Til hvers er þá setið? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar 26. júlí 2010 06:00 Nýlega kom fram að Ross Beaty, framkvæmdastjóri Magma Energy, vildi efna til samstarfs við Hrunamannahrepp um orkurannsóknir á svæðinu frá Flúðum upp í Kerlingarfjöll með nýtingu jarðvarma í huga. Á svipuðum tíma bárust fréttir af áformum um að Suðurorku ehf. yrði veitt rannsóknarleyfi á vatnasviðum Skaftár og Tungufljóts í Skaftártungu. Suðurorka er að stórum hluta í eigu HS orku sem aftur er komið undir handarjaðar fyrrnefnds Ross Beaty. Hann lætur sér ekki nægja að horfa upp til Kerlingarfjallanna heldur má sjá á veraldarvefnum að hann lætur til sín taka í Suður-Ameríku, Kína og eflaust víðar. Og fyrst Kína er nefnt þá fór það eflaust ekki framhjá neinum hve mikinn áhuga Kínverjar sýndu orkuauðlindum landsins í sumar. Á meðal fjárfesta hafi aldrei verið eins mikill áhugi á því og nú að koma ár sinni fyrir borð í vatns-orkubúskap þjóðanna. Skýringin er augljós. Þarna eru mjólkurkýr framtíðarinnar, verðmæti sem allir braskarar ásælast. Þess vegna skilgreina sumar Evrópuþjóðir orkuiðnaðinn sem öryggisþátt og vilja girða fyrir utanaðkomandi fjárfestingar. Það var yfir slíka girðingu sem Ross Beaty vildi klifra þegar hann þóttist vera heimilisfastur í Svíþjóð, og þar með á hinu evrópska efnahagssvæði en ekki í Kanada með fyrirtæki sitt. M.a. vegna þessarar sviksemi geta íslensk stjórnvöld stoppað sókn hans inn í auðlindir Íslands. Það er svo annað mál að sænsk skúffa þarf ekki endilega að vera verri en kanadísk eða íslensk skúffa, eins og dæmin sanna. Munurinn á innlendum og erlendum fjárfestum er reyndar sá að í síðara tilvikinu streymir allur gróði beinustu leið úr landi. Að benda á slíkt snýst ekki um meintan þjóðernisrembing heldur hvert fjármagn af auðlindum landsins berst. En þótt það kunni á þennan tiltekna hátt að vera skárra að hagnaðurinn staðnæmist í íslenskum fjárfestingarvasa hljóta almannahagsmunir að snúast um annað og mun veigameira: Að auðlindir Íslands lendi ekki ofan í prívatvösum, sama hverra. Þetta er grundvallarmál. Auðlindirnar á að nýta í þágu samfélagsins en ekki örfárra risasamsteypa eða bisnessmanna. Af slíku hlýtur að vera komið nóg nema fólk vilji að 2007 endurtaki sig í sífellu. Ríkisstjórnin verður að koma í veg fyrir þessa áframhaldandi og grafalvarlegu þróun og það strax enda tíminn naumur. Ef ekkert er að gert til hvers er þá setið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom fram að Ross Beaty, framkvæmdastjóri Magma Energy, vildi efna til samstarfs við Hrunamannahrepp um orkurannsóknir á svæðinu frá Flúðum upp í Kerlingarfjöll með nýtingu jarðvarma í huga. Á svipuðum tíma bárust fréttir af áformum um að Suðurorku ehf. yrði veitt rannsóknarleyfi á vatnasviðum Skaftár og Tungufljóts í Skaftártungu. Suðurorka er að stórum hluta í eigu HS orku sem aftur er komið undir handarjaðar fyrrnefnds Ross Beaty. Hann lætur sér ekki nægja að horfa upp til Kerlingarfjallanna heldur má sjá á veraldarvefnum að hann lætur til sín taka í Suður-Ameríku, Kína og eflaust víðar. Og fyrst Kína er nefnt þá fór það eflaust ekki framhjá neinum hve mikinn áhuga Kínverjar sýndu orkuauðlindum landsins í sumar. Á meðal fjárfesta hafi aldrei verið eins mikill áhugi á því og nú að koma ár sinni fyrir borð í vatns-orkubúskap þjóðanna. Skýringin er augljós. Þarna eru mjólkurkýr framtíðarinnar, verðmæti sem allir braskarar ásælast. Þess vegna skilgreina sumar Evrópuþjóðir orkuiðnaðinn sem öryggisþátt og vilja girða fyrir utanaðkomandi fjárfestingar. Það var yfir slíka girðingu sem Ross Beaty vildi klifra þegar hann þóttist vera heimilisfastur í Svíþjóð, og þar með á hinu evrópska efnahagssvæði en ekki í Kanada með fyrirtæki sitt. M.a. vegna þessarar sviksemi geta íslensk stjórnvöld stoppað sókn hans inn í auðlindir Íslands. Það er svo annað mál að sænsk skúffa þarf ekki endilega að vera verri en kanadísk eða íslensk skúffa, eins og dæmin sanna. Munurinn á innlendum og erlendum fjárfestum er reyndar sá að í síðara tilvikinu streymir allur gróði beinustu leið úr landi. Að benda á slíkt snýst ekki um meintan þjóðernisrembing heldur hvert fjármagn af auðlindum landsins berst. En þótt það kunni á þennan tiltekna hátt að vera skárra að hagnaðurinn staðnæmist í íslenskum fjárfestingarvasa hljóta almannahagsmunir að snúast um annað og mun veigameira: Að auðlindir Íslands lendi ekki ofan í prívatvösum, sama hverra. Þetta er grundvallarmál. Auðlindirnar á að nýta í þágu samfélagsins en ekki örfárra risasamsteypa eða bisnessmanna. Af slíku hlýtur að vera komið nóg nema fólk vilji að 2007 endurtaki sig í sífellu. Ríkisstjórnin verður að koma í veg fyrir þessa áframhaldandi og grafalvarlegu þróun og það strax enda tíminn naumur. Ef ekkert er að gert til hvers er þá setið?
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar