Lífið

Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi

Friðrik Ómar og Regína Ósk í Belgrad í fyrra. Eurobandið treður upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi á næstu dögum.
Friðrik Ómar og Regína Ósk í Belgrad í fyrra. Eurobandið treður upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi á næstu dögum.

Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur.

Næst komandi laugardag koma þau fram á árlegri hátíð í Munchen sem helgað er Eurovision keppninni. Síðan fljúga þau til Hvíta-Rússlands daginn eftir en mánudaginn 19. janúar fer fram úrslitakvöld Söngvakeppninnar í Minsk þar sem framlag Hvíta Rússlands valið í beinni útsendingu í ríkissjónvarpi þeirra Hvít-Rússa.

,,Samkvæmt könnunum horfa margar tugir milljóna á útsendinguna en þetta er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þar líkt og á Íslandi. Útsendingarsvæðið nær til 220 milljóna manna. Friðrik Ómar og Regína Ósk munu syngja í beinni útsendingu lagið This is my life auk annarra eurovision laga," segir í tilkynningu frá Grétari Örvarssyni.

Hljómsveitin Eurobandið var stofnuð í mars 2006 en markmið sveitarinnar er að leika einungis Eurovision lög á böllum og öðrum skemmtunum á Íslandi. Hljómsveitin hefur spilað á öllum helstu ballstöðum landsins og mun halda því áfram á þessu ári. Meðlimir hljómsveitinnar eru auk Friðriks og Regínu, Róbert Þórhallsson á bassa, Kristján Grétarsson á gítar, Grétar Örvarsson á hljómborð og Benedikt Brynleifsson á trommur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.