Fleiri fréttir Anna Mjöll með skilnaðarblús Anna Mjöll Ólafsdóttir býr og starfar í Los Angeles. Hún heldur fyrstu stóru sólótónleikana sína í borginni í kvöld, á hinni gagnmerku djassbúllu The Baked Potato. „Eigandinn er búinn að biðja mig lengi um að koma einhverju saman og troða upp hjá sér og það passar vel að gera það núna þegar nýja sólóplatan mín er að koma út," segir Anna Mjöll. 5.11.2009 06:00 Eins og traktor á þjóðvegi Fyrsta plata Feldberg, Don‘t Be a Stranger, er komin út. Feldberg er samstarfsverkefni söngkonunnar Rósu Birgittu Ísfeld, sem syngur að auki með hljómsveitinni Sometime, og Einars Tönsberg, sem hefur gert það gott sem einyrkinn Eberg. Allt byrjaði þetta með grípandi popplagi í auglýsingu. „Það var vegna Kringluauglýsingar (lagið „Running Around“) sem við hittumst fyrst. Upp úr því fórum við að hittast reglulega til að sjá svona hvað kæmi út úr því,“ segir Einar. 5.11.2009 06:00 ENDURUNNIN ÁST ÞÓTTI BERA AF Verkefnið Love Recycled var kosið besta verkefnið á námskeiði á vegum Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, en þar fengu nemendur að vinna úr hugmyndum að fjórtán fyrirtækjum og var þema námskeiðsins „góðverk“. „Hugmyndin að baki Love Recycled er að endurvinna skart. Það er fullt af fólki sem byrjar saman og hættir síðan saman einhverju seinna. 5.11.2009 06:00 Þægileg bakgrunnstónlist A+ „Ég kalla þetta grúvgrúppuna,“ segir plötusnúðurinn Atli Rúnar sem hefur stofnað hljómsveitina A+. „Þetta er mitt hugarfóstur. Það tekur oft á taugarnar að vera popp-Dj, að hjakkast í sömu partíblöðrunum allar helgar. Poppið hefur eiginlega aldrei verið minn vettvangur. Þessi tegund af tónlist er nær mínu hjarta, svona house, soul, fönk, grúv og diskó,“ segir Atli Rúnar. 5.11.2009 06:00 Missti vinnuna og opnaði líkamsræktarstöð „Mér og samstarfskonu minni datt þetta í hug þegar við vorum að vinna saman því við höfðum báðar mikinn áhuga á líkamsrækt. Þegar kreppan skall á misstum við báðar vinnuna og í stað þess að sitja aðgerðarlausar heima ákváðum við að opna okkar eigin líkamsræktarstöð. Við opnuðum Studio Fitt saman í janúar en hin flutti út í sumar og nú er ég ein eftir ásamt tveimur þjálfurum,“ segir Elísabet Tanía Smáradóttir, viðskiptafræðingur og Fit Pilates kennari sem rekur líkamsræktarstöðina Studio Fitt við Seljaveg. Stöðin býður meðal annars upp á tíma í Fit Pilates, boot camp fyrir konur og jóga, svo fátt eitt sé nefnt. 5.11.2009 06:00 Reiður Einar Már í Danmörku Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. 5.11.2009 06:00 Kynlífið gerði kraftaverk „Tilraunin gerði stórt kraftaverk - ég mæli eindregið með þessu," segir Kristín Gígja Sigurðardóttir. 5.11.2009 06:00 Ásdís og Eldfuglinn Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. 5.11.2009 05:45 Finnst strákar einfaldir Leikkonan Kate Hudson er á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Elle UK. Í viðtali við blaðið segist Hudson líta á karlmenn sem drengi. „Þegar ég tala við stráka þá finnst mér sem þeir heyri bara sumt af því sem maður segir. Ef það væri lítil talblaðra yfir höfðinu á þeim gæti maður séð að þeir hugsuðu aðeins um íþróttir, kynlíf og mat," segir leikkonan sem sjálf á fimm ára gamlan son. 5.11.2009 05:30 Fékk drykk yfir sig Leikkonan unga Mischa Barton var orsök slagsmála sem brutust út á öldurhúsi nokkru í New York-borg. 5.11.2009 05:15 Hudson náin móður sinni Jennifer Hudson segist enn vera mjög náin móður sinni, Darnell. Ár er liðið síðan hún var skotin til bana ásamt bróður Hudson, Julian, fyrir utan heimili þeirra í Chicago. Lík sjö ára frænda hennar fannst sömuleiðis í yfirgefnum bíl þremur dögum síðar. Hudson segir að móðir hennar sé verndarengillinn sinn og fylgi henni hvert sem hún fer. Hún segist finna mikið fyrir nærveru hennar á hverjum einasta degi. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri svona lík móður minni þar til núna. Hún var ótrúlega sterkur persónuleiki." 5.11.2009 04:45 Kaupir nýtt mótorhjól Hjartaknúsarinn Brad Pitt hefur notað ferðalag sitt til Japans, þar sem hann kynnir myndina Inglorious Basterds, til að leita sér að nýju mótorhjóli. Uppáhaldsmótorhjólið hans eyðilagðist í síðasta mánuði og hefur hann því notað frítíma sinn í Japan til að finna nýtt. Pitt skemmdi gamla hjólið í Los Angeles þegar hann klessti á kyrrstæðan bíl. Sjálfur slapp hann með skrámur. „Það skaddaðist ekkert nema egóið mitt,“ sagði Pitt. „Ég var að reyna að stinga einhverja papparassa af en í staðinn höfðu þeir góða frétt upp úr krafsinu.“ 5.11.2009 04:45 Guðrún María á tónleikum í dag Mætt er til landsins Guðrún María Finnbogadóttir sópran sem hefur dvalið lengi í Englandi við nám og störf. Hún heldur tónleika í Hafnarborg í hádeginu við undirleik Antoníu Hevesi. Guðrún María Finnbogadóttir sópran flytur þar tilfinningaríkar aríur meðal annars eftir Händel. Hefjast tónleikarnir kl. 12.15. 5.11.2009 04:15 Robbie aftur í Take That Söngvarinn Robbie Williams hefur staðfest að hann ætli að starfa aftur með fyrrverandi félögum sínum í Take That. Robbie yfirgaf strákabandið árið 1995 og hóf eigin sólóferil sem hefur gengið vonum framar. Í spjallþætti Jonathan Ross á BBC sagðist Robbie vonast til að bralla eitthvað nýtt með Take That. 5.11.2009 04:00 Eyðir millum í eigið öryggi Milljarðamæringurinn og harðjaxlinn 50 Cent lýsti nýlega yfir að hann eyddi rúmlega tveimur milljónum króna í öryggi sitt í hverri einustu viku. 5.11.2009 03:45 Í fótspor Bítlanna og Zeppelin Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips hefur löngum verið talin með þeim skrítnari í tónlistarbransanum. Sýrukenndur og tilraunakenndur poppbræðingurinn hefur oft á tíðum hitt í mark hjá gagnrýnendum, sérstaklega með plötunum The Soft Bulletin og Yoshimi Battles the Pink Robots, og hljómsveitin á sér dyggan aðdáendahóp innan indí-geirans. 5.11.2009 03:45 Hefndarþorsti og körfuboltahetja Spennumyndin Law Abiding Citizen og körfuboltamyndin More Than a Game verða frumsýndar á morgun. 5.11.2009 03:15 Íslensk list á alheimsvefnum „Þetta er vefrit um íslenska list, allt frá tón- og myndlist til kvikmyndagerðar og arkitektúrs. Við höfum nú þegar gefið út þrjú blöð á heimasíðu okkar pdflistin.is, en þangað getur fólk sótt vefritin. Hvert rit er um þrjátíu til fjörutíu blaðsíður og hver listamaður fær í það minnsta eina opnu undir verk sín og stutta umfjöllun,“ segir Heimir Gústafsson, einn aðstandenda vefritsins PDFlistin. Ritið er gefið út mánaðarlega og fjallar um íslenska neðanjarðarlist auk þess sem stefnt er að því að halda listasýningar í kjölfar hverrar útgáfu. 5.11.2009 03:00 Sonur Penns handtekinn í skólanum Sextán ára gamall sonur leikarans Seans Penn, Hopper Jack Penn, var handtekinn í skóla sínum í síðustu viku. Lögreglan í Malibu neitaði að tjá sig um málið þar sem Hopper Jack er enn undir lögaldri. Þrátt fyrir þagmælsku lögreglunnar hafa þær fréttir borist að pilturinn hafi verið handtekinn fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. 5.11.2009 03:00 DÁÐST AÐ MERKUM GÍTURUM Merkileg sýning á gíturum hófst í Tónlistarsafni Íslands, Hábraut 2 í Kópavogi, á þriðjudaginn. Margar kempur úr tónlistarbransanum lögðu leið sína í safnið til að berja fagrar fjalirnar augum. 5.11.2009 03:00 Framleiðir kvikmynd Katie Holmes mun bæði framleiða og leika í kvikmyndinni Romantics ásamt Önnu Paquin úr þáttunum True Blood. Upphaflega átti leikkonan Liv Tyler að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni en eftir að hún hætti við var Holmes fengin í staðinn. Kvikmyndin fjallar um tvær háskólavinkonur sem hittast aftur síðar þegar önnur þeirra giftir sig. Tökur á myndinni fara fram í New York og hefjast í næstu viku. 5.11.2009 02:15 Ingó gefur út jólalag „Lagið er algjörlega hefðbundið. Fyrsta hefðbundna lagið sem ég sem,“ segir Ingólfur Þórarinsson – betur þekktur sem Ingó Veðurguð. 5.11.2009 02:15 Músefjun flækir sig Hljómsveitin Múgsefjun kom firnasterkt inn í fyrra með frumburð sinn, plötuna Skiptar skoðanir. Nú er farið að heyrast nýtt lag með sveitinni, „Lesið í marmarann“, þar sem Spilverks-legur Múgsefjunartónn er sleginn með ógn „ástandslegum“ texta. 5.11.2009 02:00 Tjáir sig loks um árásina Söngkonan Rihanna ætlar að tjá sig í fyrsta sinn um árás fyrrverandi kærasta síns, Chris Brown, á sig í febrúar. Diane Sawyer hjá sjónvarpsstöðinni ABC ætlar að ræða við söngkonuna og verður viðtalið sýnt í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segir hin 21 árs Rihanna að Brown hafi verið fyrsta ástin sín og að fyrst þetta kom fyrir hana þá geti þetta komið fyrir hvern sem er. Einnig ræðir hún um uppvaxtarár sín á Barbados-eyjum, fjölskylduna sína og hvernig henni hefur liðið síðan árásin átti sér stað. Chris Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til sex mánaða samfélagsþjónustu. 5.11.2009 02:00 Borgfirðingar sækja á Stundum segja menn í ábyrgðarleysi að flest skáld landsins komi úr Borgarfjarðarhéraði: ekki skal deilt um það, en þessa dagana sitja þrír Borgfirðingar í efstu sætum metsölulista Pennans Eymundssonar. 5.11.2009 02:00 Casablancas með jólalag Julian Casablancas, söngvari The Strokes, ætlar á næstunni að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið er hans útgáfa af I Wish It Was Christmas Today, sem heyrðist fyrst í bandaríska gamanþættinum Saturday Night Live. 5.11.2009 02:00 Tveir kynnar á Óskarnum Steve Martin og Alec Baldwin verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Síðast þegar kynnar voru fleiri en einn var árið 1987 en þá fóru Chevy Chase, Goldie Hawn og Paul Hogan með gamanmál. Vangaveltur eru uppi um að Tina Fey, sem leikur á móti Baldwin í sjónvarpsþáttunum 30 Rock, muni taka þátt í að semja grínefni fyrir hátíðina. 5.11.2009 01:00 Kossaflens á almannafæri Tímaritið Star Magazine heldur því fram að Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, hafi haldið framhjá eiginkonu sinni með Kate Bosworth. Martin hefur verið giftur leikkonunni Gwyneth Paltrow frá árinu 2003 og eiga þau saman tvö börn. 5.11.2009 00:30 Mel með bakþanka Samband leikarans Mel Gibson við kærustu sína, hina rússnesku Oksönu, ku vera nokkuð stirt aðeins nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra fæddist. „Mel áttaði sig á því að vegna Oksönu hefur hann lítið samband við börn sín. Auk þess er hún mjög upptekin af sjálfri sér, ferill hennar hefur forgang, ekki sambandið," sagði vinur leikarans um málið. Að sögn vinarins saknar Gibson fyrrverandi konu sinnar, Robyn, og sér mikið eftir því að hafa komið eins illa fram við hana og hann gerði. Vinurinn segir jafnframt að Gibson hafi hætt við væntanlegt brúðkaup sitt og Oksönu og að tvísýnt sé hvort sambandið endist mikið lengur. 5.11.2009 00:15 Stór dagur fram undan hjá skeggkokkum Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson ætla að leigja sér hestvagn og jólasveinabúning og gefa öllum leikskólabörnum eina litla gjöf ef Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti niður fyrir tíu prósent á morgun. „Við ætlum að fá styrk hjá Seðlabankanum fyrir þessu. Þeir geta ekki sagt nei við þeirri bón,“ segir Úlfar. 4.11.2009 06:00 Ófrýnilegur í Prince of Persia „Þetta er mun meira en ég átti von á, kemur kannski svolítið á óvart,“ segir Gísli Örn Garðarsson. Honum bregður fyrir nokkrum sinnum í stiklu kvikmyndarinnar Prince of Persia: The Sands of Time þar sem Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton og Ben Kingsley eru meðal helstu leikara. 4.11.2009 06:00 Rangar aðsóknartölur á bíólista „Það kom upp atvik sem benti til að um rangar tölur væri að ræða," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. 4.11.2009 05:00 Lífseigari en allir áttu von á Afmælistónleikar Todmobile eru í Óperunni í kvöld. Eyþór Arnalds segist engu hafa gleymt þótt hann hafi einbeitt sér að öðru en tónlist að undanförnu. 4.11.2009 05:00 Hrunið tólffaldaði söluna „Það er búið að vera hreint út sagt bilun að gera,“ segir Sófus Gústavsson, framkvæmdastjóri Nammi.is. 4.11.2009 04:00 Fullorðnir og hjátrúarfullir Popphljómsveitin Á móti sól gefur á morgun út sína áttundu plötu. Meðlimir sveitarinnar hafa fullorðnast undanfarin ár, svo mjög að tveir þeirra eru á leiðinni í aðgerðir á næstunni. 4.11.2009 03:00 Frostrósir velta tugum milljóna „Við erum bara í skýjunum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósa-tónleikanna. Aðeins klukkustund eftir að miðasala hófst í gærmorgun höfðu selst yfir tíu þúsund miðar á tónleika Frostrósanna um allt land. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri, þar sem tæplega tvö þúsund sæti eru í boði. Í Laugardalshöll seldist upp í tæplega sex þúsund sæti. 4.11.2009 02:00 Er þetta hamborgarastaður? "Ég veit ekkert hver Emmsjé Gauti er. Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður," segir Ingó Veðurguð. 4.11.2009 01:00 Stærsta vika ársins hafin: Eplaballið á fimmtudaginn Stærsta vika ársins í Kvennaskólanum, hin svokallaða Eplavika, hófst með pompi og prakt í gær. Dagskrá vikunnar er þétt skipuð, en meðal þess sem fyrir augu nemenda ber eru t.d. tónlistarmennirnir Ingó Veðurguð og félagarnir í Bróður Svartúlfs. 3.11.2009 23:37 Ófrýnilegur Gísli í Prince of Persia Hann er heldur ófrýnilegur hann Gísli Örn Garðarsson í hlutverki sínu í stórmyndinni Prince of Persia sem verður frumsýnd á næsta ári. 3.11.2009 20:01 Klikkaður kjóll - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Gossip Girl stjörnuna Leighton Meister, 23 ára, stilla sér upp í bláum kjól eftir Prabal Gurung. Einnig má sjá tvær myndir úr nýja tónlistarmyndbandinu hennar sem kemur út í næstu viku við nýtt lag, Somebody to Love, sem leikkonan syngur. Skoða má kjólinn sem stal senunni í meðfylgjandi myndasafni. 3.11.2009 18:00 Um 10 þúsund miðar seldust á klukkutíma Yfir 10 þúsund miðar seldust á einum klukkutíma á tónleika Frostrósa um allt land þegar miðasala hófst í morgun. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri. Einnig var orðið uppselt á klukkustund á þremur stöðum um landið, þ.e. Eskifirði, Egilsstöðum og í Varmahlíð. 3.11.2009 15:33 Dularfullt lestarfélag býður almenningi að leggja teina Fyrsta lestafélag Íslands er orðið að veruleika en það ber nafnið Icelandtrain, eða Íslandslest. Á heimasíðu þess kemur fram að stofnun félagsins sé stórt skref í átt að betri samgöngum á suðvestuhorni. Ekki er mikið vitað um fyrirtækið en samkvæmt heimasíðu þess er um að ræða fyrsta lestarfyrirtæki á Íslandi. 3.11.2009 12:00 SAMDI DANS FYRIR SHAKIRU „Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. 3.11.2009 06:00 Strákarnir sæddu ekki kúna „Ég fór fram úr mér með því að segja að við hefðum sætt kúna. Ég held að enginn heilbrigður bóndi myndi hafa leyft mönnum eins og mér og Audda að sæða kú. 3.11.2009 06:00 Hetjudáð Fjölnis Þorgeirssonar á Animal Planet „Þau höfðu víst séð þetta bæði á vefmiðlum og í fjölmiðlum og höfðu í kjölfarið samband við mig og vildu fá alla söguna. Þau ræddu einnig við Sigurbjörn Bárðarson og Sigga Sig og svo var gerður úr þessu sjónvarpsþáttur,“ segir kappinn Fjölnir Þorgeirsson, en sjónvarpsstöðin Animal Planet framleiddi þátt um björgunaraðgerðir Fjölnis þegar á annan tug hesta og knapa féllu niður um ís á Reykjavíkurtjörn. 3.11.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Anna Mjöll með skilnaðarblús Anna Mjöll Ólafsdóttir býr og starfar í Los Angeles. Hún heldur fyrstu stóru sólótónleikana sína í borginni í kvöld, á hinni gagnmerku djassbúllu The Baked Potato. „Eigandinn er búinn að biðja mig lengi um að koma einhverju saman og troða upp hjá sér og það passar vel að gera það núna þegar nýja sólóplatan mín er að koma út," segir Anna Mjöll. 5.11.2009 06:00
Eins og traktor á þjóðvegi Fyrsta plata Feldberg, Don‘t Be a Stranger, er komin út. Feldberg er samstarfsverkefni söngkonunnar Rósu Birgittu Ísfeld, sem syngur að auki með hljómsveitinni Sometime, og Einars Tönsberg, sem hefur gert það gott sem einyrkinn Eberg. Allt byrjaði þetta með grípandi popplagi í auglýsingu. „Það var vegna Kringluauglýsingar (lagið „Running Around“) sem við hittumst fyrst. Upp úr því fórum við að hittast reglulega til að sjá svona hvað kæmi út úr því,“ segir Einar. 5.11.2009 06:00
ENDURUNNIN ÁST ÞÓTTI BERA AF Verkefnið Love Recycled var kosið besta verkefnið á námskeiði á vegum Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, en þar fengu nemendur að vinna úr hugmyndum að fjórtán fyrirtækjum og var þema námskeiðsins „góðverk“. „Hugmyndin að baki Love Recycled er að endurvinna skart. Það er fullt af fólki sem byrjar saman og hættir síðan saman einhverju seinna. 5.11.2009 06:00
Þægileg bakgrunnstónlist A+ „Ég kalla þetta grúvgrúppuna,“ segir plötusnúðurinn Atli Rúnar sem hefur stofnað hljómsveitina A+. „Þetta er mitt hugarfóstur. Það tekur oft á taugarnar að vera popp-Dj, að hjakkast í sömu partíblöðrunum allar helgar. Poppið hefur eiginlega aldrei verið minn vettvangur. Þessi tegund af tónlist er nær mínu hjarta, svona house, soul, fönk, grúv og diskó,“ segir Atli Rúnar. 5.11.2009 06:00
Missti vinnuna og opnaði líkamsræktarstöð „Mér og samstarfskonu minni datt þetta í hug þegar við vorum að vinna saman því við höfðum báðar mikinn áhuga á líkamsrækt. Þegar kreppan skall á misstum við báðar vinnuna og í stað þess að sitja aðgerðarlausar heima ákváðum við að opna okkar eigin líkamsræktarstöð. Við opnuðum Studio Fitt saman í janúar en hin flutti út í sumar og nú er ég ein eftir ásamt tveimur þjálfurum,“ segir Elísabet Tanía Smáradóttir, viðskiptafræðingur og Fit Pilates kennari sem rekur líkamsræktarstöðina Studio Fitt við Seljaveg. Stöðin býður meðal annars upp á tíma í Fit Pilates, boot camp fyrir konur og jóga, svo fátt eitt sé nefnt. 5.11.2009 06:00
Reiður Einar Már í Danmörku Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. 5.11.2009 06:00
Kynlífið gerði kraftaverk „Tilraunin gerði stórt kraftaverk - ég mæli eindregið með þessu," segir Kristín Gígja Sigurðardóttir. 5.11.2009 06:00
Ásdís og Eldfuglinn Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari tekst í kvöld á við einn helsta víólukonsert liðinnar aldar eftir William Walton á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ásdís er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún lærði við Juilliard-tónlistarskólann og var víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil, auk þess sem hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, meðal annars Claudio Abbado, Maxim Vengerov og Gidon Kremer, og hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og EMI. 5.11.2009 05:45
Finnst strákar einfaldir Leikkonan Kate Hudson er á forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Elle UK. Í viðtali við blaðið segist Hudson líta á karlmenn sem drengi. „Þegar ég tala við stráka þá finnst mér sem þeir heyri bara sumt af því sem maður segir. Ef það væri lítil talblaðra yfir höfðinu á þeim gæti maður séð að þeir hugsuðu aðeins um íþróttir, kynlíf og mat," segir leikkonan sem sjálf á fimm ára gamlan son. 5.11.2009 05:30
Fékk drykk yfir sig Leikkonan unga Mischa Barton var orsök slagsmála sem brutust út á öldurhúsi nokkru í New York-borg. 5.11.2009 05:15
Hudson náin móður sinni Jennifer Hudson segist enn vera mjög náin móður sinni, Darnell. Ár er liðið síðan hún var skotin til bana ásamt bróður Hudson, Julian, fyrir utan heimili þeirra í Chicago. Lík sjö ára frænda hennar fannst sömuleiðis í yfirgefnum bíl þremur dögum síðar. Hudson segir að móðir hennar sé verndarengillinn sinn og fylgi henni hvert sem hún fer. Hún segist finna mikið fyrir nærveru hennar á hverjum einasta degi. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri svona lík móður minni þar til núna. Hún var ótrúlega sterkur persónuleiki." 5.11.2009 04:45
Kaupir nýtt mótorhjól Hjartaknúsarinn Brad Pitt hefur notað ferðalag sitt til Japans, þar sem hann kynnir myndina Inglorious Basterds, til að leita sér að nýju mótorhjóli. Uppáhaldsmótorhjólið hans eyðilagðist í síðasta mánuði og hefur hann því notað frítíma sinn í Japan til að finna nýtt. Pitt skemmdi gamla hjólið í Los Angeles þegar hann klessti á kyrrstæðan bíl. Sjálfur slapp hann með skrámur. „Það skaddaðist ekkert nema egóið mitt,“ sagði Pitt. „Ég var að reyna að stinga einhverja papparassa af en í staðinn höfðu þeir góða frétt upp úr krafsinu.“ 5.11.2009 04:45
Guðrún María á tónleikum í dag Mætt er til landsins Guðrún María Finnbogadóttir sópran sem hefur dvalið lengi í Englandi við nám og störf. Hún heldur tónleika í Hafnarborg í hádeginu við undirleik Antoníu Hevesi. Guðrún María Finnbogadóttir sópran flytur þar tilfinningaríkar aríur meðal annars eftir Händel. Hefjast tónleikarnir kl. 12.15. 5.11.2009 04:15
Robbie aftur í Take That Söngvarinn Robbie Williams hefur staðfest að hann ætli að starfa aftur með fyrrverandi félögum sínum í Take That. Robbie yfirgaf strákabandið árið 1995 og hóf eigin sólóferil sem hefur gengið vonum framar. Í spjallþætti Jonathan Ross á BBC sagðist Robbie vonast til að bralla eitthvað nýtt með Take That. 5.11.2009 04:00
Eyðir millum í eigið öryggi Milljarðamæringurinn og harðjaxlinn 50 Cent lýsti nýlega yfir að hann eyddi rúmlega tveimur milljónum króna í öryggi sitt í hverri einustu viku. 5.11.2009 03:45
Í fótspor Bítlanna og Zeppelin Bandaríska hljómsveitin The Flaming Lips hefur löngum verið talin með þeim skrítnari í tónlistarbransanum. Sýrukenndur og tilraunakenndur poppbræðingurinn hefur oft á tíðum hitt í mark hjá gagnrýnendum, sérstaklega með plötunum The Soft Bulletin og Yoshimi Battles the Pink Robots, og hljómsveitin á sér dyggan aðdáendahóp innan indí-geirans. 5.11.2009 03:45
Hefndarþorsti og körfuboltahetja Spennumyndin Law Abiding Citizen og körfuboltamyndin More Than a Game verða frumsýndar á morgun. 5.11.2009 03:15
Íslensk list á alheimsvefnum „Þetta er vefrit um íslenska list, allt frá tón- og myndlist til kvikmyndagerðar og arkitektúrs. Við höfum nú þegar gefið út þrjú blöð á heimasíðu okkar pdflistin.is, en þangað getur fólk sótt vefritin. Hvert rit er um þrjátíu til fjörutíu blaðsíður og hver listamaður fær í það minnsta eina opnu undir verk sín og stutta umfjöllun,“ segir Heimir Gústafsson, einn aðstandenda vefritsins PDFlistin. Ritið er gefið út mánaðarlega og fjallar um íslenska neðanjarðarlist auk þess sem stefnt er að því að halda listasýningar í kjölfar hverrar útgáfu. 5.11.2009 03:00
Sonur Penns handtekinn í skólanum Sextán ára gamall sonur leikarans Seans Penn, Hopper Jack Penn, var handtekinn í skóla sínum í síðustu viku. Lögreglan í Malibu neitaði að tjá sig um málið þar sem Hopper Jack er enn undir lögaldri. Þrátt fyrir þagmælsku lögreglunnar hafa þær fréttir borist að pilturinn hafi verið handtekinn fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. 5.11.2009 03:00
DÁÐST AÐ MERKUM GÍTURUM Merkileg sýning á gíturum hófst í Tónlistarsafni Íslands, Hábraut 2 í Kópavogi, á þriðjudaginn. Margar kempur úr tónlistarbransanum lögðu leið sína í safnið til að berja fagrar fjalirnar augum. 5.11.2009 03:00
Framleiðir kvikmynd Katie Holmes mun bæði framleiða og leika í kvikmyndinni Romantics ásamt Önnu Paquin úr þáttunum True Blood. Upphaflega átti leikkonan Liv Tyler að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni en eftir að hún hætti við var Holmes fengin í staðinn. Kvikmyndin fjallar um tvær háskólavinkonur sem hittast aftur síðar þegar önnur þeirra giftir sig. Tökur á myndinni fara fram í New York og hefjast í næstu viku. 5.11.2009 02:15
Ingó gefur út jólalag „Lagið er algjörlega hefðbundið. Fyrsta hefðbundna lagið sem ég sem,“ segir Ingólfur Þórarinsson – betur þekktur sem Ingó Veðurguð. 5.11.2009 02:15
Músefjun flækir sig Hljómsveitin Múgsefjun kom firnasterkt inn í fyrra með frumburð sinn, plötuna Skiptar skoðanir. Nú er farið að heyrast nýtt lag með sveitinni, „Lesið í marmarann“, þar sem Spilverks-legur Múgsefjunartónn er sleginn með ógn „ástandslegum“ texta. 5.11.2009 02:00
Tjáir sig loks um árásina Söngkonan Rihanna ætlar að tjá sig í fyrsta sinn um árás fyrrverandi kærasta síns, Chris Brown, á sig í febrúar. Diane Sawyer hjá sjónvarpsstöðinni ABC ætlar að ræða við söngkonuna og verður viðtalið sýnt í kvöld og á morgun. Í viðtalinu segir hin 21 árs Rihanna að Brown hafi verið fyrsta ástin sín og að fyrst þetta kom fyrir hana þá geti þetta komið fyrir hvern sem er. Einnig ræðir hún um uppvaxtarár sín á Barbados-eyjum, fjölskylduna sína og hvernig henni hefur liðið síðan árásin átti sér stað. Chris Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til sex mánaða samfélagsþjónustu. 5.11.2009 02:00
Borgfirðingar sækja á Stundum segja menn í ábyrgðarleysi að flest skáld landsins komi úr Borgarfjarðarhéraði: ekki skal deilt um það, en þessa dagana sitja þrír Borgfirðingar í efstu sætum metsölulista Pennans Eymundssonar. 5.11.2009 02:00
Casablancas með jólalag Julian Casablancas, söngvari The Strokes, ætlar á næstunni að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið er hans útgáfa af I Wish It Was Christmas Today, sem heyrðist fyrst í bandaríska gamanþættinum Saturday Night Live. 5.11.2009 02:00
Tveir kynnar á Óskarnum Steve Martin og Alec Baldwin verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Síðast þegar kynnar voru fleiri en einn var árið 1987 en þá fóru Chevy Chase, Goldie Hawn og Paul Hogan með gamanmál. Vangaveltur eru uppi um að Tina Fey, sem leikur á móti Baldwin í sjónvarpsþáttunum 30 Rock, muni taka þátt í að semja grínefni fyrir hátíðina. 5.11.2009 01:00
Kossaflens á almannafæri Tímaritið Star Magazine heldur því fram að Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, hafi haldið framhjá eiginkonu sinni með Kate Bosworth. Martin hefur verið giftur leikkonunni Gwyneth Paltrow frá árinu 2003 og eiga þau saman tvö börn. 5.11.2009 00:30
Mel með bakþanka Samband leikarans Mel Gibson við kærustu sína, hina rússnesku Oksönu, ku vera nokkuð stirt aðeins nokkrum dögum eftir að dóttir þeirra fæddist. „Mel áttaði sig á því að vegna Oksönu hefur hann lítið samband við börn sín. Auk þess er hún mjög upptekin af sjálfri sér, ferill hennar hefur forgang, ekki sambandið," sagði vinur leikarans um málið. Að sögn vinarins saknar Gibson fyrrverandi konu sinnar, Robyn, og sér mikið eftir því að hafa komið eins illa fram við hana og hann gerði. Vinurinn segir jafnframt að Gibson hafi hætt við væntanlegt brúðkaup sitt og Oksönu og að tvísýnt sé hvort sambandið endist mikið lengur. 5.11.2009 00:15
Stór dagur fram undan hjá skeggkokkum Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson ætla að leigja sér hestvagn og jólasveinabúning og gefa öllum leikskólabörnum eina litla gjöf ef Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti niður fyrir tíu prósent á morgun. „Við ætlum að fá styrk hjá Seðlabankanum fyrir þessu. Þeir geta ekki sagt nei við þeirri bón,“ segir Úlfar. 4.11.2009 06:00
Ófrýnilegur í Prince of Persia „Þetta er mun meira en ég átti von á, kemur kannski svolítið á óvart,“ segir Gísli Örn Garðarsson. Honum bregður fyrir nokkrum sinnum í stiklu kvikmyndarinnar Prince of Persia: The Sands of Time þar sem Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton og Ben Kingsley eru meðal helstu leikara. 4.11.2009 06:00
Rangar aðsóknartölur á bíólista „Það kom upp atvik sem benti til að um rangar tölur væri að ræða," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. 4.11.2009 05:00
Lífseigari en allir áttu von á Afmælistónleikar Todmobile eru í Óperunni í kvöld. Eyþór Arnalds segist engu hafa gleymt þótt hann hafi einbeitt sér að öðru en tónlist að undanförnu. 4.11.2009 05:00
Hrunið tólffaldaði söluna „Það er búið að vera hreint út sagt bilun að gera,“ segir Sófus Gústavsson, framkvæmdastjóri Nammi.is. 4.11.2009 04:00
Fullorðnir og hjátrúarfullir Popphljómsveitin Á móti sól gefur á morgun út sína áttundu plötu. Meðlimir sveitarinnar hafa fullorðnast undanfarin ár, svo mjög að tveir þeirra eru á leiðinni í aðgerðir á næstunni. 4.11.2009 03:00
Frostrósir velta tugum milljóna „Við erum bara í skýjunum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósa-tónleikanna. Aðeins klukkustund eftir að miðasala hófst í gærmorgun höfðu selst yfir tíu þúsund miðar á tónleika Frostrósanna um allt land. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri, þar sem tæplega tvö þúsund sæti eru í boði. Í Laugardalshöll seldist upp í tæplega sex þúsund sæti. 4.11.2009 02:00
Er þetta hamborgarastaður? "Ég veit ekkert hver Emmsjé Gauti er. Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður," segir Ingó Veðurguð. 4.11.2009 01:00
Stærsta vika ársins hafin: Eplaballið á fimmtudaginn Stærsta vika ársins í Kvennaskólanum, hin svokallaða Eplavika, hófst með pompi og prakt í gær. Dagskrá vikunnar er þétt skipuð, en meðal þess sem fyrir augu nemenda ber eru t.d. tónlistarmennirnir Ingó Veðurguð og félagarnir í Bróður Svartúlfs. 3.11.2009 23:37
Ófrýnilegur Gísli í Prince of Persia Hann er heldur ófrýnilegur hann Gísli Örn Garðarsson í hlutverki sínu í stórmyndinni Prince of Persia sem verður frumsýnd á næsta ári. 3.11.2009 20:01
Klikkaður kjóll - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Gossip Girl stjörnuna Leighton Meister, 23 ára, stilla sér upp í bláum kjól eftir Prabal Gurung. Einnig má sjá tvær myndir úr nýja tónlistarmyndbandinu hennar sem kemur út í næstu viku við nýtt lag, Somebody to Love, sem leikkonan syngur. Skoða má kjólinn sem stal senunni í meðfylgjandi myndasafni. 3.11.2009 18:00
Um 10 þúsund miðar seldust á klukkutíma Yfir 10 þúsund miðar seldust á einum klukkutíma á tónleika Frostrósa um allt land þegar miðasala hófst í morgun. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri. Einnig var orðið uppselt á klukkustund á þremur stöðum um landið, þ.e. Eskifirði, Egilsstöðum og í Varmahlíð. 3.11.2009 15:33
Dularfullt lestarfélag býður almenningi að leggja teina Fyrsta lestafélag Íslands er orðið að veruleika en það ber nafnið Icelandtrain, eða Íslandslest. Á heimasíðu þess kemur fram að stofnun félagsins sé stórt skref í átt að betri samgöngum á suðvestuhorni. Ekki er mikið vitað um fyrirtækið en samkvæmt heimasíðu þess er um að ræða fyrsta lestarfyrirtæki á Íslandi. 3.11.2009 12:00
SAMDI DANS FYRIR SHAKIRU „Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. 3.11.2009 06:00
Strákarnir sæddu ekki kúna „Ég fór fram úr mér með því að segja að við hefðum sætt kúna. Ég held að enginn heilbrigður bóndi myndi hafa leyft mönnum eins og mér og Audda að sæða kú. 3.11.2009 06:00
Hetjudáð Fjölnis Þorgeirssonar á Animal Planet „Þau höfðu víst séð þetta bæði á vefmiðlum og í fjölmiðlum og höfðu í kjölfarið samband við mig og vildu fá alla söguna. Þau ræddu einnig við Sigurbjörn Bárðarson og Sigga Sig og svo var gerður úr þessu sjónvarpsþáttur,“ segir kappinn Fjölnir Þorgeirsson, en sjónvarpsstöðin Animal Planet framleiddi þátt um björgunaraðgerðir Fjölnis þegar á annan tug hesta og knapa féllu niður um ís á Reykjavíkurtjörn. 3.11.2009 04:00