Þankar um menntunarstig og framtíð Magnús S. Magnússon skrifar 23. júlí 2010 06:00 Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun