Lífið

Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld

Tíkin Trinity.
Tíkin Trinity.

Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. 

 

Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. 

 

„Þetta er mun algengara en fólk heldur og eigendur verða þess ekki alltaf varir þegar veikindin gera vart við sig. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því hversu algengt þetta er," segir Brynja Dögg Friðriksdóttir fréttamaður Kompás. 

 

„Við fengum að fylgjast með skurðaðgerð á tíkinni Trinity en öllu jafna fá eigendur ekki að vera viðstaddir aðgerðir sem þessar."  

 

„Þetta eru einstakar myndir þar sem við fylgjumst með þegar aðgerðin er framkvæmd," segir Brynja og hvetur hundaáhugafólk og aðra að fylgjast með þættinum í kvöld. 

 

Sjá myndbrot úr þættinum hér. Sýningartími Kompáss hefur verið færður til klukkan 19:05 og er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.