Stjórnarskráin og breytingar Birna Kristbjörg Björnsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 21:06 Þarf að breyta stjórnarskránni og er rétti tíminn núna. Já, það er ljóst að það þarf að breyta en auðvitað alltaf spurning hvenær rétti tíminn er til þess. Það hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að gera það núna. Hverju finnst mér að þurfi að breyta? Ég tel nauðsynlegt að fá fram þrískiptingu valdsins. Þá á ég við aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald og að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn. Skilgreina þarf skýrt, valdsvið og valdamörk. Skýrt hver ber ábyrgð á hverju. Tryggja sjálfstæði dómstólanna og ráða þar faglega í stöður. Við þurfum að gera stjórnarskrá sem fara á eftir og setja ákvæði í hana sem tryggja að farið sé eftir henni. Þá þarf hún að vera skýrt skrifuð og á þann hátt að ekki sé hægt að margtúlka hana. Þá tel ég mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði sem girða fyrir möguleika á að hygla sérhagsmunum einstaklinga eða hópa. Möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Þjóðin geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Forsetinn hafi málskostrétt og geti og eigi við vissar aðstæður að vísa málum til þjóðarinnar. Jafnrétti með sérstakri áherslu á jafnrétti kynjanna. Í dag eigum við falleg orð á blaði um jafnrétti (í lögum) en þó er mikill misbrestur á að þau séu virt t.d. launajafnrétti og jafna möguleika þegar sótt er um vinnu. Ég vil sjá ákvæði í stjórnarskrá um jafna skiptingu kynja; á alþingi, í ríkisstjórn, hæstarétti, dómstólum, öllum stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og helst víðarEf breyta á kjördæmaskipan og atkvæðavægi þarf að standa vörð um hag landsbyggðarinnar. Ég kysi óbreytt atkvæðavægi og óbreytta kjördæmaskipan. Atkvæðavægi, er eins og það er til að jafna hag landsbyggðar. Landsbyggðin hefur átt og á undir högg að sækja. Ég tel mjög varasamt að fara út í að jafna atkvæði og tel það ekki tímabært. Nokkur atriði í viðbót væru til dæmis grunngildi eins og lýðræði og mannrétttindi, uppplýsingaskylda, varðveita íslenskuna. Af hverju gef ég kost á mér ? Ég gef kost á mér vegna áhuga á að taka þátt í því einstaka verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er. Ennfremur tel ég mikilvægt að þeir sem veljast á stjórnlagaþing séu ótengdir valdhöfum og auðjöfrum í landinu og mjög mikilvægt að þeir séu ekki studdir af sérhagsmunahópum eða stjórnmálaöflum. Ég vil sjá fjölbreyttan hóp fólks af öllum stétum og allsstaðar af landinu. Ég hef fjölbreyttan bakgrunn, er viðskiptafræðingur, mamma og amma. Ég er alin upp á Norðurlandi, Akureyri, Ólafsfirði, Þingeyjarsýslu, Húnavatnssýslu, en ég bý í Grindavík. Ég er sveitastelpa að upplagi og hef verið sjómannskona í nærri 30 ár.Ég lofa að vinna af heilindum og hafa að leiðarljósi almannaheill og hagsmuni heildarinnar. Réttlæti, sanngirni, heiðarleiki, jafnrétti og virðing eru gildi sem eru mér mikilvæg. Ég hef mikinn áhuga á að endurskoðuð stjórnarskrá verði vel úr garði gerð, skilmerkileg og auðskiljanleg. Mig langar að hvetja þjóðina til að nýta kosningaréttinn og kjósa. Það skiptir miklu máli að fá góða kosningaþátttöku. Nýtið rétt ykkar til að hafa áhrif á hverjir veljast á þingið og kjósið. Bendi lesendum á að skoða bloggsíðuna mína http://birnakristbjorg.123.is/blog/ til að fá nánari upplýsingar um mig ef áhugi er fyrir því. Kærar kveðjur til þín lesandi góður og megir þú eiga góðan dag. Birna Kristbjörg Björnsdóttir 