíta að hafi verið tímamótafundur þó lítið virtist hafa áunnist á honum í fyrstu. Ísland er landið sem Yoko Ono valdi fyrir friðarverðlaunin sín og friðarsúluna.

Frá upphafi byggðar hafði Ísland aldrei sagt öðru ríki stríð á hendur, þar til að tveir stjórnmálamenn ákváðu á eigin spýtur að að slást í hóp þjóða og lýsa yfir stríði á hendur fjarlægu landi. Stríð sem var byggt á röngum forsendum. Stríð sem Ísland hafði ekkert erindi í. Ákvörðun sem var brot á lögum. Ákvörðun sem setti Ísland í stöðu sem það hefur enga burði til að vera í. Ákvörðun sem setti Ísland á hugsanlega skotlista hryðjuverkamanna og þjóðina í óþarfa hættu.

Til að tryggja öryggi Íslands, lítillar, fámennar þjóðar, er mikilvægt að bætt verði inn erindi inn í íslensku stjórnarskrána sem banni ríkinu að koma sér upp her og styðja með beinum hætti við hernað. Ísland getur aldrei varið sig og á því að forðast það í lengstu lög að koma sér í aðstöðu þar sem á því er þörf. Ísland getur á hinn bóginn orðið talsmaður friðar og fyrirmynd annarra á því sviði. Það er hlutverk sem Ísland getur mun frekar staðið undir.

Ég hef því lagt til að eftirfarandi ákvæði verði komið inn í stjórnarskrá Íslands:

Íslenska þjóðin hafnar um ókomna framtíð hernaði eða hótunum um hernað sem leið til lausnar á alþjóðlegum deilum. Íslenska ríkið skal ávallt vinna að friði í heiminum og hefur ekki heimild til þess að setja upp her né að taka þátt í eða styðja með beinum hætti hernaðarátök.

Ég óska eftir stuðningi þínum í eitt af efstu sætunum þann 27. nóvember






Skoðun

Sjá meira


×