Lífið

Brynhildur fær Bjartsýnisverðlaun

Brynhildur Guðjónsdóttir. Mynd/Fréttablaðið.
Brynhildur Guðjónsdóttir. Mynd/Fréttablaðið.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikskáld hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2008.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag og afhenti Brynhildi áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. 

 

Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.