Fréttastjóri lærir guðfræði 12. janúar 2009 04:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson sest á skólabekk við elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Fréttablaðið/Anton „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira