Lífið

Robbie aftur í Take That

take that Hljómsveitin Take That áður en Robbie Williams sagði skilið við hana.
take that Hljómsveitin Take That áður en Robbie Williams sagði skilið við hana.

Söngvarinn Robbie Williams hefur staðfest að hann ætli að starfa aftur með fyrrverandi félögum sínum í Take That. Robbie yfirgaf strákabandið árið 1995 og hóf eigin sólóferil sem hefur gengið vonum framar. Í spjallþætti Jonathan Ross á BBC sagðist Robbie vonast til að bralla eitthvað nýtt með Take That.

„Við höfum hist og gert hitt og þetta. Ég get ekki sagt mikið meira,“ sagði söngvarinn. Þátturinn verður sýndur í heild sinni á morgun. Take That lagði upp laupana árið 1996 en kom aftur saman 2005 án Robbie Williams, við frábærar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.