Fleiri fréttir Felldu tár fyrir Potter Mikið var um dýrðir í London þegar rauða dreglinum var rennt út fyrir leikaralið Harry Potter myndanna. Síðasta myndin í seríunni um vinsæla galdrastrákinn, Harry Potter og dauðadjásnin, seinni hluti, var frumsýnd í London í vikunni. 9.7.2011 22:00 Tvítyngdar Hollywood-stjörnur Stjörnur eru ekki aðeins fríðar ásýndum heldur eru þær margar einnig vel að sér í tungumálum. Til að mynda tala þau Joseph Gordon-Levitt og Jodie Foster bæði frönsku og Gwyneth Paltrow og Casey Affleck eru þekkt fyrir góða spænskukunnáttu. Aðrar stjörnur eru þó svo heppnar að hafa fengið sitt annað tungumál strax með móðurmjólkinni. 9.7.2011 21:00 Daníel Bjarnason á næstu plötu Sigur Rósar "Við unnum smá verkefni með honum um daginn og það var alveg rosalega gaman, hann er algjör snillingur. Hann verður alveg pottþétt hluti af plötunni,“ segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. 9.7.2011 20:00 Clooney þoldi ekki athyglissýkina George Clooney og ítalska fjölmiðlakonan Elisabetta Canalis ákváðu í júní að slíta samandi sínu. Mikið hefur verið fjallað um sambandsslitin bæði í ítölskum og bandarískum fjölmiðlum og velta menn því fyrir sér hvað hafi valdið slitunum. 9.7.2011 20:00 Rokkhamborgarar á hjólum "Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í þessa hluti og langað til að gera eitthvað þessu líkt. Ég datt í algjöran lukkupott þegar ég fann þennan bíl,“ segir Guðfinnur Karlsson, athafnamaður með meiru en oftast kenndur við Prikið. Á næstunni mega höfuðborgarbúar búast við því að sjá einstakt farartæki á götum bæjarins. Hamborgarastað á hjólum, innblásinn af rokki og róli eins og nafnið gefur til kynna; Rokk Inn. Finni er kominn með leyfi fyrir bílnum á Geirsgötuplani, ætlar að færa út kvíarnar enn frekar og hyggst jafnframt herja á afmæli og aðrar veislur. 9.7.2011 19:00 Keppast um hylli kvenna Það ríkir mikil og hörð samkeppni milli karlkyns leikara sjónvarpsþáttanna True Blood ef marka má frétt Star Magazine. Tímaritið heldur því fram að leikararnir berjist um bestu línurnar og athygli kvenna. 9.7.2011 15:00 Lady Gaga í tómu rugli Lady Gaga segist ekki lengur gera greinarmun á sjálfri sér og þeirri persónu sem kemur fram á sviðinu. Lady Gaga, sem heitir réttu nafni Stefani Germanotta, segir að hún fari oft á tíðum svo djúpt í karakter að búningarnir og framkoma hennar séu einfaldlega orðin jafn mikilvæg og líffærin. 9.7.2011 15:00 Charlie Murphy segir sannar sögur í Hörpu "Charlie Murphy er mjög fyndinn sögumaður,“ segir Berang Shahrokni, verkefnastjóri hjá sænska afþreyingarfyrirtækinu Absimilis Entertainment. 9.7.2011 14:00 Hrósar lífvörðunum Paris Hilton hrósar lífvörðum sínum í hástert fyrir frammistöðu þeirra þegar þeir yfirbuguðu eltihrelli fyrir utan heimili fyrirsætunnar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 9.7.2011 13:00 Góðar stundir með Pamelu Kid Rock segir að hjónaband hans og Pamelu Anderson hafi verið stórskemmtilegt. Parið gifti sig árið 2006 en þau skildu aðeins fimm mánuðum síðar. Kid Rock segir að þrátt fyrir einhverja erfiðleika hafi hann aldrei skemmt sér jafn vel í lífinu. 9.7.2011 11:00 Fegurðin í hrörnuninni Eyðibýli og húsarústir eru mynd- og yrkisefni Nökkva Elíassonar ljósmyndara og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ljóðskálds í bókinni Hús eru aldrei ein. 9.7.2011 10:00 Bieber selur ekki blöð Justin Bieber er ein vinsælasta stjarna poppheimsins um þessar mundir. Vinsældir hans duga þó alls ekki til að selja blöð og tímarit. Bieber prýddi febrúarforsíðu Vanity Fair og hreyfðist það varla úr hillum verslana. Þá olli sala á tölublöðum People og Teen Vogue þar sem hann prýddi forsíðuna miklum vonbrigðum. 8.7.2011 22:00 Efaðist aldrei um Clooney Einn nánasti vinur bandaríska leikarans George Clooney segist aldrei hafa haft trú á því að samband hans og Elisabettu Canalis myndi endast. Leikarinn sé svo harðákveðinn í því að giftast aldrei aftur né eignast börn. Canalis og Clooney slitu samvistum fyrir skemmstu eftir tveggja ára samband. 8.7.2011 20:00 Óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Þeir Benedikt Sölvi Stefánsson og Grétar Ingi Gunnarsson taka nú þátt í endurhljóðblöndunar (remix) keppni á netinu og keppast þar við að fá tækifæri á að fara til Ibiza og læra að búa til tónlist undir leiðsögn meistara danstónlistar í heiminum í dag. 8.7.2011 19:00 Portman búin að skíra Natalie Portman og eiginmaður hennar, Benjamin Millepied, hafa fundið nafn á nýfæddan son sinn. Drengurinn, sem fæddist í júní, hefur verið nefndur Alef, en nafnið er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. 8.7.2011 18:00 Suri Cruise leikur í mynd Slúðurmiðlar vestanhafs hafa nú greint frá því að Suri Cruise, fimm ára gömul dóttir þeirra Tom Cruise og Katie Holmes, sé nú að fara að leika í sinni fyrstu bíómynd. 8.7.2011 16:00 Íslensk tíska setur sitt mark á Leifsstöð Tískuvöruverslunin Dutyfree Fashion, opnaði aftur eftir endurbætur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Verslunin var stækkuð verulega og var íslensk hönnun sett í forgrunn. Íslensku merkin fá nú að njóta sín í botn fyrir áhugasama ferðalanga sem reka inn nefið. 8.7.2011 15:00 Börn hræðast Emmu Emma Watson segir að hún hræði reglulega ung börn sem halda að hún hafi galdrakrafta Hermione Granger í alvörunni og að hún muni leggja á þau álög. 8.7.2011 14:00 Fjarstýrir skemmtistað í Köben úr 101 Reykjavík "Það er æðislegt að vera komin heim,“ segir Dóra Takefusa, athafnakona og eigandi skemmtistaðarins Jolene í Kaupmannahöfn, en hún er flutt heim að nýju eftir fjögurra ára dvöl í Danmörku. 8.7.2011 13:00 Elma Lísa og María Heba lofa mögnuðum markaði Það verður nóg um að vera um helgina út um allt land. Í miðbænum er einnig ýmislegt á döfinni, þar á meðal fatamarkaður leikkvennanna Elmu Lísu og Maríu Hegu, og má búast við því að margar af pæjum bæjarins eigi eftir að legga leið sína þangað. 8.7.2011 12:30 Hálfur milljarður í skemmtigarð í Smáralind Risavaxinn skemmtigarður rís nú í Vetrargarðinum í Smáralind. Garðurinn verður á tveimur hæðum og kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. 8.7.2011 12:00 Bon Jovi og fjölskylda orðlaus yfir Íslandsdvölinni Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. 8.7.2011 11:00 Ágúst Bogason ræður sig til BSRB „Það var kominn tími til að breyta aðeins til,“ segir Ágúst Bogason, útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 2. 8.7.2011 10:00 Kvenfélagskonur fækka fötum á ný "Við erum að sýna konurnar eins og þær eru, engar þvengmjóar fyrirsætur heldur venjulegar konur,“ segir Sigríður Sigurfinnsdóttir, ein af konunum í kvenfélagi Biskupstungna. 8.7.2011 09:00 Öðruvísi efni frá Incubus Von er á sjöundu breiðskífu Incubus í næstu viku en liðsmenn hljómsveitarinnar segja plötuna allt öðruvísi en það sem áður hefur komið frá bandinu. 7.7.2011 23:00 Plata frá Noel Gallagher Noel Gallagher, rólegi Gallagher-bróðirinn, sendir frá sér sólóplötuna Noel Gallagher‘s High Flying Birds í október. 7.7.2011 22:00 Ný ofurgrúppa Jagger Mick Jagger er hvergi af baki dottinn þótt elli kerling sé farin að narta rækilega í hælana á söngvaranum. Hann hefur stofnað nýja ofurgrúppu ásamt sálarsöngkonunni Joss Stone, Damian Marley, syni Bob Marley, Dave Stewart úr Eurythmics og tónskáldinu A.R. Rahman, en sá á heiðurinn af tónlistinni í Slumdog Millionaire. Von er á nýrri smáskífu á næstunni sem hægt verður að hlaða niður af netinu og síðan er ráðgert að breiðskífa komi út í september. 7.7.2011 21:00 Enginn vill gefa út Morrissey Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. 7.7.2011 20:00 Feitu fyndnu karlarnir Það er alltaf pláss fyrir þéttvaxna ameríska brandarakarla á hvíta tjaldinu, kannski af því að Bandaríkjamenn eru meðal feitustu þjóða heims. Og húmorinn er fremur einfaldur; hann gengur út á át, búkhljóð og líkamsbygginguna. 7.7.2011 19:00 Leikkonur loðnar um lófana Leikkonurnar Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker eru launahæstu leikkonurnar í Hollywood samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Jolie hefur átt ágætu gengi að fagna á hvíta tjaldinu en kvikmyndirnar Salt og The Tourist nutu báðar mikillar hylli í miðasölu. Forbes heldur því fram að Jolie hafi þénað 30 milljónir dollara eða tæplega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna frá því í maí á síðasta ári til maí á þessu ári. 7.7.2011 18:00 Justin finnur ástina á ný Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman í mars en nú segja slúðurmiðlar vestanhafs að þau séu að taka saman aftur. „Þau eru að hittast á laun,“ sagði heimildarmaður og annar bætti við: „Þau hafa verið í sambandi alveg síðan þau hættu saman og ákváðu að gefa þessu annað tækifæri.“ 7.7.2011 17:00 Johnny Depp gerir númer fimm Johnny Depp hefur augljóslega ekki fengið nóg af því að vera þvoglumæltur á hvíta tjaldinu. Samkvæmt bandarískum kvikmyndavefjum er leikarinn á góðri leið með að ná samkomulagi um að leika í fimmtu myndinni um Jack Sparrow og sjóræningja Karíbahafsins. 7.7.2011 16:00 Frúin ánægð með Robbie Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, er ákaflega ánægð með eiginmanninn sinn og lýsir honum sem einhverri fyndnustu, mest heillandi og frumlegustu manneskju sem hún hafi hitt. 7.7.2011 15:00 Cheryl er kröfuhörð Cheryl Cole er búin að krefjast þess að fá nýtt hús og fullkomið hljóðver frá fyrrverandi eiginmanninum, Ashley Cole, ef hann ætlar að vinna hana á sitt band á nýjan leik. 7.7.2011 14:00 Krakkarnir elska Skálmöld Hljómsveitin Skálmöld kom tvisvar fram á Sódómu á þriðjudag ásamt færeysku hljómsveitinni Hamferð. Fyrri tónleikarnir voru fyrir alla aldurshópa og þeir seinni fyrir þá eldri. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á svæðinu á fyrri tónleikunum og myndaði einlæga gleði viðstaddra. 7.7.2011 13:00 Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari hefur tekið upp nýtt lag sem verður gefið út með haustinu. Þorvaldur er sjálfur farinn til Los Angeles en félagi hans Sólmundur Hólm, skemmtikraftur og rithöfundur, aðstoðaði Þorvald við textasmíð í laginu, sem ekki hefur fengið neitt nafn. 7.7.2011 12:00 Fagurt handbragð í París Sýningar á Haute Couture, eða hátískunni eins og það nefnist á íslensku, fara fram þessa dagana í París. Sýningarnar, sem gefa sköpunargáfu hönnuða frjálsan tauminn, einkennast af fáguðu handbragði og íburðarmiklum flíkum fyrir veturinn 2011. 7.7.2011 12:00 Hinsta kveðja Quarashi verður á tónleikum á Nasa "Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda,“ segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. 7.7.2011 11:00 Linda Björg í nýjum raunveruleikaþætti Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, tekur sæti dómara í nýjum raunveruleikaþætti sem hefst um áramótin á Stöð 2. Þáttunum hefur verið gefið nafnið Hannað fyrir Ísland og eru runnir undan rifjum Sigurjóns Sighvatssonar, kvikmyndaframleiðanda og eiganda útivistarmerkisins 66 gráður norður. Þættirnir eiga að gefa ungum, íslenskum hönnuðum tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri. "Og það er engin leið betri til þess en í gegnum sjónvarp,“ segir Sigurjón. Byrjað verður að auglýsa eftir þátttakendum í næsta mánuði. 7.7.2011 10:00 Bjóða í Húsdýragarðinn Atlantsolía býður öllum handhöfum dælulykils fyrirtækisins til veislu í Húsdýragarðinum í dag. Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að þetta sé í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn og er búist við fjölmenni. Síðast mættu um sex þúsund gestir. Boðið verður upp á Leikhópinn Lottu auk þess sem fulltrúar Latabæjar mæta og yngstu gestirnir fá frostpinna og blöðrur. Dalurinn opnar klukkan 10 en skemmtiatriðin byrja klukkan 15.00 og frítt er fyrir dælulykilshafa Atlantsolíu. 7.7.2011 09:35 Sturtusápa væntanleg frá Silver „Logi er ekki alveg hættur, ég er bara búinn að kaupa hans hlut og er því einn eigandi fyrirtækisins. Logi verður áfram stjórnarformaður og andlit fyrirtækisins,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og snyrtivörumógúll. 7.7.2011 09:00 Boyle hefur augastað á Firth Danny Boyle er að safna liði fyrir kvikmynd sína Trance en leikstjórinn hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár með kvikmyndum sínum Slumdog Millionaire og 127 Hours. 7.7.2011 09:00 Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7.7.2011 08:00 Átti ekki að fara í fangelsi Lindsay Lohan lætur vaða á súðum í viðtali við Vanity Fair og segir að réttarkerfið í Bandaríkjunum hafi komið illa fram við sig. Hún hefði til að mynda aldrei átt að fara í fangelsi. 7.7.2011 08:00 Skemmtigarður fyrir börnin „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. 7.7.2011 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Felldu tár fyrir Potter Mikið var um dýrðir í London þegar rauða dreglinum var rennt út fyrir leikaralið Harry Potter myndanna. Síðasta myndin í seríunni um vinsæla galdrastrákinn, Harry Potter og dauðadjásnin, seinni hluti, var frumsýnd í London í vikunni. 9.7.2011 22:00
Tvítyngdar Hollywood-stjörnur Stjörnur eru ekki aðeins fríðar ásýndum heldur eru þær margar einnig vel að sér í tungumálum. Til að mynda tala þau Joseph Gordon-Levitt og Jodie Foster bæði frönsku og Gwyneth Paltrow og Casey Affleck eru þekkt fyrir góða spænskukunnáttu. Aðrar stjörnur eru þó svo heppnar að hafa fengið sitt annað tungumál strax með móðurmjólkinni. 9.7.2011 21:00
Daníel Bjarnason á næstu plötu Sigur Rósar "Við unnum smá verkefni með honum um daginn og það var alveg rosalega gaman, hann er algjör snillingur. Hann verður alveg pottþétt hluti af plötunni,“ segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. 9.7.2011 20:00
Clooney þoldi ekki athyglissýkina George Clooney og ítalska fjölmiðlakonan Elisabetta Canalis ákváðu í júní að slíta samandi sínu. Mikið hefur verið fjallað um sambandsslitin bæði í ítölskum og bandarískum fjölmiðlum og velta menn því fyrir sér hvað hafi valdið slitunum. 9.7.2011 20:00
Rokkhamborgarar á hjólum "Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í þessa hluti og langað til að gera eitthvað þessu líkt. Ég datt í algjöran lukkupott þegar ég fann þennan bíl,“ segir Guðfinnur Karlsson, athafnamaður með meiru en oftast kenndur við Prikið. Á næstunni mega höfuðborgarbúar búast við því að sjá einstakt farartæki á götum bæjarins. Hamborgarastað á hjólum, innblásinn af rokki og róli eins og nafnið gefur til kynna; Rokk Inn. Finni er kominn með leyfi fyrir bílnum á Geirsgötuplani, ætlar að færa út kvíarnar enn frekar og hyggst jafnframt herja á afmæli og aðrar veislur. 9.7.2011 19:00
Keppast um hylli kvenna Það ríkir mikil og hörð samkeppni milli karlkyns leikara sjónvarpsþáttanna True Blood ef marka má frétt Star Magazine. Tímaritið heldur því fram að leikararnir berjist um bestu línurnar og athygli kvenna. 9.7.2011 15:00
Lady Gaga í tómu rugli Lady Gaga segist ekki lengur gera greinarmun á sjálfri sér og þeirri persónu sem kemur fram á sviðinu. Lady Gaga, sem heitir réttu nafni Stefani Germanotta, segir að hún fari oft á tíðum svo djúpt í karakter að búningarnir og framkoma hennar séu einfaldlega orðin jafn mikilvæg og líffærin. 9.7.2011 15:00
Charlie Murphy segir sannar sögur í Hörpu "Charlie Murphy er mjög fyndinn sögumaður,“ segir Berang Shahrokni, verkefnastjóri hjá sænska afþreyingarfyrirtækinu Absimilis Entertainment. 9.7.2011 14:00
Hrósar lífvörðunum Paris Hilton hrósar lífvörðum sínum í hástert fyrir frammistöðu þeirra þegar þeir yfirbuguðu eltihrelli fyrir utan heimili fyrirsætunnar á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 9.7.2011 13:00
Góðar stundir með Pamelu Kid Rock segir að hjónaband hans og Pamelu Anderson hafi verið stórskemmtilegt. Parið gifti sig árið 2006 en þau skildu aðeins fimm mánuðum síðar. Kid Rock segir að þrátt fyrir einhverja erfiðleika hafi hann aldrei skemmt sér jafn vel í lífinu. 9.7.2011 11:00
Fegurðin í hrörnuninni Eyðibýli og húsarústir eru mynd- og yrkisefni Nökkva Elíassonar ljósmyndara og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ljóðskálds í bókinni Hús eru aldrei ein. 9.7.2011 10:00
Bieber selur ekki blöð Justin Bieber er ein vinsælasta stjarna poppheimsins um þessar mundir. Vinsældir hans duga þó alls ekki til að selja blöð og tímarit. Bieber prýddi febrúarforsíðu Vanity Fair og hreyfðist það varla úr hillum verslana. Þá olli sala á tölublöðum People og Teen Vogue þar sem hann prýddi forsíðuna miklum vonbrigðum. 8.7.2011 22:00
Efaðist aldrei um Clooney Einn nánasti vinur bandaríska leikarans George Clooney segist aldrei hafa haft trú á því að samband hans og Elisabettu Canalis myndi endast. Leikarinn sé svo harðákveðinn í því að giftast aldrei aftur né eignast börn. Canalis og Clooney slitu samvistum fyrir skemmstu eftir tveggja ára samband. 8.7.2011 20:00
Óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Þeir Benedikt Sölvi Stefánsson og Grétar Ingi Gunnarsson taka nú þátt í endurhljóðblöndunar (remix) keppni á netinu og keppast þar við að fá tækifæri á að fara til Ibiza og læra að búa til tónlist undir leiðsögn meistara danstónlistar í heiminum í dag. 8.7.2011 19:00
Portman búin að skíra Natalie Portman og eiginmaður hennar, Benjamin Millepied, hafa fundið nafn á nýfæddan son sinn. Drengurinn, sem fæddist í júní, hefur verið nefndur Alef, en nafnið er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. 8.7.2011 18:00
Suri Cruise leikur í mynd Slúðurmiðlar vestanhafs hafa nú greint frá því að Suri Cruise, fimm ára gömul dóttir þeirra Tom Cruise og Katie Holmes, sé nú að fara að leika í sinni fyrstu bíómynd. 8.7.2011 16:00
Íslensk tíska setur sitt mark á Leifsstöð Tískuvöruverslunin Dutyfree Fashion, opnaði aftur eftir endurbætur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Verslunin var stækkuð verulega og var íslensk hönnun sett í forgrunn. Íslensku merkin fá nú að njóta sín í botn fyrir áhugasama ferðalanga sem reka inn nefið. 8.7.2011 15:00
Börn hræðast Emmu Emma Watson segir að hún hræði reglulega ung börn sem halda að hún hafi galdrakrafta Hermione Granger í alvörunni og að hún muni leggja á þau álög. 8.7.2011 14:00
Fjarstýrir skemmtistað í Köben úr 101 Reykjavík "Það er æðislegt að vera komin heim,“ segir Dóra Takefusa, athafnakona og eigandi skemmtistaðarins Jolene í Kaupmannahöfn, en hún er flutt heim að nýju eftir fjögurra ára dvöl í Danmörku. 8.7.2011 13:00
Elma Lísa og María Heba lofa mögnuðum markaði Það verður nóg um að vera um helgina út um allt land. Í miðbænum er einnig ýmislegt á döfinni, þar á meðal fatamarkaður leikkvennanna Elmu Lísu og Maríu Hegu, og má búast við því að margar af pæjum bæjarins eigi eftir að legga leið sína þangað. 8.7.2011 12:30
Hálfur milljarður í skemmtigarð í Smáralind Risavaxinn skemmtigarður rís nú í Vetrargarðinum í Smáralind. Garðurinn verður á tveimur hæðum og kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. 8.7.2011 12:00
Bon Jovi og fjölskylda orðlaus yfir Íslandsdvölinni Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. 8.7.2011 11:00
Ágúst Bogason ræður sig til BSRB „Það var kominn tími til að breyta aðeins til,“ segir Ágúst Bogason, útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 2. 8.7.2011 10:00
Kvenfélagskonur fækka fötum á ný "Við erum að sýna konurnar eins og þær eru, engar þvengmjóar fyrirsætur heldur venjulegar konur,“ segir Sigríður Sigurfinnsdóttir, ein af konunum í kvenfélagi Biskupstungna. 8.7.2011 09:00
Öðruvísi efni frá Incubus Von er á sjöundu breiðskífu Incubus í næstu viku en liðsmenn hljómsveitarinnar segja plötuna allt öðruvísi en það sem áður hefur komið frá bandinu. 7.7.2011 23:00
Plata frá Noel Gallagher Noel Gallagher, rólegi Gallagher-bróðirinn, sendir frá sér sólóplötuna Noel Gallagher‘s High Flying Birds í október. 7.7.2011 22:00
Ný ofurgrúppa Jagger Mick Jagger er hvergi af baki dottinn þótt elli kerling sé farin að narta rækilega í hælana á söngvaranum. Hann hefur stofnað nýja ofurgrúppu ásamt sálarsöngkonunni Joss Stone, Damian Marley, syni Bob Marley, Dave Stewart úr Eurythmics og tónskáldinu A.R. Rahman, en sá á heiðurinn af tónlistinni í Slumdog Millionaire. Von er á nýrri smáskífu á næstunni sem hægt verður að hlaða niður af netinu og síðan er ráðgert að breiðskífa komi út í september. 7.7.2011 21:00
Enginn vill gefa út Morrissey Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. 7.7.2011 20:00
Feitu fyndnu karlarnir Það er alltaf pláss fyrir þéttvaxna ameríska brandarakarla á hvíta tjaldinu, kannski af því að Bandaríkjamenn eru meðal feitustu þjóða heims. Og húmorinn er fremur einfaldur; hann gengur út á át, búkhljóð og líkamsbygginguna. 7.7.2011 19:00
Leikkonur loðnar um lófana Leikkonurnar Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker eru launahæstu leikkonurnar í Hollywood samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Jolie hefur átt ágætu gengi að fagna á hvíta tjaldinu en kvikmyndirnar Salt og The Tourist nutu báðar mikillar hylli í miðasölu. Forbes heldur því fram að Jolie hafi þénað 30 milljónir dollara eða tæplega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna frá því í maí á síðasta ári til maí á þessu ári. 7.7.2011 18:00
Justin finnur ástina á ný Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman í mars en nú segja slúðurmiðlar vestanhafs að þau séu að taka saman aftur. „Þau eru að hittast á laun,“ sagði heimildarmaður og annar bætti við: „Þau hafa verið í sambandi alveg síðan þau hættu saman og ákváðu að gefa þessu annað tækifæri.“ 7.7.2011 17:00
Johnny Depp gerir númer fimm Johnny Depp hefur augljóslega ekki fengið nóg af því að vera þvoglumæltur á hvíta tjaldinu. Samkvæmt bandarískum kvikmyndavefjum er leikarinn á góðri leið með að ná samkomulagi um að leika í fimmtu myndinni um Jack Sparrow og sjóræningja Karíbahafsins. 7.7.2011 16:00
Frúin ánægð með Robbie Ayda Field, eiginkona Robbie Williams, er ákaflega ánægð með eiginmanninn sinn og lýsir honum sem einhverri fyndnustu, mest heillandi og frumlegustu manneskju sem hún hafi hitt. 7.7.2011 15:00
Cheryl er kröfuhörð Cheryl Cole er búin að krefjast þess að fá nýtt hús og fullkomið hljóðver frá fyrrverandi eiginmanninum, Ashley Cole, ef hann ætlar að vinna hana á sitt band á nýjan leik. 7.7.2011 14:00
Krakkarnir elska Skálmöld Hljómsveitin Skálmöld kom tvisvar fram á Sódómu á þriðjudag ásamt færeysku hljómsveitinni Hamferð. Fyrri tónleikarnir voru fyrir alla aldurshópa og þeir seinni fyrir þá eldri. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á svæðinu á fyrri tónleikunum og myndaði einlæga gleði viðstaddra. 7.7.2011 13:00
Nýtt lag á leiðinni frá Þorvaldi Davíð Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari hefur tekið upp nýtt lag sem verður gefið út með haustinu. Þorvaldur er sjálfur farinn til Los Angeles en félagi hans Sólmundur Hólm, skemmtikraftur og rithöfundur, aðstoðaði Þorvald við textasmíð í laginu, sem ekki hefur fengið neitt nafn. 7.7.2011 12:00
Fagurt handbragð í París Sýningar á Haute Couture, eða hátískunni eins og það nefnist á íslensku, fara fram þessa dagana í París. Sýningarnar, sem gefa sköpunargáfu hönnuða frjálsan tauminn, einkennast af fáguðu handbragði og íburðarmiklum flíkum fyrir veturinn 2011. 7.7.2011 12:00
Hinsta kveðja Quarashi verður á tónleikum á Nasa "Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda,“ segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. 7.7.2011 11:00
Linda Björg í nýjum raunveruleikaþætti Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, tekur sæti dómara í nýjum raunveruleikaþætti sem hefst um áramótin á Stöð 2. Þáttunum hefur verið gefið nafnið Hannað fyrir Ísland og eru runnir undan rifjum Sigurjóns Sighvatssonar, kvikmyndaframleiðanda og eiganda útivistarmerkisins 66 gráður norður. Þættirnir eiga að gefa ungum, íslenskum hönnuðum tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri. "Og það er engin leið betri til þess en í gegnum sjónvarp,“ segir Sigurjón. Byrjað verður að auglýsa eftir þátttakendum í næsta mánuði. 7.7.2011 10:00
Bjóða í Húsdýragarðinn Atlantsolía býður öllum handhöfum dælulykils fyrirtækisins til veislu í Húsdýragarðinum í dag. Í tilkynningu frá Atlantsolíu segir að þetta sé í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn og er búist við fjölmenni. Síðast mættu um sex þúsund gestir. Boðið verður upp á Leikhópinn Lottu auk þess sem fulltrúar Latabæjar mæta og yngstu gestirnir fá frostpinna og blöðrur. Dalurinn opnar klukkan 10 en skemmtiatriðin byrja klukkan 15.00 og frítt er fyrir dælulykilshafa Atlantsolíu. 7.7.2011 09:35
Sturtusápa væntanleg frá Silver „Logi er ekki alveg hættur, ég er bara búinn að kaupa hans hlut og er því einn eigandi fyrirtækisins. Logi verður áfram stjórnarformaður og andlit fyrirtækisins,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og snyrtivörumógúll. 7.7.2011 09:00
Boyle hefur augastað á Firth Danny Boyle er að safna liði fyrir kvikmynd sína Trance en leikstjórinn hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár með kvikmyndum sínum Slumdog Millionaire og 127 Hours. 7.7.2011 09:00
Kravitz féll í stafi yfir Sruli Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz féll fyrir hönnun Sruli Recht þegar ný herralína hans var frumsýnd í París fyrir skemmstu. 7.7.2011 08:00
Átti ekki að fara í fangelsi Lindsay Lohan lætur vaða á súðum í viðtali við Vanity Fair og segir að réttarkerfið í Bandaríkjunum hafi komið illa fram við sig. Hún hefði til að mynda aldrei átt að fara í fangelsi. 7.7.2011 08:00
Skemmtigarður fyrir börnin „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. 7.7.2011 07:00
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp