„Ég dó líka en hjartað hætti ekki að slá“ 30. júlí 2010 06:00 Árleg byrði Íslendinga af neyslu áfengis og vímuefna er á bilinu 53-83 milljarðar samkvæmt útreikningum Ara Matthíassonar í meistararitgerð hans í heilsuhagfræði við HÍ. Tjónið vegna þessa vágests samsvarar 3-5% af allri landsframleiðslu. Í þessari athyglisverðu ritgerð Ara koma fram sláandi upplýsingar um tjón samfélagsins af áfengis- og vímuefnaneyslu landsmanna. Þar kemur fram að hvorki fleiri né færri en 48% af öllum banaslysum í umferðinni á árunum 2004-2008 megi rekja til ölvunar- og vímuefnaneyslu og 28% annarra umerðarslysa. Þar kemur einnig fram að rúmlega helmingur þeirra sem leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku LSH árið 2008 um helgar var undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þessar tölur eru sannarlega umhugsunarverðar og þá sérstaklega á þessum árstíma þegar mikill fjöldi landsmanna sækir hinar ýmsu hátíðir víða um land þar sem áfengi er notað óhóflega. Það má því velta því fyrir sér hversu margir verða fórnarlömb áfengis- eða vímuefnaneyslu þegar tölfræði verslunarmannahelgarinnar er skoðuð. „Ég velti bíl undir áhrifum áfengis. Vinur minn dó og ég líka - nema hjartað mitt hætti ekki að slá." Þetta eru orð manns á miðjum aldri sem tvítugur tók áhættuna og ók bíl undir áhrifum áfengis með vin sinn sér við hlið. Þeir voru báðir ölvaðir og án bílbelta og köstuðust út þegar bíllinn valt. Annar þeirra lést frá konu sinni og ungu barni en hinn, ökumaðurinn, slasaðist svo alvarlega að hann býr við mikla líkamlega fötlun. Þessir ungu menn voru námsmenn í blóma lífsins og voru að skemmta sér úti á landi, rétt eins og fjöldi ungmenna mun gera um næstu helgi. Sá sem lifði slysið af hefur þurft að berjast við mikla fötlun og horfast í augu við brostnar vonir. Þá hefur hann þurft að glíma við sjálfsásökun og samviskubit en hvort tveggja eru oft afleiðingar þess þegar fólk veldur slysi sem leiðir af sér örkuml eða dauða annarra. Sumir hafa orðað það þannig að slíkan dóm sé aldrei hægt að afplána og sektarkenndin fylgi gerandanum alla ævi. Þessi ungi maður fyrirgerði einnig rétti sínum til slysabóta tryggingarfélagsins þar sem hann var ölvaður. Það er enn ein staðreyndin sem fólk vaknar upp við eftir að hafa valdið umferðarslysi undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þá er þeir margir sem átta sig ekki á því að það getur einnig skert bótarétt farþega sem slasast í bíl með ölvuðum ökumanni þar sem viðkomandi farþegi er talinn taka þátt í áhættunni með því að setjast upp í bílinn. Það er því afar mikil áhætta fólgin í því að aka undir áhrifum áfengis eða vímuefna - bæði hvað varðar áhættuna af því að valda slysi og einnig hina fjárhagslegu áhættu - því sá ölvaði fær senda á sig svokallaða endurkröfu sem oft hefur farið afar illa með fjárhag fólks - sérstaklega ungmenna sem hafa ekki of mikil fjárráð. Þótt okkur, sem berjumst gegn unglingadrykkju og ölvunarakstri, takist seint að koma í veg fyrir áfengisneyslu um þessa mestu ferðahelgi landsins, viljum við engu að síður hvetja fólk til þess að aka ekki undir áhrifum áfengis og gæta þess að fara ekki of snemma af stað á bíl daginn eftir drykkju. Þessi helgi er oft mikil örlagahelgi í lífi ungs fólks. Minningarnar eru oftast góðar - en geta snúist upp í harmleik þegar dómgreindin bregst. Best af öllu er þó víman sem kostar ekki krónu og allir sem hafa bílpróf í lagi geta notað undir stýri; víma gleði og hamingju án áfengis eða vímuefna. Komum heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Árleg byrði Íslendinga af neyslu áfengis og vímuefna er á bilinu 53-83 milljarðar samkvæmt útreikningum Ara Matthíassonar í meistararitgerð hans í heilsuhagfræði við HÍ. Tjónið vegna þessa vágests samsvarar 3-5% af allri landsframleiðslu. Í þessari athyglisverðu ritgerð Ara koma fram sláandi upplýsingar um tjón samfélagsins af áfengis- og vímuefnaneyslu landsmanna. Þar kemur fram að hvorki fleiri né færri en 48% af öllum banaslysum í umferðinni á árunum 2004-2008 megi rekja til ölvunar- og vímuefnaneyslu og 28% annarra umerðarslysa. Þar kemur einnig fram að rúmlega helmingur þeirra sem leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku LSH árið 2008 um helgar var undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þessar tölur eru sannarlega umhugsunarverðar og þá sérstaklega á þessum árstíma þegar mikill fjöldi landsmanna sækir hinar ýmsu hátíðir víða um land þar sem áfengi er notað óhóflega. Það má því velta því fyrir sér hversu margir verða fórnarlömb áfengis- eða vímuefnaneyslu þegar tölfræði verslunarmannahelgarinnar er skoðuð. „Ég velti bíl undir áhrifum áfengis. Vinur minn dó og ég líka - nema hjartað mitt hætti ekki að slá." Þetta eru orð manns á miðjum aldri sem tvítugur tók áhættuna og ók bíl undir áhrifum áfengis með vin sinn sér við hlið. Þeir voru báðir ölvaðir og án bílbelta og köstuðust út þegar bíllinn valt. Annar þeirra lést frá konu sinni og ungu barni en hinn, ökumaðurinn, slasaðist svo alvarlega að hann býr við mikla líkamlega fötlun. Þessir ungu menn voru námsmenn í blóma lífsins og voru að skemmta sér úti á landi, rétt eins og fjöldi ungmenna mun gera um næstu helgi. Sá sem lifði slysið af hefur þurft að berjast við mikla fötlun og horfast í augu við brostnar vonir. Þá hefur hann þurft að glíma við sjálfsásökun og samviskubit en hvort tveggja eru oft afleiðingar þess þegar fólk veldur slysi sem leiðir af sér örkuml eða dauða annarra. Sumir hafa orðað það þannig að slíkan dóm sé aldrei hægt að afplána og sektarkenndin fylgi gerandanum alla ævi. Þessi ungi maður fyrirgerði einnig rétti sínum til slysabóta tryggingarfélagsins þar sem hann var ölvaður. Það er enn ein staðreyndin sem fólk vaknar upp við eftir að hafa valdið umferðarslysi undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þá er þeir margir sem átta sig ekki á því að það getur einnig skert bótarétt farþega sem slasast í bíl með ölvuðum ökumanni þar sem viðkomandi farþegi er talinn taka þátt í áhættunni með því að setjast upp í bílinn. Það er því afar mikil áhætta fólgin í því að aka undir áhrifum áfengis eða vímuefna - bæði hvað varðar áhættuna af því að valda slysi og einnig hina fjárhagslegu áhættu - því sá ölvaði fær senda á sig svokallaða endurkröfu sem oft hefur farið afar illa með fjárhag fólks - sérstaklega ungmenna sem hafa ekki of mikil fjárráð. Þótt okkur, sem berjumst gegn unglingadrykkju og ölvunarakstri, takist seint að koma í veg fyrir áfengisneyslu um þessa mestu ferðahelgi landsins, viljum við engu að síður hvetja fólk til þess að aka ekki undir áhrifum áfengis og gæta þess að fara ekki of snemma af stað á bíl daginn eftir drykkju. Þessi helgi er oft mikil örlagahelgi í lífi ungs fólks. Minningarnar eru oftast góðar - en geta snúist upp í harmleik þegar dómgreindin bregst. Best af öllu er þó víman sem kostar ekki krónu og allir sem hafa bílpróf í lagi geta notað undir stýri; víma gleði og hamingju án áfengis eða vímuefna. Komum heil heim.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun