Álagningarseðillinn Atli Þór Þorvaldsson og Rúnar Steinn Ragnarsson skrifar 30. júlí 2010 06:00 Í lok júlí fá einstaklingar heimsenda álagningarseðla vegna tekjuársins 2009. Nokkrum dögum fyrr, þann 27., var hægt að nálgast upplýsingar um álagninguna á netinu, á www.rsk.is. Samkvæmt lögum um tekjuskatt bera allir menn búsettir á Íslandi fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér nema þeir séu sérstaklega undanþegnir. Einnig þurfa einstaklingar búsettir erlendis að svara takmarkaðri skattskyldu af tekjum sem þeir afla hér á landi. Ein mikilvægasta forsendan fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi er að allir greiði þá skatta sem þeim ber. Mánaðarleg staðgreiðsla launamanna er bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og úrsvars á tekjuári sem síðan er gerð upp við álagningu á skattári. Allir skattskyldir aðilar skulu telja fram tekjur sínar á síðastliðnu ári og eignir í árslok. Framtalsskylda hvílir á hverjum manni og einnig á stjórnum lögaðila. Í upphafi hvers árs ákveður ríkisskattstjóri frest skattaðila til að skila framtali. Í ár var skiladagur fyrir einstaklingsframtöl 26. mars en framtöl lögaðila var 31. maí. Að liðnum framtalsfresti leggur ríkisskattstjóri tekjuskatt á skattaðila skv. framtali hans. Almennt er ríkisskattstjóra ekki heimilt að breyta framtali skattaðila, nema í ljós hafi komið tilteknir annmarkar á því, og að ríkisskattstjóri hafi gefið skattaðila kost á að tala máli sínu og gæta hagsmuna sinna skv. andmælareglu stjórnsýslulaga. Hafi skattaðili ekki skilað framtali sínu innan tilskilins framtalsfrests skal ríkisskattstjóri áætla tekjur hans og eign svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru.Rúnar Steinn Ragnarsson meistaranemi í skattarétti og reikningsskilum við HÍ. rsr7@hi.isEf einstaklingar eða fyrirtæki telja að álagður skattur þeirra sé rangur geta viðkomandi kært álagninguna til ríkisskattstjóra. Kærufrestur er 30 dagar frá dagsetningu auglýsingar skattstjóra um að álagningu sé lokið. Kæran skal vera skrifleg og studd nauðsynlegum gögnum. Ríkisskattstjóri skal úrskurða um kæruna innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests. Skv. lögunum er það sama stjórnvaldið, ríkisskattstjóri, sem ákvarðar bæði um álagningu og er úrskurðaraðili skattákvörðunar. „Veldur þetta nokkurri hættu á hlutdrægni, þar sem ríkisskattstjóri er hagsmunagæslumaður gjaldkrefjanda, þ.e. ríkissjóðs og viðkomandi sveitarstjórnar. Í skattframkvæmd er þó reynt að tryggja réttaröryggi aðila með því að koma í veg fyrir að sami starfsmaður ríkisskattstjóra leggi bæði skatta á aðila og úrskurði í ágreiningsmáli hans. Sinni viðkomandi skattyfirvald því ekki getur það valdið ógildingu á skattákvörðun þess.“ Úrskurði ríkisskattstjóra er hægt að kæra til yfirskattanefndar á næstu þremur mánuðum frá póstlagningu úrskurðarins. Yfirskattanefnd, æðsti úrskurðaraðili innan stjórnsýslunnar, er óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna. Kæran skal vera skrifleg og henni skal fylgja frumrit eða endurrit úrskurðar ríkisskattstjóra ásamt rökstuðningi fyrir kröfum skattaðila. Úrskurður yfirskattanefndar er bindandi og er fullnaðarúrskurður um skattfjárhæð. Ágreining um skattskylduna og skattstofnana má bera undir dómstóla. Áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu frestar ekki eindaga tekjuskatts né leysir undan neinum viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans. Hjón bera óskipta ábyrgð á greiðslum skatta sem á þau eru lagðir. „Getur innheimtumaður ríkissjóðs því gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja og ábyrgjast þau skattana með öllum eignum sínum og skiptir ekki máli hvort eignin er séreign skv. kaupmála eða hjúskapareign.“ Ef einstaklingar eru í vafa um að álagning þeirra sé rétt fengin ættu þeir að leita aðstoðar hjá ríkisskattstjóra eða leita ráðgjafar hjá fagmönnum t.d. hjá endurskoðendum og skattasérfræðingum. Þessi grein er byggð á efni úr námskeiðinu Skattskil I við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í lok júlí fá einstaklingar heimsenda álagningarseðla vegna tekjuársins 2009. Nokkrum dögum fyrr, þann 27., var hægt að nálgast upplýsingar um álagninguna á netinu, á www.rsk.is. Samkvæmt lögum um tekjuskatt bera allir menn búsettir á Íslandi fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér nema þeir séu sérstaklega undanþegnir. Einnig þurfa einstaklingar búsettir erlendis að svara takmarkaðri skattskyldu af tekjum sem þeir afla hér á landi. Ein mikilvægasta forsendan fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi er að allir greiði þá skatta sem þeim ber. Mánaðarleg staðgreiðsla launamanna er bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og úrsvars á tekjuári sem síðan er gerð upp við álagningu á skattári. Allir skattskyldir aðilar skulu telja fram tekjur sínar á síðastliðnu ári og eignir í árslok. Framtalsskylda hvílir á hverjum manni og einnig á stjórnum lögaðila. Í upphafi hvers árs ákveður ríkisskattstjóri frest skattaðila til að skila framtali. Í ár var skiladagur fyrir einstaklingsframtöl 26. mars en framtöl lögaðila var 31. maí. Að liðnum framtalsfresti leggur ríkisskattstjóri tekjuskatt á skattaðila skv. framtali hans. Almennt er ríkisskattstjóra ekki heimilt að breyta framtali skattaðila, nema í ljós hafi komið tilteknir annmarkar á því, og að ríkisskattstjóri hafi gefið skattaðila kost á að tala máli sínu og gæta hagsmuna sinna skv. andmælareglu stjórnsýslulaga. Hafi skattaðili ekki skilað framtali sínu innan tilskilins framtalsfrests skal ríkisskattstjóri áætla tekjur hans og eign svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru.Rúnar Steinn Ragnarsson meistaranemi í skattarétti og reikningsskilum við HÍ. rsr7@hi.isEf einstaklingar eða fyrirtæki telja að álagður skattur þeirra sé rangur geta viðkomandi kært álagninguna til ríkisskattstjóra. Kærufrestur er 30 dagar frá dagsetningu auglýsingar skattstjóra um að álagningu sé lokið. Kæran skal vera skrifleg og studd nauðsynlegum gögnum. Ríkisskattstjóri skal úrskurða um kæruna innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests. Skv. lögunum er það sama stjórnvaldið, ríkisskattstjóri, sem ákvarðar bæði um álagningu og er úrskurðaraðili skattákvörðunar. „Veldur þetta nokkurri hættu á hlutdrægni, þar sem ríkisskattstjóri er hagsmunagæslumaður gjaldkrefjanda, þ.e. ríkissjóðs og viðkomandi sveitarstjórnar. Í skattframkvæmd er þó reynt að tryggja réttaröryggi aðila með því að koma í veg fyrir að sami starfsmaður ríkisskattstjóra leggi bæði skatta á aðila og úrskurði í ágreiningsmáli hans. Sinni viðkomandi skattyfirvald því ekki getur það valdið ógildingu á skattákvörðun þess.“ Úrskurði ríkisskattstjóra er hægt að kæra til yfirskattanefndar á næstu þremur mánuðum frá póstlagningu úrskurðarins. Yfirskattanefnd, æðsti úrskurðaraðili innan stjórnsýslunnar, er óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna. Kæran skal vera skrifleg og henni skal fylgja frumrit eða endurrit úrskurðar ríkisskattstjóra ásamt rökstuðningi fyrir kröfum skattaðila. Úrskurður yfirskattanefndar er bindandi og er fullnaðarúrskurður um skattfjárhæð. Ágreining um skattskylduna og skattstofnana má bera undir dómstóla. Áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu frestar ekki eindaga tekjuskatts né leysir undan neinum viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans. Hjón bera óskipta ábyrgð á greiðslum skatta sem á þau eru lagðir. „Getur innheimtumaður ríkissjóðs því gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja og ábyrgjast þau skattana með öllum eignum sínum og skiptir ekki máli hvort eignin er séreign skv. kaupmála eða hjúskapareign.“ Ef einstaklingar eru í vafa um að álagning þeirra sé rétt fengin ættu þeir að leita aðstoðar hjá ríkisskattstjóra eða leita ráðgjafar hjá fagmönnum t.d. hjá endurskoðendum og skattasérfræðingum. Þessi grein er byggð á efni úr námskeiðinu Skattskil I við Háskóla Íslands.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun