Fleiri fréttir Safna ullarvörum fyrir bresk gamalmenni Í bítinu á Bylgjunni í morgun kom upp sú hugmynd að setja af stað söfnun fyrir bresk gamalmenni. Heimir Karlsson annar stjórnandi þáttarins segir að í Bretlandi sé reiknað með að tólf gamalmenni deyji á hverjum klukkutíma, yfir kaldasta vetrartímann, úr kulda eða sjúkdómum tengdum kulda. Stjórnendur þáttarins ætla því að safna íslenskum lopavörum og senda til gamalmenna í Bretlandi. Heimir ætlar persónulega að fara með eina peysu til Gordons Brown. 14.1.2009 09:40 Eiríkur og Reynir gera góðverk „Þetta er útvarpsþáttur. Við Reynir erum að vinna góðverk. Allur ágóði af þættinum rennur til góðgerðamála," svarar Eiríkur Jónsson ritstjóri aðspurður um nýjan þátt sem hann bloggaði nýverið um og hverjir hafa umsjá með honum. „Ágóðinn af launum og auglýsingum verður gefinn því það eru margir sem eiga um sárt að binda. Þetta hefur aldrei verið gert. Þetta er okkar framlag til nýja Íslands," segir Eiríkur. 13.1.2009 16:12 Familjen væntanlegur til landsins Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar n.k. þar sem hann mun koma fram á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. 13.1.2009 15:50 Kynþokkafyllsta konan þráir ný brjóst - myndband Meðfylgjandi má sjá viðtal við Megan Fox sem var kosin kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba. 13.1.2009 10:28 Hinn íslenski Harry Potter Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir á næstunni rokksöngleik um galdrastrákinn Harry Potter. Albert Hauksson fer með aðalhlutverkið en hann þykir ekkert sérstaklega líkur Harry Potter úr kvikmyndunum. 13.1.2009 07:00 Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur. 12.1.2009 20:37 Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. 12.1.2009 10:49 Fjórir tebollar fyrir frumsýningu Sólskinsdrengurinn var frumsýnd í Smárabíói á föstudagskvöldið að viðstöddu margmenni. 12.1.2009 05:00 Stórfyrirtæki slást um Sportacus Warner Bros. og Sony, eru meðal þeirra framleiðslufyrirtækja sem Magnús Scheving hefur rætt við um gerð kvikmyndar byggðri á Latabæ. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Magnúsi Scheving í frétt sem birtist á laugardaginn. Jafnframt er greint frá því að myndin hafi þegar hlotið nafnið Sportacus sem er enska heitið yfir Íþróttaálfinn. 12.1.2009 04:30 Fréttastjóri lærir guðfræði „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ 12.1.2009 04:00 Stillir til friðar á Gaza „Ég hef alltaf farið í frí eftir jólavertíðina til að ná mér aðeins niður,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann er á leiðinni til Egyptalands með fjölskyldu sína, lands sem margir myndu kannski hugsa sig tvisvar um að heimsækja í ljósi ástandsins í nágrannalandinu Palestínu. „Jú, það verður alveg að viðurkennast að Egyptaland var ekki fyrsti valkostur. Þegar bankarnir hrundu og gengið með þá tók ég eiginlega þá ákvörðun að leggja af þessa árlegu utanlandsferð. Mér þótti það bæði siðlaust og óverjandi að kaupa gjaldeyri á því verði sem hann er á í dag,“ útskýrir Jóhann og augljóst að honum er létt við að komast burt frá landinu. 12.1.2009 04:00 Vill vingast við Aniston Jennifer Connelly hafði mjög gaman af því að leika með Jennifer Aniston í myndinni He"s Just Not That Into You. Vonast hún til að þær geti orðið góðar vinkonur í framtíðinni. 12.1.2009 03:30 Drottningin stendur undir nafni „Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út í gær í kilju í Bretlandi. Stærsta bókabúðakeðjan þar í landi, Waterstone’s, gerir henni sérstaklega hátt undir höfði; hún er sumsé Waterstone’s Crime Booksellers’ Choice í janúar,“ segir útgefandinn Pétur Már Ólafsson. 12.1.2009 03:00 Neitar framhjáhaldi Brad Pitt neitar því að hafa nokkurn tíma haldið fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Aniston, með Angelinu Jolie. Pitt og Jolie kynntust við tökur kvikmyndarinnar Mr and Mrs Smith þegar hann var enn giftur Friend leikkonunni. Eftir að Pitt og Jolie fóru að vera saman spruttu fljótt upp sögusagnir þess efnis að leikarinn hefði haldið framhjá Jennifer Aniston. 12.1.2009 03:00 McDonalds-martröð Pink segist fá martraðir um að hún vinni á McDonalds. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Alicia Moore, vann á skyndibitastaðnum í heimabæ sínum Doylestown í Pennsylvaníu áður en hún komst á samning hjá plötufyrirtæki sem meðlimur stelpuhljómsveitarinnar Choice, sextán ára gömul 12.1.2009 02:00 Össur með kosningahroll Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er kominn með kosningahroll ef marka má nýjustu mælingar með nýjustu tækni. Össur greinir frá því á blogginu sínu að hann hafi hitt frumkvöðulinn og eðlisfræðinginn Kristinn Johnsen hjá Mentis Cura sem komst að þessari niðurstöðu. Mentis Cura er fyrirtæki sem hefur þróað tækni til að greina Alzheimers og ADHD með því að mælad heilabylgjur. 11.1.2009 20:30 Áheyrnarprufum fyrir Söngvaseið lokið Áheyrnaprufum fyrir Söngvaseið lauk í dag í Borgarleikhúsinu. Alls hafa fjögur þúsund börn keppst við að krækja í þau 12 hlutverk sem eru í boði. Guðný Helga hitti hæfileikaríka æsku í Borgarleikhúsinu í dag 11.1.2009 19:37 Jóhanna og Edgar áfram í Eurovision Lögin The kiss we never kissed í flutningi Edgars Smára og Is it true með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir urðu í kvöld þau fyrstu til að komast áfram í úrslit söngvakeppni Sjónvarpsins. 10.1.2009 21:26 Sverrir: Klúðurslegt og viðvaningslegt Júróvision Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Eurovision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of cool fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag. „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma. Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." 10.1.2009 18:05 Bono pistlahöfundur hjá New York Times Popparinn og mannréttindafrömuðurinn Bono verður dálkahöfundur hjá stórblaðinu New York Times. Fram kom í blaðinu að fyrsti dálkur Bono birtist á sunnudaginn, og verður einnig hægt að nálgast hann á hlaðvarpi á heimasíðu blaðsins. 10.1.2009 14:20 James Blunt tekinn saman við Íslandsvin Íslandsvinurinn og hjartaknúsarinn James Blunt er sagður hafa tekið saman við annan Íslandsvin, listakonuna Natöshu Archdale. Sú er fyrrverandi sundfatafyrirsæta, en gerir nú klippimyndir af nöktum líkömum úr dagblaðasnifsum. 10.1.2009 11:20 Ekki fara í sleik við Simma og Jóa í Idol áheyrnaprufunum Þeir sem vita að þeir komast ekki áfram í Idol en vilja gjarnan upplifa þriggja mínútna frægð með þátttöku í keppninni geta til ýmissa ráða gripið. Þeir sem ætla að ná langt í keppninni ættu hins vegar að forðast eftirfarandi hefðun á meðan að á vali keppenda stendur. 9.1.2009 21:39 Enginn tengir mig við íslenska útrásargengið Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir syngur lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Evróvisiónkeppninnar sem fram fer í danska Ríkissjónvarpinu 31.janúar næstkomandi. Vísir hafði samband við Heru Björk sem er stödd í Danmörku. 9.1.2009 14:48 Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. 9.1.2009 13:39 Kannski finnum við nýjan Kalla Bjarna Áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram á morgun á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Vísir hafði samband við annan kynninn Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktan sem Jóa, og dómarann Jón Ólafsson. „Ég er rígspenntur alveg. Er að búa mig undir hópfaðmlög, gleði, svita og tár," svarar Jói aðspurður hvernig honum líður en rúmlega 2000 manns hafa nú þegar skráð sig í keppnina. „Ég held að morgundagurinn verði erfiðasti 9.1.2009 13:23 Pönk á bar Í kvöld verða haldnir hressandi tónleikar á Bar 11. Þrjár sveitir ætla að reyna á hlustir gesta. Fyrst kemur Monuments, sem spilar drungalegan málm. Þar innanborðs er Þórir, öðru nafni My summer as a salvation soldier. Næstur er Aðalsteinn Jörundsson, eða AMFJ eins og hann kallar sig. AMFJ spilar óhljóðatónlist. Síðastur er dúettinn Fist fokkers. Þar syngur Úlfur og spilar á gítar en Kári 9.1.2009 05:00 Morrison elskar Ísland Fjölskyldan er aðal andagiftin, segir James Morrison sem er staddur hér á landi um þessar mundir. Hann hefur bakið mikla athygli upp á síðkastið eða frá þvi að fyrsta platan hans 8.1.2009 21:41 Sungið fyrir 2 milljónir Aðeins 2 dagar eru í að áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram. Þær fara fram á laugardaginn og hefjast stundvíslega kl. 08:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. 8.1.2009 13:04 Tolli gefur málverk Myndlistamaðurinn Tolli hefur gefið ABC barnahjálp tvö af málverkum sínum. Málverkin, sem voru til sýnis á málverkasýningu Tolla í Reykjavik Art Gallery í desember, voru seld hæstbjóðanda á uppboði og rennur andvirði þeirra til reksturs ABC skólanna á Indlandi og í Pakistan. 8.1.2009 12:12 50 ára í fáránlega góðu formi Takk fyrir það. Það er óumflýjanlegt. Svona er að lifa hollu og heilbrigðu lífi, svarar Þorgrímur Þráinsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með fimmtugsafmælið í dag og líkamlegt ásigkomulag. 8.1.2009 10:31 Draugar í Hólavallakirkjugarði "Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur sem náði dularfullum fyrirbærum á mynd á jóladag. 8.1.2009 08:00 Eva María Jónsdóttir í Eurovision Eva María Jónsdóttir hefur gengið til liðs við hið árlega Eurovision-æði sem grípur þjóðina því hún mun verða kynnir Eurovision ásamt Ragnhildi Steinunni. 8.1.2009 07:00 André Bachmann sextugur „André Bachmann er náttúrulega einn af helstu sjentilmönnum þessa samfélags og hefur liðsinnt ótrúlegum fjölda landsmanna, ekki síst þeim sem minna mega sín. 8.1.2009 06:00 Ágúst Borgþór kennir blogg Hinn landskunni bloggari Ágúst Borgþór, Bloggþór, miðlar nú af reynslu sinni á námskeiði í bloggi. 8.1.2009 05:00 Pétur Jóhann skíthræddur - myndband „Pétur Jóhann segir að hann sé skíthræddur við að stíga á leiksvið í fyrsta skipti en hann er að hefja æfingar á einleik sem heitir Sannleikurinn, " segir Sigrún Ósk aðspurð um efnistök þáttarins Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7.1.2009 16:15 Paris Hilton gerir lítið úr kynlífsreynslu sinni Glaðlyndi hótelerfinginn Paris Hilton reynir hvað hún getur til þess að gera lítið úr bólförum sínum í fortíðinni, ef marka má frétt breska slúðurblaðsins The Sun. Þar er haft eftir henna að hún hafi einungis sængað hjá fáeinum mönnum. Hilton er ein af nafntoguðustu djammdrottningum í Hollywood og sést sjaldnast opinberlega án þess að vera með karlmann upp á arminn. 7.1.2009 22:06 Brynhildur fær Bjartsýnisverðlaun Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikskáld hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2008. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag og afhenti Brynhildi áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar 7.1.2009 16:08 Jennifer eignast aðra stúlku Leikkonan Jennifer Garner og Ben Affleck eignuðust heilbrigt stúlkubarn í gær samkvæmt talsmanni hjónanna. 7.1.2009 13:30 Missti vinnuna í haust eins og svo margir „Ég missti vinnuna núna í haust eins og svo margir og óvissan tók við," segir Íris. 7.1.2009 10:43 Vanvirðing að stela Pabbanum „Ég veit ekki hvernig er hægt að bregðast við þessu,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson. Mynddiskur hans, Pabbinn, hefur verið sóttur rúmlega 1.700 sinnum á netsíðunni Viking Bay síðan hann kom út um miðjan nóvember. 7.1.2009 05:15 Útrásarvíkingur í utanlandsreisu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er nú á leið til Suðurheimskautsins, ásamt hópi Íslendinga. Undirbúningur var mikill, en ferðin kostar um 3,5 milljón króna á mann. 6.1.2009 19:19 Jennifer Love á lausu Leikkonan Jennifer Love Hewitt er skilin við kærastann, skoska leikarann Ross McCall. 6.1.2009 13:06 Medium stjarna skilin Leikkonan Patricia Arquette sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Medium er skilin við eiginmann sinn, leikarann Thomas Jane. 6.1.2009 11:51 Tilbúin að eignast barn núna „Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt. 6.1.2009 10:37 Lýtalæknir: Gloss stækkar ekki varirnar „Það eru tveir möguleikar í þessu. Gloss er ekki hægt að nota til að stækka varirnar með. Í sumum tilfellum er notuð fita úr sjúklingnum og sett í varir viðkomandi. Það er varanleg aðgerð," segir Ólafur. 6.1.2009 09:26 Sjá næstu 50 fréttir
Safna ullarvörum fyrir bresk gamalmenni Í bítinu á Bylgjunni í morgun kom upp sú hugmynd að setja af stað söfnun fyrir bresk gamalmenni. Heimir Karlsson annar stjórnandi þáttarins segir að í Bretlandi sé reiknað með að tólf gamalmenni deyji á hverjum klukkutíma, yfir kaldasta vetrartímann, úr kulda eða sjúkdómum tengdum kulda. Stjórnendur þáttarins ætla því að safna íslenskum lopavörum og senda til gamalmenna í Bretlandi. Heimir ætlar persónulega að fara með eina peysu til Gordons Brown. 14.1.2009 09:40
Eiríkur og Reynir gera góðverk „Þetta er útvarpsþáttur. Við Reynir erum að vinna góðverk. Allur ágóði af þættinum rennur til góðgerðamála," svarar Eiríkur Jónsson ritstjóri aðspurður um nýjan þátt sem hann bloggaði nýverið um og hverjir hafa umsjá með honum. „Ágóðinn af launum og auglýsingum verður gefinn því það eru margir sem eiga um sárt að binda. Þetta hefur aldrei verið gert. Þetta er okkar framlag til nýja Íslands," segir Eiríkur. 13.1.2009 16:12
Familjen væntanlegur til landsins Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar n.k. þar sem hann mun koma fram á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. 13.1.2009 15:50
Kynþokkafyllsta konan þráir ný brjóst - myndband Meðfylgjandi má sjá viðtal við Megan Fox sem var kosin kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba. 13.1.2009 10:28
Hinn íslenski Harry Potter Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir á næstunni rokksöngleik um galdrastrákinn Harry Potter. Albert Hauksson fer með aðalhlutverkið en hann þykir ekkert sérstaklega líkur Harry Potter úr kvikmyndunum. 13.1.2009 07:00
Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur. 12.1.2009 20:37
Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. 12.1.2009 10:49
Fjórir tebollar fyrir frumsýningu Sólskinsdrengurinn var frumsýnd í Smárabíói á föstudagskvöldið að viðstöddu margmenni. 12.1.2009 05:00
Stórfyrirtæki slást um Sportacus Warner Bros. og Sony, eru meðal þeirra framleiðslufyrirtækja sem Magnús Scheving hefur rætt við um gerð kvikmyndar byggðri á Latabæ. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Magnúsi Scheving í frétt sem birtist á laugardaginn. Jafnframt er greint frá því að myndin hafi þegar hlotið nafnið Sportacus sem er enska heitið yfir Íþróttaálfinn. 12.1.2009 04:30
Fréttastjóri lærir guðfræði „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ 12.1.2009 04:00
Stillir til friðar á Gaza „Ég hef alltaf farið í frí eftir jólavertíðina til að ná mér aðeins niður,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann er á leiðinni til Egyptalands með fjölskyldu sína, lands sem margir myndu kannski hugsa sig tvisvar um að heimsækja í ljósi ástandsins í nágrannalandinu Palestínu. „Jú, það verður alveg að viðurkennast að Egyptaland var ekki fyrsti valkostur. Þegar bankarnir hrundu og gengið með þá tók ég eiginlega þá ákvörðun að leggja af þessa árlegu utanlandsferð. Mér þótti það bæði siðlaust og óverjandi að kaupa gjaldeyri á því verði sem hann er á í dag,“ útskýrir Jóhann og augljóst að honum er létt við að komast burt frá landinu. 12.1.2009 04:00
Vill vingast við Aniston Jennifer Connelly hafði mjög gaman af því að leika með Jennifer Aniston í myndinni He"s Just Not That Into You. Vonast hún til að þær geti orðið góðar vinkonur í framtíðinni. 12.1.2009 03:30
Drottningin stendur undir nafni „Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út í gær í kilju í Bretlandi. Stærsta bókabúðakeðjan þar í landi, Waterstone’s, gerir henni sérstaklega hátt undir höfði; hún er sumsé Waterstone’s Crime Booksellers’ Choice í janúar,“ segir útgefandinn Pétur Már Ólafsson. 12.1.2009 03:00
Neitar framhjáhaldi Brad Pitt neitar því að hafa nokkurn tíma haldið fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Aniston, með Angelinu Jolie. Pitt og Jolie kynntust við tökur kvikmyndarinnar Mr and Mrs Smith þegar hann var enn giftur Friend leikkonunni. Eftir að Pitt og Jolie fóru að vera saman spruttu fljótt upp sögusagnir þess efnis að leikarinn hefði haldið framhjá Jennifer Aniston. 12.1.2009 03:00
McDonalds-martröð Pink segist fá martraðir um að hún vinni á McDonalds. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Alicia Moore, vann á skyndibitastaðnum í heimabæ sínum Doylestown í Pennsylvaníu áður en hún komst á samning hjá plötufyrirtæki sem meðlimur stelpuhljómsveitarinnar Choice, sextán ára gömul 12.1.2009 02:00
Össur með kosningahroll Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er kominn með kosningahroll ef marka má nýjustu mælingar með nýjustu tækni. Össur greinir frá því á blogginu sínu að hann hafi hitt frumkvöðulinn og eðlisfræðinginn Kristinn Johnsen hjá Mentis Cura sem komst að þessari niðurstöðu. Mentis Cura er fyrirtæki sem hefur þróað tækni til að greina Alzheimers og ADHD með því að mælad heilabylgjur. 11.1.2009 20:30
Áheyrnarprufum fyrir Söngvaseið lokið Áheyrnaprufum fyrir Söngvaseið lauk í dag í Borgarleikhúsinu. Alls hafa fjögur þúsund börn keppst við að krækja í þau 12 hlutverk sem eru í boði. Guðný Helga hitti hæfileikaríka æsku í Borgarleikhúsinu í dag 11.1.2009 19:37
Jóhanna og Edgar áfram í Eurovision Lögin The kiss we never kissed í flutningi Edgars Smára og Is it true með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir urðu í kvöld þau fyrstu til að komast áfram í úrslit söngvakeppni Sjónvarpsins. 10.1.2009 21:26
Sverrir: Klúðurslegt og viðvaningslegt Júróvision Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Eurovision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of cool fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag. „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma. Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." 10.1.2009 18:05
Bono pistlahöfundur hjá New York Times Popparinn og mannréttindafrömuðurinn Bono verður dálkahöfundur hjá stórblaðinu New York Times. Fram kom í blaðinu að fyrsti dálkur Bono birtist á sunnudaginn, og verður einnig hægt að nálgast hann á hlaðvarpi á heimasíðu blaðsins. 10.1.2009 14:20
James Blunt tekinn saman við Íslandsvin Íslandsvinurinn og hjartaknúsarinn James Blunt er sagður hafa tekið saman við annan Íslandsvin, listakonuna Natöshu Archdale. Sú er fyrrverandi sundfatafyrirsæta, en gerir nú klippimyndir af nöktum líkömum úr dagblaðasnifsum. 10.1.2009 11:20
Ekki fara í sleik við Simma og Jóa í Idol áheyrnaprufunum Þeir sem vita að þeir komast ekki áfram í Idol en vilja gjarnan upplifa þriggja mínútna frægð með þátttöku í keppninni geta til ýmissa ráða gripið. Þeir sem ætla að ná langt í keppninni ættu hins vegar að forðast eftirfarandi hefðun á meðan að á vali keppenda stendur. 9.1.2009 21:39
Enginn tengir mig við íslenska útrásargengið Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir syngur lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Evróvisiónkeppninnar sem fram fer í danska Ríkissjónvarpinu 31.janúar næstkomandi. Vísir hafði samband við Heru Björk sem er stödd í Danmörku. 9.1.2009 14:48
Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. 9.1.2009 13:39
Kannski finnum við nýjan Kalla Bjarna Áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram á morgun á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Vísir hafði samband við annan kynninn Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktan sem Jóa, og dómarann Jón Ólafsson. „Ég er rígspenntur alveg. Er að búa mig undir hópfaðmlög, gleði, svita og tár," svarar Jói aðspurður hvernig honum líður en rúmlega 2000 manns hafa nú þegar skráð sig í keppnina. „Ég held að morgundagurinn verði erfiðasti 9.1.2009 13:23
Pönk á bar Í kvöld verða haldnir hressandi tónleikar á Bar 11. Þrjár sveitir ætla að reyna á hlustir gesta. Fyrst kemur Monuments, sem spilar drungalegan málm. Þar innanborðs er Þórir, öðru nafni My summer as a salvation soldier. Næstur er Aðalsteinn Jörundsson, eða AMFJ eins og hann kallar sig. AMFJ spilar óhljóðatónlist. Síðastur er dúettinn Fist fokkers. Þar syngur Úlfur og spilar á gítar en Kári 9.1.2009 05:00
Morrison elskar Ísland Fjölskyldan er aðal andagiftin, segir James Morrison sem er staddur hér á landi um þessar mundir. Hann hefur bakið mikla athygli upp á síðkastið eða frá þvi að fyrsta platan hans 8.1.2009 21:41
Sungið fyrir 2 milljónir Aðeins 2 dagar eru í að áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fara fram. Þær fara fram á laugardaginn og hefjast stundvíslega kl. 08:00 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. 8.1.2009 13:04
Tolli gefur málverk Myndlistamaðurinn Tolli hefur gefið ABC barnahjálp tvö af málverkum sínum. Málverkin, sem voru til sýnis á málverkasýningu Tolla í Reykjavik Art Gallery í desember, voru seld hæstbjóðanda á uppboði og rennur andvirði þeirra til reksturs ABC skólanna á Indlandi og í Pakistan. 8.1.2009 12:12
50 ára í fáránlega góðu formi Takk fyrir það. Það er óumflýjanlegt. Svona er að lifa hollu og heilbrigðu lífi, svarar Þorgrímur Þráinsson þegar Vísir óskar honum til hamingju með fimmtugsafmælið í dag og líkamlegt ásigkomulag. 8.1.2009 10:31
Draugar í Hólavallakirkjugarði "Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur sem náði dularfullum fyrirbærum á mynd á jóladag. 8.1.2009 08:00
Eva María Jónsdóttir í Eurovision Eva María Jónsdóttir hefur gengið til liðs við hið árlega Eurovision-æði sem grípur þjóðina því hún mun verða kynnir Eurovision ásamt Ragnhildi Steinunni. 8.1.2009 07:00
André Bachmann sextugur „André Bachmann er náttúrulega einn af helstu sjentilmönnum þessa samfélags og hefur liðsinnt ótrúlegum fjölda landsmanna, ekki síst þeim sem minna mega sín. 8.1.2009 06:00
Ágúst Borgþór kennir blogg Hinn landskunni bloggari Ágúst Borgþór, Bloggþór, miðlar nú af reynslu sinni á námskeiði í bloggi. 8.1.2009 05:00
Pétur Jóhann skíthræddur - myndband „Pétur Jóhann segir að hann sé skíthræddur við að stíga á leiksvið í fyrsta skipti en hann er að hefja æfingar á einleik sem heitir Sannleikurinn, " segir Sigrún Ósk aðspurð um efnistök þáttarins Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7.1.2009 16:15
Paris Hilton gerir lítið úr kynlífsreynslu sinni Glaðlyndi hótelerfinginn Paris Hilton reynir hvað hún getur til þess að gera lítið úr bólförum sínum í fortíðinni, ef marka má frétt breska slúðurblaðsins The Sun. Þar er haft eftir henna að hún hafi einungis sængað hjá fáeinum mönnum. Hilton er ein af nafntoguðustu djammdrottningum í Hollywood og sést sjaldnast opinberlega án þess að vera með karlmann upp á arminn. 7.1.2009 22:06
Brynhildur fær Bjartsýnisverðlaun Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikskáld hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2008. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag og afhenti Brynhildi áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar 7.1.2009 16:08
Jennifer eignast aðra stúlku Leikkonan Jennifer Garner og Ben Affleck eignuðust heilbrigt stúlkubarn í gær samkvæmt talsmanni hjónanna. 7.1.2009 13:30
Missti vinnuna í haust eins og svo margir „Ég missti vinnuna núna í haust eins og svo margir og óvissan tók við," segir Íris. 7.1.2009 10:43
Vanvirðing að stela Pabbanum „Ég veit ekki hvernig er hægt að bregðast við þessu,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson. Mynddiskur hans, Pabbinn, hefur verið sóttur rúmlega 1.700 sinnum á netsíðunni Viking Bay síðan hann kom út um miðjan nóvember. 7.1.2009 05:15
Útrásarvíkingur í utanlandsreisu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er nú á leið til Suðurheimskautsins, ásamt hópi Íslendinga. Undirbúningur var mikill, en ferðin kostar um 3,5 milljón króna á mann. 6.1.2009 19:19
Jennifer Love á lausu Leikkonan Jennifer Love Hewitt er skilin við kærastann, skoska leikarann Ross McCall. 6.1.2009 13:06
Medium stjarna skilin Leikkonan Patricia Arquette sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Medium er skilin við eiginmann sinn, leikarann Thomas Jane. 6.1.2009 11:51
Tilbúin að eignast barn núna „Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt. 6.1.2009 10:37
Lýtalæknir: Gloss stækkar ekki varirnar „Það eru tveir möguleikar í þessu. Gloss er ekki hægt að nota til að stækka varirnar með. Í sumum tilfellum er notuð fita úr sjúklingnum og sett í varir viðkomandi. Það er varanleg aðgerð," segir Ólafur. 6.1.2009 09:26