Skriðan Gunnlaugur Stefánsson skrifar 25. nóvember 2010 16:22 Fyrir nokkrum árum kom sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, í heimsókn síðla sumars í Heydali. Hann var þá sóknarprestur í Þjóðkirkjunni. Á meðan á heimsókninni stóð bárust tíðindi um stórt skriðufall sem lokaði þjóðveginum í Kambaskriðum sem skilja að Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð. Við fórum saman á vettvang til að skoða aðstæður og blasti þá við hrikaleg sjón þar sem blautur aurinn úr snarbröttu fjallinu lá yfir veginum á löngum kafla og hefti alla för. Síðar komu dugmiklir verkamenn frá Vegagerðinni með sín tól og tæki og opnuðu veginn, sem er lífæð fyrir samskipti fólksins í nálægðum byggðum. Ég ber mikla virðingu fyrir göfugu og þróttmiklu starfi fríkirknanna sem á rætur að rekja í hugsjón innan Þjóðkirkjunnar á síðasta áratug 19. aldar og laut að skipulagi kirkjunnar, en ekki að kenningum eða játningum. Þess vegna varð alltaf traust samstarf á milli fríkirkna og Þjóðkirkjunnar, þær nutu sambúðar í hvívetna og gera enn m.a. með því að Biskup Íslands vígir presta til þjónustu við fríkirkjurnar, fylgja sömu Handbók og helgisiðum, styðjast við sömu sálmahefð og nýta ýmis hjálpargögn til styrktar þjónustunni sem Þjóðkirkjan sér um að gefa út. Samstarfið hefur náð langt út yfir þetta, verið heilt og traust til heilla fyrir kristni og menningu. En nú finnst mér eins og skriða hafi fallið á veginn sem tengir Þjóðkirkjuna og Fríkirkjuna í Reykjavík. Skriðunni lýsir sr. Hjörtur Magni í stóryrtri gagnrýni í garð Þjóðkirkjunnar, finnur henni flest til foráttu og dregur ekkert undan. Ég virði málefnalegar skoðanir hans um skipulag kirkjumála þó að ég sé þeim ekki öllum sammála, en á erfitt með að skilja tilfinningaríku öfgarnar í málflutningi hans sem gera lítið úr Þjóðkirkjunni, öllu hinu fjölþætta starfi sem hún stendur fyrir um land allt og hinum fjölmörgu sem þar standa að verkum. Ekki styrkir slík óverðskulduð ádeila kristni og menningu. Ef ágreiningur er á milli kirkjudeildanna væri nær að setjast niður og ræða þau mál, komast að niðurstöðu svo friður megi ríkja. Langtum fleira sameinar en sundrar. Það þekkir fríkirkjufólkið af reynslunni með þjóðkirkjufólkinu árum saman. Nú þarf að einhenda sér í að hreinsa skriðuna af veginum sem er lífæð í samskiptum Fríkirkjunnar í Reykjavík og Þjóðkirkjunnar. Vegið er að kristinni menningu um þessar mundir í þjóðlífinu, lýðskrum og innanát ágerist sem elur á sundrungu og ósamlyndi. Trúfélögin fara ekki varhluta af pólitískri ágengni með stöðugri skerðingu Alþingis á félagsgjöldunum sem nálgast 40% á þremur árum ef yfirlýst skerðingaráform samkvæmt fjárlagafrumvarpi ná fram að ganga. Það er einstakt að Alþingi taki í ríkissjóð af félagsgjöldum frjálsra félaga sem trúfélögin eru að meðtalinni Þjóðkirkjunni. Kristin trúfélög þurfa að standa saman, varðveita og efla kristna menningu í þjóðlífinu, stuðla að einingu á meðal þjóðar og vekja með fólki bjartsýni og von. Þar verða Þjóðkirkjan og Fríkirkjan í Reykjavík að vera saman hönd í hönd á greiðfærum vegi og rækta gróandi samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum kom sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, í heimsókn síðla sumars í Heydali. Hann var þá sóknarprestur í Þjóðkirkjunni. Á meðan á heimsókninni stóð bárust tíðindi um stórt skriðufall sem lokaði þjóðveginum í Kambaskriðum sem skilja að Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð. Við fórum saman á vettvang til að skoða aðstæður og blasti þá við hrikaleg sjón þar sem blautur aurinn úr snarbröttu fjallinu lá yfir veginum á löngum kafla og hefti alla för. Síðar komu dugmiklir verkamenn frá Vegagerðinni með sín tól og tæki og opnuðu veginn, sem er lífæð fyrir samskipti fólksins í nálægðum byggðum. Ég ber mikla virðingu fyrir göfugu og þróttmiklu starfi fríkirknanna sem á rætur að rekja í hugsjón innan Þjóðkirkjunnar á síðasta áratug 19. aldar og laut að skipulagi kirkjunnar, en ekki að kenningum eða játningum. Þess vegna varð alltaf traust samstarf á milli fríkirkna og Þjóðkirkjunnar, þær nutu sambúðar í hvívetna og gera enn m.a. með því að Biskup Íslands vígir presta til þjónustu við fríkirkjurnar, fylgja sömu Handbók og helgisiðum, styðjast við sömu sálmahefð og nýta ýmis hjálpargögn til styrktar þjónustunni sem Þjóðkirkjan sér um að gefa út. Samstarfið hefur náð langt út yfir þetta, verið heilt og traust til heilla fyrir kristni og menningu. En nú finnst mér eins og skriða hafi fallið á veginn sem tengir Þjóðkirkjuna og Fríkirkjuna í Reykjavík. Skriðunni lýsir sr. Hjörtur Magni í stóryrtri gagnrýni í garð Þjóðkirkjunnar, finnur henni flest til foráttu og dregur ekkert undan. Ég virði málefnalegar skoðanir hans um skipulag kirkjumála þó að ég sé þeim ekki öllum sammála, en á erfitt með að skilja tilfinningaríku öfgarnar í málflutningi hans sem gera lítið úr Þjóðkirkjunni, öllu hinu fjölþætta starfi sem hún stendur fyrir um land allt og hinum fjölmörgu sem þar standa að verkum. Ekki styrkir slík óverðskulduð ádeila kristni og menningu. Ef ágreiningur er á milli kirkjudeildanna væri nær að setjast niður og ræða þau mál, komast að niðurstöðu svo friður megi ríkja. Langtum fleira sameinar en sundrar. Það þekkir fríkirkjufólkið af reynslunni með þjóðkirkjufólkinu árum saman. Nú þarf að einhenda sér í að hreinsa skriðuna af veginum sem er lífæð í samskiptum Fríkirkjunnar í Reykjavík og Þjóðkirkjunnar. Vegið er að kristinni menningu um þessar mundir í þjóðlífinu, lýðskrum og innanát ágerist sem elur á sundrungu og ósamlyndi. Trúfélögin fara ekki varhluta af pólitískri ágengni með stöðugri skerðingu Alþingis á félagsgjöldunum sem nálgast 40% á þremur árum ef yfirlýst skerðingaráform samkvæmt fjárlagafrumvarpi ná fram að ganga. Það er einstakt að Alþingi taki í ríkissjóð af félagsgjöldum frjálsra félaga sem trúfélögin eru að meðtalinni Þjóðkirkjunni. Kristin trúfélög þurfa að standa saman, varðveita og efla kristna menningu í þjóðlífinu, stuðla að einingu á meðal þjóðar og vekja með fólki bjartsýni og von. Þar verða Þjóðkirkjan og Fríkirkjan í Reykjavík að vera saman hönd í hönd á greiðfærum vegi og rækta gróandi samstarf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar