Skoðun

Hvað er þáttökulýðræði?

Gunnar Grímsson skrifar

Ég hef fengið töluvert af spurningum undanfarið um hvað ég meini með þátttökulýðræði og því ljúft og skylt að útskýra það í stuttu máli.

Þátttökulýðræði (stundum líka kallað samráðslýðræði) felur í sér að borgararnir taki sjálfir þátt í hugmyndavinnu, greiningu og ákvörðunartöku.

Allir geta komið með hugmynd að því sem á að gera. Hún þarf ekki að vera mótuð en getur verið það. Allir geta tekið þessa hugmynd, velt upp rökum með og á móti henni og lesið rök annara. Þessi virkni er þegar til staðar á Betri Reykjavík og Skuggaþingi en þarfnast vissulega endurbóta sem eru væntanlegar í nýjum vef á næstu vikum.

Næst er að móta hugmyndina úr því sem þegar er komið fram. Þá eru einfaldlega bestu rökin (sem notendur/þjóðin hefur valið) tekin og þau innlimuð í hugmyndina, henni breytt úr hugmynd í áætlun. Sú áætlun er síðan lögð inn í kerfið og athugað hver stuðningur við hana er og hvort komi fram ný rök eða athugasemdir sem taka þarf tillit til. Hér má auðvitað ekki gleyma að skoða framkvæmdahliðina og þar með kostnað.

Að því loknu er gengið til kosninga um hana og ef meirihluti er fyrir henni og hún er framkvæmanleg þá er bara að hefjast handa!

Flóknara er það ekki :)






Skoðun

Sjá meira


×