Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið Breki Logason skrifar 9. janúar 2009 13:39 Bjartmar Guðmundsson Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira