SAMDI DANS FYRIR SHAKIRU 3. nóvember 2009 06:00 útbreitt myndband Katrín Hall samdi dans í nýjasta myndbandi Shakiru. Myndbandið var frumsýnt á föstudag og hefur þegar fengið 220.000 áhorf á Youtube.MYnd/jónatan „Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Katrín samdi dansinn í nýjasta tónlistarmyndbandi Shakiru, við lagið Did it Again. Myndbandinu var leikstýrt af Sophie Muller, sem hefur unnið með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum heims, og var frumsýnt í þýska sjónvarpsþættinum Neu síðasta föstudag og fór í kjölfarið í spilun um allan heim. Þá hefur myndbandið verið spilað meira en 220.000 sinnum á Youtube. Shakira vildi sjálf fá Katrínu í verkefnið, en hún var hrifin af dansinum í stuttmyndinni Burst eftir Katrínu og Reyni Lyngdal. Katrín ber Shakiru söguna vel og segir hana vera mjög metnaðarfulla. „Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma og veit hvað hún vill," segir Katrín og bætir við að það sé virðingarvert að söngkonan reyni að stýra framhjá klisjum í myndbandinu. „Hún blandar saman listformum og menningarheimum. Þarna eru til dæmis kóreskar konur á ásláttarhljóðfærum og svo sækir hún danshöfund frá Íslandi. Hún á allan heiður skilinn fyrir sína viðleitni að fara ótroðnar slóðir." Did it Again er önnur smáskífan af nýjustu plötu Shakiru, She Wolf, sem kom út í október. Platan hefur selst í meira en 600.000 eintökum frá því hún kom út og titillag plötunnar fór hátt á vinsældalistum um allan heim. Myndbandið er sjóðandi heitt og dansinn fer að miklu leyti fram á rúmi inni í dimmu svefnherbergi. Dansarinn Daniel Cloud Como túlkar elskhuga Shakiru í myndbandinu, en hann hefur meðal annars dansað í tónleikaferðalögum Madonnu. „Hann er ótrúlega góður dansari," segir Katrín. „Við vorum mjög heppin að fá hann. Kemístrían á milli þeirra virkaði og þetta var mjög skemmtileg reynsla." Æfingar fyrir myndbandið fóru fram í New York, en þar fékk Katrín tvo daga með Shakiru og Daniel. Tökur á myndbandinu fóru svo fram í Los Angeles og umfangið var samkvæmt því. „Þetta var nánast eins og bíómynd," segir hún. „Það komu svo margir að gerð þessa stutta myndbands - hundruð manna og stúdíóið sem það var tekið upp í var risastórt og leikmyndin smíðuð frá grunni. Þetta var ótrúlegt."atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Það var mjög skemmtilegt að fá að dýfa litlu tánni í þennan ótrúlega iðnað í Hollywood," segir danshöfundurinn Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Katrín samdi dansinn í nýjasta tónlistarmyndbandi Shakiru, við lagið Did it Again. Myndbandinu var leikstýrt af Sophie Muller, sem hefur unnið með mörgum af vinsælustu tónlistarmönnum heims, og var frumsýnt í þýska sjónvarpsþættinum Neu síðasta föstudag og fór í kjölfarið í spilun um allan heim. Þá hefur myndbandið verið spilað meira en 220.000 sinnum á Youtube. Shakira vildi sjálf fá Katrínu í verkefnið, en hún var hrifin af dansinum í stuttmyndinni Burst eftir Katrínu og Reyni Lyngdal. Katrín ber Shakiru söguna vel og segir hana vera mjög metnaðarfulla. „Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma og veit hvað hún vill," segir Katrín og bætir við að það sé virðingarvert að söngkonan reyni að stýra framhjá klisjum í myndbandinu. „Hún blandar saman listformum og menningarheimum. Þarna eru til dæmis kóreskar konur á ásláttarhljóðfærum og svo sækir hún danshöfund frá Íslandi. Hún á allan heiður skilinn fyrir sína viðleitni að fara ótroðnar slóðir." Did it Again er önnur smáskífan af nýjustu plötu Shakiru, She Wolf, sem kom út í október. Platan hefur selst í meira en 600.000 eintökum frá því hún kom út og titillag plötunnar fór hátt á vinsældalistum um allan heim. Myndbandið er sjóðandi heitt og dansinn fer að miklu leyti fram á rúmi inni í dimmu svefnherbergi. Dansarinn Daniel Cloud Como túlkar elskhuga Shakiru í myndbandinu, en hann hefur meðal annars dansað í tónleikaferðalögum Madonnu. „Hann er ótrúlega góður dansari," segir Katrín. „Við vorum mjög heppin að fá hann. Kemístrían á milli þeirra virkaði og þetta var mjög skemmtileg reynsla." Æfingar fyrir myndbandið fóru fram í New York, en þar fékk Katrín tvo daga með Shakiru og Daniel. Tökur á myndbandinu fóru svo fram í Los Angeles og umfangið var samkvæmt því. „Þetta var nánast eins og bíómynd," segir hún. „Það komu svo margir að gerð þessa stutta myndbands - hundruð manna og stúdíóið sem það var tekið upp í var risastórt og leikmyndin smíðuð frá grunni. Þetta var ótrúlegt."atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira