Bakþankar Davíðs Þórs Jónssonar 29. júlí 2010 06:00 Davíð Þór Jónsson skrifar í Bakþanka blaðsins sem hann kallar „Norðlenska hljóðvillan I“ laugardag 24. júlí. Í fyrstu hefur hann upp til skýjanna að Íslendingar hafi staðið sig „allvel í varðveislu tungunnar“. Hann skrifar að með vitundarvakningu hafi tekist „að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða“. Þvílíkt bull! Davíð Þór þyrfti að búa í Austur-Noregi, þaðan sem flestir Norðmennirnir komu sem fluttust til Íslands fyrr á öldum. Þar tala Norðmenn nákvæmlega enn þann dag í dag sama málið og norsku innflytjendurnir til Austfjarða Íslands töluðu fyrrum. Og þar er það mál hvorki hætt né spottað, heldur talað og er þeirra upprunalega og virðulegasta tungumál sem er talað í Austur-Noregi. Þetta er sama tungumálið sem fólkið á Austfjörðum talar. Þar segir fólk nefnilega „me“ og „de“ þegar þeir sem eru ættaðir frá Austfjörðum á Íslandi segja „meg“ og „þeg“. Það eru að sjálfsögðu ótal orð önnur sem tengjast þessu tungutali í Noregi og Íslandi. Í Noregi er þetta tungumál heilu byggðarlaganna og því verður ekki útrýmt með spotti og háði. Ég var kennari í Austur-Noregi í 10 ár og skildi af hverju konan í Reykjavík, sem bjó í næsta húsi við mig, sagði meg og þeg og fleiri austfirsk orð, sem mér fannst svo falleg og vissi strax að var upprunalegt tungumál. Þetta var auðheyrilega málið sem þessi vinkona mín hafði talað alla ævi. Hún er nefnilega ættuð frá Eskifirði á Austfjörðum þar sem fólkið talar austfirskuna sína í friði fyrir Davíð Þór. Á Austfjörðum bjuggu flestir Íslendingar frá fyrstu tíð og þetta voru auðvitað allt verkafólk, mikið sjómenn og unnu allt það sem tengdist fiskveiðum. Þar voru að sjálfsögðu bændur líka og fleiri stéttir fólks. Á suðurhorni Íslands, sem tengdist skipakomum og verslun, var fljótt töluð íslenska blönduð dönskum og enskum slettum og meiri latmælska en tíðkaðist á landsbyggðinni. Þarna sem verslunin tíðkaðist mest af öllu var, eins og tíðkast mikið enn þann dag í dag, litið niður á fiskverkunarfólk sem oft lyktar af fiski. Það hefur löngun verið litið niður á verkafólk í Reykjavík, sérstaklega ef það talar ekki dönsku- og enskuskotna reykvísku. Austfirskan mun aldrei mást úr íslenskri tungu, hún er upprunalegt mál fólksins sem byggði firðina á Austurlandi og ég held það sé mál til komið að setja ofan í við hálærða guðfræðinga eins og Davíð Þór Jónsson sem finnst best að spotta og hæða fólk. Þá ætlar Davíð Þór að „útrýma með sama hætti hinni hvimleiðiu norðlensku hljóðvillu,“ sem hann meðal annars skrifar að „einkennist af meiri fábreytni málhljóða en íslensku er sæmandi“. Hvernig orðin „stúlka“, „lampi“ og „menntun“ er sögð fyrir norðan er fallegri og festulegri framburður en tíðkast í sunnlenskunni. Ég átti því láni að fagna að dvelja með börnum mínum á unga aldri á sumrin á sveitabæ í Eyjafirði og þar var töluð falleg norðlenska með sínum fagra hljómburði. Einnig talaði fólkið hægar og gaf sér meiri tíma í að tala fyrir bragðið. Ég minnist þess alltaf þegar við komum suður til Reykjavíkur hve það var hræðilegt að heyra ungmennin tala saman oft hratt og því óskýrt og því erfitt að skilja þau. Við áttum svo góðu að venjast eftir að tala alla daga við eyfirskt bændafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Davíð Þór Jónsson skrifar í Bakþanka blaðsins sem hann kallar „Norðlenska hljóðvillan I“ laugardag 24. júlí. Í fyrstu hefur hann upp til skýjanna að Íslendingar hafi staðið sig „allvel í varðveislu tungunnar“. Hann skrifar að með vitundarvakningu hafi tekist „að útrýma flámæli á sínum tíma með því að spotta það og hæða“. Þvílíkt bull! Davíð Þór þyrfti að búa í Austur-Noregi, þaðan sem flestir Norðmennirnir komu sem fluttust til Íslands fyrr á öldum. Þar tala Norðmenn nákvæmlega enn þann dag í dag sama málið og norsku innflytjendurnir til Austfjarða Íslands töluðu fyrrum. Og þar er það mál hvorki hætt né spottað, heldur talað og er þeirra upprunalega og virðulegasta tungumál sem er talað í Austur-Noregi. Þetta er sama tungumálið sem fólkið á Austfjörðum talar. Þar segir fólk nefnilega „me“ og „de“ þegar þeir sem eru ættaðir frá Austfjörðum á Íslandi segja „meg“ og „þeg“. Það eru að sjálfsögðu ótal orð önnur sem tengjast þessu tungutali í Noregi og Íslandi. Í Noregi er þetta tungumál heilu byggðarlaganna og því verður ekki útrýmt með spotti og háði. Ég var kennari í Austur-Noregi í 10 ár og skildi af hverju konan í Reykjavík, sem bjó í næsta húsi við mig, sagði meg og þeg og fleiri austfirsk orð, sem mér fannst svo falleg og vissi strax að var upprunalegt tungumál. Þetta var auðheyrilega málið sem þessi vinkona mín hafði talað alla ævi. Hún er nefnilega ættuð frá Eskifirði á Austfjörðum þar sem fólkið talar austfirskuna sína í friði fyrir Davíð Þór. Á Austfjörðum bjuggu flestir Íslendingar frá fyrstu tíð og þetta voru auðvitað allt verkafólk, mikið sjómenn og unnu allt það sem tengdist fiskveiðum. Þar voru að sjálfsögðu bændur líka og fleiri stéttir fólks. Á suðurhorni Íslands, sem tengdist skipakomum og verslun, var fljótt töluð íslenska blönduð dönskum og enskum slettum og meiri latmælska en tíðkaðist á landsbyggðinni. Þarna sem verslunin tíðkaðist mest af öllu var, eins og tíðkast mikið enn þann dag í dag, litið niður á fiskverkunarfólk sem oft lyktar af fiski. Það hefur löngun verið litið niður á verkafólk í Reykjavík, sérstaklega ef það talar ekki dönsku- og enskuskotna reykvísku. Austfirskan mun aldrei mást úr íslenskri tungu, hún er upprunalegt mál fólksins sem byggði firðina á Austurlandi og ég held það sé mál til komið að setja ofan í við hálærða guðfræðinga eins og Davíð Þór Jónsson sem finnst best að spotta og hæða fólk. Þá ætlar Davíð Þór að „útrýma með sama hætti hinni hvimleiðiu norðlensku hljóðvillu,“ sem hann meðal annars skrifar að „einkennist af meiri fábreytni málhljóða en íslensku er sæmandi“. Hvernig orðin „stúlka“, „lampi“ og „menntun“ er sögð fyrir norðan er fallegri og festulegri framburður en tíðkast í sunnlenskunni. Ég átti því láni að fagna að dvelja með börnum mínum á unga aldri á sumrin á sveitabæ í Eyjafirði og þar var töluð falleg norðlenska með sínum fagra hljómburði. Einnig talaði fólkið hægar og gaf sér meiri tíma í að tala fyrir bragðið. Ég minnist þess alltaf þegar við komum suður til Reykjavíkur hve það var hræðilegt að heyra ungmennin tala saman oft hratt og því óskýrt og því erfitt að skilja þau. Við áttum svo góðu að venjast eftir að tala alla daga við eyfirskt bændafólk.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar