Auðlindir og fjárfestingar 30. júlí 2010 06:00 Hvers vegna eru ekki betri þröskuldar til fyrirstöðu gegn fjárfestingum erlendra aðila í auðlindum okkar Íslendinga en raun ber vitni? Varðandi síðustu fjárfestingar erlends aðila í orkugeiranum, sem stofnaði einfaldlega „skúffufyrirtæki" í einu af EES-löndunum til að geta fjárfest á Íslandi í arðvænlegu orkufyrirtæki, en lög mæla svo fyrir að erlendir aðilar utan EES megi ekki fjárfesta í auðlindum Íslands eða neinu EES-landanna nema þeir eigi fyrirtæki á EES. Stofnendur skúffufyrirtækisins hvorki hafa né munu hafa nokkurn rekstur í því landi sem skúffan er stofnuð í, þetta erlenda fyrirtæki greiðir einungis þóknun til einhverrar lögfræðistofu í viðkomandi skúffulandi til að sjá um skúffuna fyrir sig. Ég dreg einnig stórlega í efa að eigendur og stjórnendur hafi komið til skúffulandsins sjálfir. Hefði þá ekki verið gáfulegt um leið og EES-samningurinn var gerður á sínum tíma, að setja einfaldan þröskuld með t.d. eftirfarandi texta: „Þeir erlendu aðilar sem ætla að fjárfesta í íslenskum auðlindum, þurfa að hafa rekið fyrirtæki á EES í minnst 5 ár í því landi sem þeir eru lögaðilar í og þá hafa þeir einungis heimild til að fjárfesta ¼ í viðkomandi auðlindarfyrirtæki, svo sem orkuveitum, sjávarútvegsfyritækjum og landbúnaði. Ekki er leyfilegt að kaupa upp fyrirtæki til að öðlast þennan fárfestingarétt í auðlindum EES-landanna. Viðkomandi fjárfestir skal hafa rekið fyrirtækið í eigin nafni framangreind 5 ár. Viðkomandi fyrirtæki þess sem ætlar að fjárfesta í ofangreindum auðlindum, skal ekki vera að neinu leyti í eigu erlendra aðila." Varðandi ofangreint nýlegt dæmi um fjárfestingu erlends aðila í orkugeiranum læðist að mér sá grunur að innan ekki langs tíma muni Kínverjar eignast þennan hlut, og hvers vegna? Jú, hagstæð sala vegna stórhækkaðs gengis á fyrirtækinu. Það skyldi þó ekki hafa verið tilgangurinn frá upphafi að braska með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar? Hvers vegna eru ekki nú þegar til staðar þröskuldar sem stöðva alla bakdyraeignamyndun erlendra aðila eins og til dæmis síðustu gjörningarnir í þeim efnum þar sem kínversk efnafjölskylda kemst upp með að eignast 43% eignarhluta í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki? Að lokum: Er kannski svo komið að EES-samningurinn, og sá 63% reglugerðarhluti ESB sem þegar er búið að innleiða í íslenskt þjóðfélag, sé að koma illilega í bakið á okkur þar sem báðir þessir aðilar virðast vera hafnir yfir allt sem íslenskt er, þannig að við Íslendingar stöndum bara berskjaldaðir gagnvart því að geta varið okkar auðlindir sem gera okkur það mögulegt að búa hér frjáls í þessu landi okkar. Einnig má segja að viss vá sé fyrir dyrum gagnvart lýðræðinu í landinu þegar umræðan er komin á það stig að menn eru farnir að tala um nauðsyn þess að breyta íslensku stjórnarskránni til að samræma hana EES og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna eru ekki betri þröskuldar til fyrirstöðu gegn fjárfestingum erlendra aðila í auðlindum okkar Íslendinga en raun ber vitni? Varðandi síðustu fjárfestingar erlends aðila í orkugeiranum, sem stofnaði einfaldlega „skúffufyrirtæki" í einu af EES-löndunum til að geta fjárfest á Íslandi í arðvænlegu orkufyrirtæki, en lög mæla svo fyrir að erlendir aðilar utan EES megi ekki fjárfesta í auðlindum Íslands eða neinu EES-landanna nema þeir eigi fyrirtæki á EES. Stofnendur skúffufyrirtækisins hvorki hafa né munu hafa nokkurn rekstur í því landi sem skúffan er stofnuð í, þetta erlenda fyrirtæki greiðir einungis þóknun til einhverrar lögfræðistofu í viðkomandi skúffulandi til að sjá um skúffuna fyrir sig. Ég dreg einnig stórlega í efa að eigendur og stjórnendur hafi komið til skúffulandsins sjálfir. Hefði þá ekki verið gáfulegt um leið og EES-samningurinn var gerður á sínum tíma, að setja einfaldan þröskuld með t.d. eftirfarandi texta: „Þeir erlendu aðilar sem ætla að fjárfesta í íslenskum auðlindum, þurfa að hafa rekið fyrirtæki á EES í minnst 5 ár í því landi sem þeir eru lögaðilar í og þá hafa þeir einungis heimild til að fjárfesta ¼ í viðkomandi auðlindarfyrirtæki, svo sem orkuveitum, sjávarútvegsfyritækjum og landbúnaði. Ekki er leyfilegt að kaupa upp fyrirtæki til að öðlast þennan fárfestingarétt í auðlindum EES-landanna. Viðkomandi fjárfestir skal hafa rekið fyrirtækið í eigin nafni framangreind 5 ár. Viðkomandi fyrirtæki þess sem ætlar að fjárfesta í ofangreindum auðlindum, skal ekki vera að neinu leyti í eigu erlendra aðila." Varðandi ofangreint nýlegt dæmi um fjárfestingu erlends aðila í orkugeiranum læðist að mér sá grunur að innan ekki langs tíma muni Kínverjar eignast þennan hlut, og hvers vegna? Jú, hagstæð sala vegna stórhækkaðs gengis á fyrirtækinu. Það skyldi þó ekki hafa verið tilgangurinn frá upphafi að braska með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar? Hvers vegna eru ekki nú þegar til staðar þröskuldar sem stöðva alla bakdyraeignamyndun erlendra aðila eins og til dæmis síðustu gjörningarnir í þeim efnum þar sem kínversk efnafjölskylda kemst upp með að eignast 43% eignarhluta í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki? Að lokum: Er kannski svo komið að EES-samningurinn, og sá 63% reglugerðarhluti ESB sem þegar er búið að innleiða í íslenskt þjóðfélag, sé að koma illilega í bakið á okkur þar sem báðir þessir aðilar virðast vera hafnir yfir allt sem íslenskt er, þannig að við Íslendingar stöndum bara berskjaldaðir gagnvart því að geta varið okkar auðlindir sem gera okkur það mögulegt að búa hér frjáls í þessu landi okkar. Einnig má segja að viss vá sé fyrir dyrum gagnvart lýðræðinu í landinu þegar umræðan er komin á það stig að menn eru farnir að tala um nauðsyn þess að breyta íslensku stjórnarskránni til að samræma hana EES og ESB.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar