Lífið

Pönk á bar

Fist fokkers og jólasería.
Fist fokkers og jólasería.
Í kvöld verða haldnir hressandi tónleikar á Bar 11. Þrjár sveitir ætla að reyna á hlustir gesta. Fyrst kemur Monuments, sem spilar drungalegan málm. Þar innanborðs er Þórir, öðru nafni My summer as a salvation soldier. Næstur er Aðalsteinn Jörundsson, eða AMFJ eins og hann kallar sig. AMFJ spilar óhljóðatónlist. Síðastur er dúettinn Fist fokkers. Þar syngur Úlfur og spilar á gítar en Kári trommar. Tónlistin er hrátt og snjallt pönk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.