Fréttastjóri lærir guðfræði 12. janúar 2009 04:00 Steingrímur Sævarr Ólafsson sest á skólabekk við elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Fréttablaðið/Anton „Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég verð vel geymdur þarna,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, sem hefur skráð sig í nám í elstu deild Háskóla Íslands, guðfræði. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir brotthvarfið af Stöð 2 en töluvert hefur verið slúðrað um það á vefsíðum að hann hafi verið stjórnendum gömlu viðskiptabankanna innan handar í kjölfar efnahagshrunsins. Steingrímur vísar því alfarið á bug, segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir námið í háskólanum. „Mér skilst að þetta sé rétti tíminn til að fara í nám, allavega hefur aðsóknin í Háskólann verið góð.“ Þessi gamli upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir guðfræðina ekki vera neitt stundarbrjálæði. Þótt hún hafi í sjálfu sér ekki mallað lengi í kollinum á honum. „Hún er bara nátengd sagnfræðinni sem ég stúderaði á sínum tíma og ætli guðfræðiáhuginn hafi ekki komið bara með aldrinum, þegar maður reynir að leita svara við dýpri spurningum en bara þessum veraldlegu,“ útskýrir Steingrímur sem hefur alið manninn undanfarna daga í Bóksölu stúdenta og sankað að sér hvers kyns heimspekiritum og trúfræðibókum. Hann segist jafnframt vera trúaður og fari því inn í námið á bæði sagnfræðilegum- og trúarlegum forsendum. Meðal námskeiða sem Steingrímur sækir á sinni fyrstu önn eru Inngangur að trúfræði og hebreska. Steingrímur er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem skráir sig í guðfræði; söngkonan Móeiður Júníusdóttir kláraði guðfræðina fyrir nokkru, Davíð Þór Jónsson, dómari í Gettu Betur, dustaði rykið af gömlu guðfræðibókunum sínum og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona lýsti því yfir í sjónvarpsþætti Loga Bergmans að hún hygðist skrá sig í guðfræði. Og fyrrum sjónvarpsmaðurinn er ekkert á því að skipuleggja námið of langt fram í tímann. Hefur ekkert velt því fyrir sér hvort hann muni klæðast hempunni góðu í framtíðinni og predika yfir lýðnum. „Maður hefur lært það af gamalli reynslu að það borgar sig ekki að horfa of langt fram á veginn, ég tek bara eina önn í einu.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira