Fleiri fréttir

Kögunarhóll: Þjóðnýting

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í umræðum um kaup Magma á HS orku er jafnan gengið út frá því að auðlindir landsins séu þjóðareign. Flestir skilja það á þann veg að auðlindirnar séu og eigi að vera í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Málið er aðeins flóknara.

Uppá palli, inní tjaldi?...

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð með þeim ferðalögum og skemmtanahaldi sem þessari helgi heyra til, helginni þegar þorri þjóðarinnar á sameiginlegt þriggja daga frí sem er kærkomið þegar farið er að síga á seinni hluta sumars.

Reykingasamfélagið

Atli Fannar Bjarkarson skrifar

Reykingafólk er samfélag innan samfélagsins. Það hópar sig saman í vinnu, til að svala fíkninni í fullkominni einingu. Reykingasamfélagið aðhyllist hugmyndir kommúnisma; allir skulu fá að reykja jafn mikið, ef einhver á ekki sígarettur er honum reddað og treyst til að deila þegar hann er klyfjaður. Loks skrásetja reykingamenn í huganum þá sem aðeins þiggja án þess að deila með samfélaginu.

Ó Akureyri

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Umgjörðin á að vera í lagi

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Sumar starfsstéttir hafa á sér verra orð en aðrar. Þannig heyrast til dæmis oft hnútuköst í garð lögfræðinga. Sjálfsagt á það rót sína í því að til þeirra leitar fólk helst í vandræðum þar sem óvíst er að allir gangi jafnsáttir frá borði.

Meirihluti fyrir aðildarviðræðum

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið sem hófust formlega í þessari viku er stór og merkur áfangi. Upp á síðkastið hafa heyrst háværar raddir í samfélaginu sem segja að það beri að draga umsóknina til baka sökum þess að ekki sé lengur meirihluti á Alþingi fyrir aðildarviðræðum.

„Ég dó líka en hjartað hætti ekki að slá“

Árleg byrði Íslendinga af neyslu áfengis og vímuefna er á bilinu 53-83 milljarðar samkvæmt útreikningum Ara Matthíassonar í meistararitgerð hans í heilsuhagfræði við HÍ. Tjónið vegna þessa vágests samsvarar 3-5% af allri landsframleiðslu. Í þessari athyglisverðu ritgerð Ara koma fram sláandi upplýsingar um tjón samfélagsins af áfengis- og vímuefnaneyslu landsmanna. Þar kemur fram að hvorki fleiri né færri en 48% af öllum banaslysum í umferðinni á árunum 2004-2008 megi rekja til ölvunar- og vímuefnaneyslu og 28% annarra umerðarslysa. Þar kemur einnig fram að rúmlega helmingur þeirra sem leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku LSH árið 2008 um helgar var undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Auðlindir og fjárfestingar

Hvers vegna eru ekki betri þröskuldar til fyrirstöðu gegn fjárfestingum erlendra aðila í auðlindum okkar Íslendinga en raun ber vitni?

Álagningarseðillinn

Atli Þór Þorvaldsson og Rúnar Steinn Ragnarsson skrifar

Í lok júlí fá einstaklingar heimsenda álagningarseðla vegna tekjuársins 2009. Nokkrum dögum fyrr, þann 27., var hægt að nálgast upplýsingar um álagninguna á netinu, á www.rsk.is. Samkvæmt lögum um tekjuskatt bera allir menn búsettir á Íslandi fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér nema þeir séu sérstaklega undanþegnir. Einnig þurfa einstaklingar búsettir erlendis að svara takmarkaðri skattskyldu af tekjum sem þeir afla hér á landi. Ein mikilvægasta forsendan fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi er að allir greiði þá skatta sem þeim ber.

Innritunarreglur í framhaldsskóla

Kæri Pawel, Þú ert einn þeirra sem er ósáttur við nýjar innritunarreglur í framhaldsskóla landsins og finnur þeim allt til foráttu í grein sem birtist í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Mig langar hins vegar til að kalla eftir því að hugsandi fólk eins og þú hætti að skoða skólamál á Íslandi í gegnum hina þröngu linsu innritunar í framhaldsskóla og geri tilraun til að horfa yfir sviðið í heild. Okkur hafa nýlega borist uggvænlegar upplýsingar um að í tuttugu og níu Evrópulöndum ljúki hærra hlutfall ungmenna

Pólitísk ráðning eða fagleg

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Tengsla- og greiðaráðningar í opinberri stjórnsýslu eru henni til vansa. Þær hafa þó tíðkast hér á okkar litla landi og tíðkast enn. Velta má fyrir sér hversu mörg við þurfum að verða hér á Íslandi til þess að hægt verði að byggja hér upp alvöru faglegt ráðningarferli í öll opinber störf sem lögð eru upp með þeim hætti að ráða eigi í þau á faglegum forsendum.

Leikur að eldi?

Ofvirkni eða ADHD er kvilli sem hrjáir um það bil 5% þjóðarinnar. Einkennin lýsa sér fyrst og fremst í skorti á einbeitingu, óhóflegri hvatvísi og meiri hreyfiþörf en almennt gerist. Afleiðingarnar, sé ekki veitt viðeigandi meðferð geta verið hrikalegar, t.d. er einstaklingum með ADHD er hættara en öðrum til að leiðast út í misnotkun af ýmsu tagi, þeir flosna oft upp úr námi og eiga í ýmsum erfiðleikum í einkalífi sem rekja má beint og óbeint til ofvirknieinkennanna.

Að hengja bakara fyrir smið

Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að undanförnu að Actavis hafi hækkað lyfjaverð í skjóli „einokunaraðstöðu“. Þetta er rangt.

Villandi umfjöllun Morgunblaðsins

Í fréttaflutningi Morgunblaðsins að undanförnu um (sjónvarps)auglýsingar fyrirtækja Haga á sjónvarpsstöðvunum hefur verið gefið í skyn að Hagar noti 95% af auglýsingafé sínu hjá Stöð 2.

Sumarsins ljúfa líf

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Sumarfrísins er alltaf beðið með eftirvæntingu. Loksins tekur við samfellt frí, þar sem engar vekjaraklukkur né áætlanir ráða ríkjum og frelsi til að slæpast er gefið. Oft á líka að nota sumarfríið til að koma ýmsu í verk sem hefur þurft að bíða. Mála stigaganginn, flísaleggja eldhúsið, fúaverja

ESB eflir íslenska menningu

Eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar er að standa vörð um menningu sína og hefðir. Okkur Íslendingum hefur tekist vel til hvað þetta varðar en betur má ef duga skal í síbreytilegum heimi.

Bakþankar Davíðs Þórs Jónssonar

Davíð Þór Jónsson skrifar í Bakþanka blaðsins sem hann kallar „Norðlenska hljóðvillan I“ laugardag 24. júlí. Í fyrstu hefur hann upp til skýjanna að Íslendingar hafi staðið sig „allvel í varðveislu tungunnar“. Hann skrifar að með vitundarvakningu hafi tekist „að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða“.

Mel Brooks og bankarnir

Þorvaldur Gylfason skrifar

Ég var að kaupa í matinn með konu minni, sem væri nú varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég sá kunnuglegan, lágvaxinn mann grúfa sig yfir grænmetisborðið og sagði við Önnu: Bíddu við, er þetta ekki Mel Brooks? Við heilsum upp á hann, sagði Anna.

Verslunarmannahelgin

Fram undan er eitt af þessum stórlega ofmetnu íslensku fyrirbrigðum; verslunarmannahelgin. Verslunarmannahelgin skipar sér í sveit með áramótunum sem ofmetnustu atburðir ársins í mínum huga, atburðir sem fólk bindur þvílíkar vonir við að verði stórkostlega skemmtilegir en standa sjaldnast undir þessum væntingum. Reyndar eru bæði verslunarmannahelgar og áramót hin ágætasta skemmtun, en aðeins ef væntingum til þeirra er stillt í lágmark. Þá fyrst verður gaman.

Umræðan um öryggismál og Evrópuher

Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis.

Það var gert, Bergsteinn

Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi.

Fyrir neðan allar hellur

Umræða um kaup Magma Energy á HS orku er stórfurðuleg og yfirleitt á nokkurn veginn sama plani og jarðhitinn sem um er rætt. Eftir að ég benti, í fréttum Sjónvarpsins, á þá alkunnu staðreynd að undir handleiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa margar þjóðir misst yfirráð yfir auðlindum sínum og á þá hættu sem felst í aukinni skuldsetningu ríkisins, fjallaði Fréttablaðið um málið í dálki sem kallaður er Frá degi til dags. Á þeim vettvangi fá blaðamenn tækifæri til að viðra skoðanir sínar í hæðnistón.

Lítið höfum við lært

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Trauðla hefur komið út lærdómsríkara rit síðustu árin en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins. Sé skýrslan lesin með opnum huga, án fyrirframgefinna skoðana um hverjum skuli mest kennt um hrunið, kemur í ljós hvílík brotalöm var á stjórnkerfinu hér á landi. Á það við um embættismenn jafnt sem stjórnmála- og í raun þann ramma sem við höfðum reist í kringum samfélagið.

Óbreyttir borgarar sallaðir niður

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Birting þeirra upplýsinga sem finna má í 90 þúsund leyniskjölum um stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan og birtar voru á WikiLeaks nú um helgina er mikilvæg. Í skjölunum má sjá svart á hvítu að í Afganistan fara Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra fram með virðingarleysi gagnvart lífi og limum óbreyttra borgara. Þeir eru miskunnarlaust drepnir, í sumum tilvikum vegna óöryggis hermanna í aðstæðunum.

Sinadráttur og gróðafíkn

Fjöldi fólks sem á við fótakrampa og sinadrátt að stríða, ekki síst á nóttunni, hefur um langt árabil getað fengið lyf við þessu hjá sínum lækni. Það er gamla malaríulyfið, Kínin, sem reynst hefur býsna vel við þessu. Lengi vel var hægt að kaupa 100 mg töflur án lyfseðils, en læknir skrifaði upp á 250 mg töflur sem hefur reynst hæfilegur skammtur fyrir flesta. Nú brá svo við fyrir nokkrum vikum að Kínin Actavis-töflurnar fengust ekki lengur. Actavis hefur ákveðið að hætta framleiðslu lyfsins hér á landi. Enn eitt lyfið hvarf á þennan hátt, án nokkurs fyrirvara og sjaldnast nokkur skýring gefin.

Umræðan verður vonandi vitlegri

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Á morgun er formlegt upphaf viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), að því gefnu að utanríkisráðherrar aðildarríkjanna leggi blessun sína yfir málið í dag. Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér.

Ó, fagra veröld

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Hrifnæmi lýsir ákveðnum fallvaltleika í fari manneskju. Að hrífast á stundinni af fyrirbærum, fólki og öðrum sjónar­miðum er jú hægt að útmála sem veiklyndi, hverflyndi og óstaðfestu.

Nýtt skringibann?

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Um árabil voru Íslendingar af ýmsum taldir taldir meðal helstu skringiþjóða Evrópu út af fáránlegum lagaboðum sem endurspegluðu ekki endilega meirihlutavilja þjóðarinnar, heldur voru til marks um þann útbreidda hugsunarhátt haftaþjóðfélagsins að tryggast væri að banna það sem einhvern kynni að styggja væri það leyft.

Til hvers er þá setið?

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar

Nýlega kom fram að Ross Beaty, framkvæmdastjóri Magma Energy, vildi efna til samstarfs við Hrunamannahrepp um orkurannsóknir á svæðinu frá Flúðum upp í Kerlingarfjöll með nýtingu jarðvarma í huga. Á svipuðum tíma bárust fréttir af áformum um að Suðurorku ehf. yrði veitt rannsóknarleyfi á vatnasviðum Skaftár og Tungufljóts í Skaftártungu. Suðurorka er að stórum hluta í eigu HS orku sem aftur er komið undir handarjaðar

Bréf til Reykvíkinga

Ari Teitsson skrifar

Í fréttum 23. júlí var sagt frá athugun Reykjavíkurborgar á hagkvæmni þess að stofna eigin banka til að eiga aðgang að hagkvæmara lánsfé fyrir borgina. Af fréttinni má ráða að þeir bankar sem starfa í borginni uppfylli ekki þarfir borgarsjóðs hvað þetta varðar. En það er ekki bara borgarsjóður sem þarf hagkvæmt lánsfé heldur einnig þau fyrirtæki og einstaklingar sem í borginni starfa.

Kögunarhóll: Stjórn eða skuggastjórn?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Vinstri vængur VG lítur á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem óæskilega skuggaríkisstjórn. Sjóðurinn hefur lánað Íslandi mikla fjármuni sem það átti ekki kost á annars staðar. Löngu fyrir hrun bankanna 2008 var búið að loka öllum dyrum á Seðlabankann erlendis.

„Þess í stað…“

Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar

Í grein í Fréttablaðinu í gær, föstudag, um Björgólf Thor Björgólfsson og fjárfestingar hans er m.a. fjallað um kaup eignarhaldsfélagsins Samson á Landsbankanum. Þar vísar blaðamaður til þeirra raka stjórnmál

Norðlenska hljóðvillan I

Davíð Þór Jónsson skrifar

Íslensk tunga er dýrasti arfur þjóðarinnar. Íslendingar hafa staðið sig allvel í varðveislu tungunnar, tökuorð eru færri en í flestum öðrum málum og málvillum og öðrum lýtum á hreinni og ylhýrri íslensku hefur

Hin forboðna léttúðardós

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Yfirvöldum hefur ætíð verið umhugað um að þegnar þeirra sýni aðhald þegar holdið er annars vegar. Mig minnir að í Grágás megi finna klausu í þá veru að enginn skuli láta saurgast af eigin höndum, ferfættu kvikindi eða boruðu tré. Sjálfsfróun þykir ekki tiltökumál í dag og illu heilli berast af og til fréttir af níðingum sem svala fýsnum sínum á saklausum

Sumarhjálpin

Þórhallur Heimisson skrifar

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur hópur fólks tekið sig saman og hrint af stað hjálparstarfi undir heitinu „Sumarhjálpin“. Markmið Sumarhjálparinnar er að styðja við bakið á þeim sem eru verst settir í þjóðfélaginu í dag.

Þankar um menntunarstig og framtíð

Magnús S. Magnússon skrifar

Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem la

Ísland fyrir Íslendinga?

Óli Kr. Ármannsson skrifar

Þjóðremba og ofurtrú á ágæti þess sem sprottið er upp í nærumhverfinu er með leiðigjarnari kenndum. Slíkur rembingur er oftast talinn birtingarmynd ákveðinnar minnimáttarkenndar og því kannski skiljanlegt að hann leggist fremur á smærri þjóðir.

Hræðsluáróður bókamanna

Kristbjörn Árnason skrifar

Í allri eðlilegri umræðu er eðlilegt að ekki sé reynt að tala niður til einhverra aðila sem setja fram hugmyndir hvort sem um er að ræða tillögur um skatta eða eitthvað annað. Ekki er ég talsmaður hárra skatta og er reyndar á þeirri skoðun, að þeir aðilar á Íslandi sem ekki njóta skattaafsláttar í einhverri mynd greiði allt of háa skatta.

Metum störf slökkviliðsmanna að verðleikum

Sólveig Magnúsdóttir skrifar

Í 17 ár hef ég verið gift slökkviliðsmanni sem er á bakvakt allt árið um kring, allan sólarhringinn, fyrir utan sínar föstu vaktir. Hvenær sem er á fjölskyldan von á því að makinn þurfi að hlaupa út frá afmæli, brúðkaupi eða hverju sem er vegna bruna eða annarra útkalla.

Sjá næstu 50 greinar