4184 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þarf að breyta stjórnarskránni og er rétti tíminn núna. Já, það er ljóst að það þarf að breyta en auðvitað alltaf spurning hvenær rétti tíminn er til þess. Það hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að gera það núna. Hverju finnst mér að þurfi að breyta? Ég tel nauðsynlegt að fá fram þrískiptingu valdsins. Þá á ég við aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald og að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn. Skilgreina þarf skýrt, valdsvið og valdamörk. Skýrt hver ber ábyrgð á hverju. Tryggja sjálfstæði dómstólanna og ráða þar faglega í stöður. Við þurfum að gera stjórnarskrá sem fara á eftir og setja ákvæði í hana sem tryggja að farið sé eftir henni. Þá þarf hún að vera skýrt skrifuð og á þann hátt að ekki sé hægt að margtúlka hana. Þá tel ég mikilvægt að fá í stjórnarskrá ákvæði sem girða fyrir möguleika á að hygla sérhagsmunum einstaklinga eða hópa. Möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál. Þjóðin geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Forsetinn hafi málskostrétt og geti og eigi við vissar aðstæður að vísa málum til þjóðarinnar. Jafnrétti með sérstakri áherslu á jafnrétti kynjanna. Í dag eigum við falleg orð á blaði um jafnrétti (í lögum) en þó er mikill misbrestur á að þau séu virt t.d. launajafnrétti og jafna möguleika þegar sótt er um vinnu. Ég vil sjá ákvæði í stjórnarskrá um jafna skiptingu kynja; á alþingi, í ríkisstjórn, hæstarétti, dómstólum, öllum stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og helst víðarEf breyta á kjördæmaskipan og atkvæðavægi þarf að standa vörð um hag landsbyggðarinnar. Ég kysi óbreytt atkvæðavægi og óbreytta kjördæmaskipan. Atkvæðavægi, er eins og það er til að jafna hag landsbyggðar. Landsbyggðin hefur átt og á undir högg að sækja. Ég tel mjög varasamt að fara út í að jafna atkvæði og tel það ekki tímabært. Nokkur atriði í viðbót væru til dæmis grunngildi eins og lýðræði og mannrétttindi, uppplýsingaskylda, varðveita íslenskuna. Af hverju gef ég kost á mér ? Ég gef kost á mér vegna áhuga á að taka þátt í því einstaka verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er. Ennfremur tel ég mikilvægt að þeir sem veljast á stjórnlagaþing séu ótengdir valdhöfum og auðjöfrum í landinu og mjög mikilvægt að þeir séu ekki studdir af sérhagsmunahópum eða stjórnmálaöflum. Ég vil sjá fjölbreyttan hóp fólks af öllum stétum og allsstaðar af landinu. Ég hef fjölbreyttan bakgrunn, er viðskiptafræðingur, mamma og amma. Ég er alin upp á Norðurlandi, Akureyri, Ólafsfirði, Þingeyjarsýslu, Húnavatnssýslu, en ég bý í Grindavík. Ég er sveitastelpa að upplagi og hef verið sjómannskona í nærri 30 ár.Ég lofa að vinna af heilindum og hafa að leiðarljósi almannaheill og hagsmuni heildarinnar. Réttlæti, sanngirni, heiðarleiki, jafnrétti og virðing eru gildi sem eru mér mikilvæg. Ég hef mikinn áhuga á að endurskoðuð stjórnarskrá verði vel úr garði gerð, skilmerkileg og auðskiljanleg. Mig langar að hvetja þjóðina til að nýta kosningaréttinn og kjósa. Það skiptir miklu máli að fá góða kosningaþátttöku. Nýtið rétt ykkar til að hafa áhrif á hverjir veljast á þingið og kjósið. Bendi lesendum á að skoða bloggsíðuna mína http://birnakristbjorg.123.is/blog/ til að fá nánari upplýsingar um mig ef áhugi er fyrir því. Kærar kveðjur til þín lesandi góður og megir þú eiga góðan dag. Birna Kristbjörg Björnsdóttir 4184
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar