Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið Breki Logason skrifar 9. janúar 2009 13:39 Bjartmar Guðmundsson Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira