Skoðun

Ný stjórnarskrá: Fyrir hverja? Fólkið eða kerfið

Pétur Guðjónsson skrifar

Gagnstætt því sem haldið er þá fjalla flestar stjórnarskrá, þar með talin sú dansk-íslenska um það hvernig stjórnkerfið eigi að virka, en afar lítið um fólkið. Jú, jú það eru nokkra setningar um það að ríkið megi ekki þjösnast um of a þegnunum og í seinni tíð, þá er í tísku að bæta við stuttum mannréttindakafla.

Stórnarskrá okkar eru n.k. verklagsreglur um það hvernig kerfið eigi að viðhalda sér, en lítið um fólkið, og það gleymist æði oft að ríkið á að þjóna fólkinu, en ekki öfugt.

Flest fólk hér á landi sem og annars staðar heldur hins vegar að stjórnarskrá sé hátiðlegt plagg sem túlki vonir og væntingar þegnanna, sé nokkurs konar stefnumótun þjóðar sem segi til um hvert stefna beri, til hvers og hverjir geri hvað á leiðinni.

Þessi tilfinning fólks um stjórnarskrá er alveg hárrrett, þ.e. að hún eigi að vera rammi utan um vilja og væntingar okkar og sér í lagi hvernig við viljum búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.

Við höfum núna möguleika á því að búa til stjórnarskrá einsog hún ætti að vera, stefnuskjal þjóðar, en ekki bara verklagsreglur úrsérgengins stjórnkerfis sem er búið að missa sjónar af því hvers vegna það er þarna, hvaða hlutverki það þjónar.

Sumir halda að stjórnlagaþing og endurgerð stjórnarskrár se ekki vettvangur til að halda á lofti mannlegum gildum. Heldur að hún sé bara lagalegt tæki til þess að láta stjórnkerfið virka betur.

En þetta sjónarmið byggir ekki á neinu náttúrulögmáli. Við getum haldið áfram að láta stjórnaskrána vera það sem hún hefur verið, dautt plagg sem vitnað er í endrum og eins, þegar einhver ágreiningur kemur upp. Eða við getum látið stjórnarskrána vera lifandi vegvisi, sem blæs okkur byr í brjósti, og túlkar það besta sem býr með okkur. Ég vel seinni kostinn því ég tel að það sé rétt að gera það og þetta er það sem flestir vilja.






Skoðun

Sjá meira


×