Hræðsluáróður bókamanna Kristbjörn Árnason skrifar 23. júlí 2010 06:00 Í allri eðlilegri umræðu er eðlilegt að ekki sé reynt að tala niður til einhverra aðila sem setja fram hugmyndir hvort sem um er að ræða tillögur um skatta eða eitthvað annað. Ekki er ég talsmaður hárra skatta og er reyndar á þeirri skoðun, að þeir aðilar á Íslandi sem ekki njóta skattaafsláttar í einhverri mynd greiði allt of háa skatta. Ekki er hér mælt með því að bókaiðnaðurinn eigi að skila himinháum sköttum. En sá sem þetta ritar er eindregið á þeirri skoðun, að allar samkeppnisgreinar iðnaðar, hvort sem um bókaiðnað er að ræða eða aðrar iðngreinar, eigi að standa jafnar fyrir lögum og þeim skyldum að skila sköttum til samfélagsins. Engin grein er öðrum merkilegri eða mikilvægari. Þær fullyrðingar sem formaður og varaformaður rithöfunda halda fram eru ekki studdar með neinum rökum heldur er um getgátur að ræða. Í þessu sambandi er rétt að minnast þess að þegar virðisaukaskattur var lækkaður á bókum hér um árið var því haldið fram, að þá myndu bækur lækka í verði. Það varð auðvitað ekki raunin, vegna þess að bækur eru samkeppnisvara sem á í samkeppni innbyrðis og einnig aðrar vörur sem skila fullum skatti. Það eru aðstæður á markaði sem ráða verði bóka. Stóraukinn skattur á bækur fer líklegast ekki út í verðlagið því þá munu bækur seljast í minna mæli væntanlega. Allar líkur eru á því að álagning útgáfufyrirtækjanna muni minnka, útgáfur sem þegar standa höllum fæti munu væntanlega hætta starfsemi og aðrar taka við. Einnig að laun rithöfunda lækka sennilegast, nema að þeim fækki eitthvað. Vissulega sársaukafullt. M.ö.o. þetta er kjarabarátta hjá þessum rithöfundum og er þá eðlilegast að ræða málið með þeim hætti og á heiðarlegan hátt. Ekki þýðir að slá um sig með að fullyrða að lestrarfærni barna fari dvínandi því það er ekki rannsakað. Það eru miklar líkur á því, að þær hafi aldrei verið meiri en nú. Það getur alveg eins verið að bækur ætlaðar börnum séu bara svo lélegar og leiðinlegar að börn nenni ekki að lesa þær. Þær standist bara alls ekki samkeppni við annað sem börn hafa aðgang að. Það er auðvitað þörf á því að skoða verðþróun á bókum með tilliti til áhrifa frá sköttum á verðlag og gæði bóka. Einkum væri fróðlegt að skoða verð á bókum á veltiárunum fram að hruni. Einnig hvort verð á bókum hafi lækkað við hrunið. Þetta þyrfti að skoða miðað við fast verðlag og gera þyrfti viðmiðunarkönnun við verð á öðrum samkeppnisiðnaðarvörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í allri eðlilegri umræðu er eðlilegt að ekki sé reynt að tala niður til einhverra aðila sem setja fram hugmyndir hvort sem um er að ræða tillögur um skatta eða eitthvað annað. Ekki er ég talsmaður hárra skatta og er reyndar á þeirri skoðun, að þeir aðilar á Íslandi sem ekki njóta skattaafsláttar í einhverri mynd greiði allt of háa skatta. Ekki er hér mælt með því að bókaiðnaðurinn eigi að skila himinháum sköttum. En sá sem þetta ritar er eindregið á þeirri skoðun, að allar samkeppnisgreinar iðnaðar, hvort sem um bókaiðnað er að ræða eða aðrar iðngreinar, eigi að standa jafnar fyrir lögum og þeim skyldum að skila sköttum til samfélagsins. Engin grein er öðrum merkilegri eða mikilvægari. Þær fullyrðingar sem formaður og varaformaður rithöfunda halda fram eru ekki studdar með neinum rökum heldur er um getgátur að ræða. Í þessu sambandi er rétt að minnast þess að þegar virðisaukaskattur var lækkaður á bókum hér um árið var því haldið fram, að þá myndu bækur lækka í verði. Það varð auðvitað ekki raunin, vegna þess að bækur eru samkeppnisvara sem á í samkeppni innbyrðis og einnig aðrar vörur sem skila fullum skatti. Það eru aðstæður á markaði sem ráða verði bóka. Stóraukinn skattur á bækur fer líklegast ekki út í verðlagið því þá munu bækur seljast í minna mæli væntanlega. Allar líkur eru á því að álagning útgáfufyrirtækjanna muni minnka, útgáfur sem þegar standa höllum fæti munu væntanlega hætta starfsemi og aðrar taka við. Einnig að laun rithöfunda lækka sennilegast, nema að þeim fækki eitthvað. Vissulega sársaukafullt. M.ö.o. þetta er kjarabarátta hjá þessum rithöfundum og er þá eðlilegast að ræða málið með þeim hætti og á heiðarlegan hátt. Ekki þýðir að slá um sig með að fullyrða að lestrarfærni barna fari dvínandi því það er ekki rannsakað. Það eru miklar líkur á því, að þær hafi aldrei verið meiri en nú. Það getur alveg eins verið að bækur ætlaðar börnum séu bara svo lélegar og leiðinlegar að börn nenni ekki að lesa þær. Þær standist bara alls ekki samkeppni við annað sem börn hafa aðgang að. Það er auðvitað þörf á því að skoða verðþróun á bókum með tilliti til áhrifa frá sköttum á verðlag og gæði bóka. Einkum væri fróðlegt að skoða verð á bókum á veltiárunum fram að hruni. Einnig hvort verð á bókum hafi lækkað við hrunið. Þetta þyrfti að skoða miðað við fast verðlag og gera þyrfti viðmiðunarkönnun við verð á öðrum samkeppnisiðnaðarvörum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun