Tilbúin að eignast barn núna 6. janúar 2009 10:37 „Hann mun koma til með að vera með í öllum skoðunum og verslunarferðum til að undirbúa komu littla bumbubúans, fýlar sig í botn að vera litli pabbinn." „Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt. „Það er voða gaman núna þegar maður finnur bumbuna vaxa og dafna. Mér hefur liðið alveg frábærlega frá fyrsta degi, ógleði gerði jú vart við sig fyrst en það er nú ekkert til að kvarta yfir þegar maður á von á svona kraftaverki í heiminn," segir Ragnheiður. „Svo er ég náttúrulega búin að öðlast 7 ára þroska síðan Tristan kom í heiminn og er að sjálfsögðu mun meira tilbúin að eignast barn núna," segir Ragnheiður. Ertu dugleg að hreyfa þig? „Já ég stunda hreyfingu á hverjum degi enda þrefalt orkumeiri á meðgöngu en vanalega. Það er líka nauðsynlegt að vera í góðu formi á meðgöngunni og sérstaklega í fæðingunni. Þannig að mér finnst nauðsynlegt að líkami og sál séu í góðu lagi á þessum besta tíma lífsins sem maður á að njóta í botn." Finnur þú mikinn mun ef þú berð saman fyrri meðgöngu? „Nei alls ekki. Eini munurinn er að ég er mun meðvitaðri um meðgönguna núna heldur en með fyrsta barn. Ég hef alltaf stundað heilbrigðan lífsstíl og það breytist ekki neitt þó ég sé ófrísk eða ekki, ef eitthvað er þá frekar að maður verði enn heilbrigðari á meðgöngu. „Munurinn er þó að nú er maður kominn á fullt í lífrænt og ætli ég geti ekki sagt að þetta barn verði meira lífrænt ræktað en fyrsta barnið." Á fullu í Háskólanum „Ég er á fullu í sálfræðinni við HÍ, er einnig að vinna við markaðs og sölumál á lífrænum og náttúrulegum fæðubótarefnum og vítamínum. Mér finnst frábært að geta leiðbeint og hjálpað fólki að öðlast og eigna sér frábæran og heilbrigðan lífsstíl sem inniheldur góða næringu, hreyfingu og sterka sjálfsmynd." „Einnig er ég að aðstoða hann Ólaf Þór Ævarsson geðlækni með námskeið á vegum Streituskólans stress.is sem er æðislega gefandi og gaman, eitthvað sem allir þyrftu á að halda núna," segir Ragnheiður. Tekur Tristan þátt í að undirbúa komu barnsins? „Já hann er alveg á kafi í þessu með mér en er þó mest hræddur um að þetta verði systir. Honum finnst það ekki eins spennandi og lítill bróðir þó svo að hann eigi einn lítinn bróður nú þegar. Hann er á því skeiði að strákar eru jú skemmtilegri en stelpur. Alllavega núna," segir Ragnheiður og hlær. Lykillinn að hamingjunni „Efst á lista er að vera dugleg að dýfa mér á bólakaf í námið, ná önninni með stæl en strax eftir próf er ég sett, þannig að þá tekur bara eitt frábærasta verkefni við, sem er að verða móðir í annað sinn, annast lítið kríli, huga og hlúa að fjölskyldunni," svarar Ragnheiður. „Til að maður sé sáttur og hamingjusamur í þessu lífi skiptir mestu máli að hlúa að sjálfinu þínu þá getur þú sinnt öllu öðru í kringum þig og notið þess að lifa lífinu lifandi og tekið við ást og umhyggju allra þeirra sem þú hefur í kringum þig." „Árið á að verða streitulaust, ánægjulegt og gefa af sér góðar stundir sem ég mun þakka fyrir í framtíðinni. Fjölskyldan, hamingjan og heilsan er eitthvað sem toppar allt þetta veraldlega sem fólk er sífellt að glíma við að eignast eða verða," segir Ragnheiður að lokum. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt. „Það er voða gaman núna þegar maður finnur bumbuna vaxa og dafna. Mér hefur liðið alveg frábærlega frá fyrsta degi, ógleði gerði jú vart við sig fyrst en það er nú ekkert til að kvarta yfir þegar maður á von á svona kraftaverki í heiminn," segir Ragnheiður. „Svo er ég náttúrulega búin að öðlast 7 ára þroska síðan Tristan kom í heiminn og er að sjálfsögðu mun meira tilbúin að eignast barn núna," segir Ragnheiður. Ertu dugleg að hreyfa þig? „Já ég stunda hreyfingu á hverjum degi enda þrefalt orkumeiri á meðgöngu en vanalega. Það er líka nauðsynlegt að vera í góðu formi á meðgöngunni og sérstaklega í fæðingunni. Þannig að mér finnst nauðsynlegt að líkami og sál séu í góðu lagi á þessum besta tíma lífsins sem maður á að njóta í botn." Finnur þú mikinn mun ef þú berð saman fyrri meðgöngu? „Nei alls ekki. Eini munurinn er að ég er mun meðvitaðri um meðgönguna núna heldur en með fyrsta barn. Ég hef alltaf stundað heilbrigðan lífsstíl og það breytist ekki neitt þó ég sé ófrísk eða ekki, ef eitthvað er þá frekar að maður verði enn heilbrigðari á meðgöngu. „Munurinn er þó að nú er maður kominn á fullt í lífrænt og ætli ég geti ekki sagt að þetta barn verði meira lífrænt ræktað en fyrsta barnið." Á fullu í Háskólanum „Ég er á fullu í sálfræðinni við HÍ, er einnig að vinna við markaðs og sölumál á lífrænum og náttúrulegum fæðubótarefnum og vítamínum. Mér finnst frábært að geta leiðbeint og hjálpað fólki að öðlast og eigna sér frábæran og heilbrigðan lífsstíl sem inniheldur góða næringu, hreyfingu og sterka sjálfsmynd." „Einnig er ég að aðstoða hann Ólaf Þór Ævarsson geðlækni með námskeið á vegum Streituskólans stress.is sem er æðislega gefandi og gaman, eitthvað sem allir þyrftu á að halda núna," segir Ragnheiður. Tekur Tristan þátt í að undirbúa komu barnsins? „Já hann er alveg á kafi í þessu með mér en er þó mest hræddur um að þetta verði systir. Honum finnst það ekki eins spennandi og lítill bróðir þó svo að hann eigi einn lítinn bróður nú þegar. Hann er á því skeiði að strákar eru jú skemmtilegri en stelpur. Alllavega núna," segir Ragnheiður og hlær. Lykillinn að hamingjunni „Efst á lista er að vera dugleg að dýfa mér á bólakaf í námið, ná önninni með stæl en strax eftir próf er ég sett, þannig að þá tekur bara eitt frábærasta verkefni við, sem er að verða móðir í annað sinn, annast lítið kríli, huga og hlúa að fjölskyldunni," svarar Ragnheiður. „Til að maður sé sáttur og hamingjusamur í þessu lífi skiptir mestu máli að hlúa að sjálfinu þínu þá getur þú sinnt öllu öðru í kringum þig og notið þess að lifa lífinu lifandi og tekið við ást og umhyggju allra þeirra sem þú hefur í kringum þig." „Árið á að verða streitulaust, ánægjulegt og gefa af sér góðar stundir sem ég mun þakka fyrir í framtíðinni. Fjölskyldan, hamingjan og heilsan er eitthvað sem toppar allt þetta veraldlega sem fólk er sífellt að glíma við að eignast eða verða," segir Ragnheiður að lokum.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira