Fleiri fréttir

Sjáðu Ólaf Elíasson breika

Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni.

Andarnir á Kúbu vilja bara gott romm

Erpur Eyvindarson flytur fagnaðarendi rommsins í árlegri málstofu í dag þar sem hann fer yfir ýmis grundvallaratriði eins og muninn á bragðefnasulli og meistarablöndum.

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.

Svaka kúl lúðasveit frá Þorlákshöfn

Tónlistarlífið í Þorlákshöfn er býsna fjörugt og lúðrasveit bæjarins er ótrúlega fjölmenn miðað við höfðatölu. Formaðurinn segir þau vera "kúl lúða“ sem eigi auðvelt með að fá stjörnur til liðs við sig.

Gölluðu grínistarnir stefna á heimsyfirráð

Hlaðborð af greiningum sameinar uppistandsgrínarana í hópnum My Voices have Tourettes. Um þessar mundir er ár liðið frá því að þau byrjuðu að gera grín að andlegum meinum sínum og því ætla þau að fagna með góðgerðargríni annað kvöld.

Stærsti viðburður FÁSES á ári hverju

FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, stendur fyrir stærsta viðburði félagsins á ári hverju á næstu dögum.

Var of feiminn til að dansa við stelpurnar

Draumur Sverris Gauta Svavarssonar hefur ætíð verið að verða leikari. Í honum blundaði dansari en sökum feimni skorti hann kjark til að dansa við stelpur. Nú snýr hann ballerínum og getur vart gert upp á milli leiklistar og dans.

Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover

"Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.

Einstakt lítið hús á hjólum

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Gerðu stólpagrín að vandræðum Biden

Biden, sem ætlar líklegast að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári, hefur verið sakaður um að snerta konur á óviðeigandi hátt.

Eins og ABBA nema marxískari

Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara í hljómsveitinni Hatara, nuddaði axlirnar á Klemens Hannigan á meðan þeir svöruðu spurningum blaðamanns í tengslum við Eurovisiontónleika sem þeir komu fram á í Amsterdam í gær.

Er mjög misskilin manneskja

Manúela Ósk Harðardóttir vakti fyrst athygli hér á landi árið 2002 þegar hún varð Ungfrú Ísland, aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur Manúela verið áberandi hér á landi og jafnvel víðar. Hún hefur verið töluvert búsett í Bandaríkjunum en býr í dag í Hafnarfirðinum.

Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur

FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí.

Blóðmör er sigurvegari Músíktilrauna 2019

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2019 fór fram í Norðurljósum í Hörpu í kvöld. Hljómsveitin Blóðmör bar sigur úr býtum í þetta skipti og fetar því í fótspor sveita á borð við Of Monsters and Men, Vök, XXX Rottweiler hunda, Ateria og Agent Fresco, svo einhver siguratriði séu nefnd.

Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina.

Sjá næstu 50 fréttir