Fleiri fréttir

Birgitta Haukdal sendir frá sér sólóplötu

Sólóplata með Birgittu Haukdal er væntanleg í verslanir í byrjun nóvember. Þetta er í raun fyrsta sólóplata hennar ef frá er talin barnaplatan Perlur sem kom út árið 2004. Vignir Snær Vigfússon, samstarfsfélagi Birgittu í Írafári, stýrir upptökum.

Úrslit Rock Star ekki fyrirfram ákveðin

Úrslit raunveruleikaþáttarins Rock Star voru ekki fyrirfram ákveðin að sögn Guðmundar Magna Ásgeirssonar, söngvara. Hann segir rangt eftir honum haft á Vísi fyrr í dag að hann hafi talið hið gagnstæða.

Stefán Eiríksson dregur sig í hlé

Stefán Eiríksson lögreglustjóri ætlar að draga sig í hlé frá einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar - til að mæta í Eymundsson í Austurstræti og lesa upp kafla úr eftirlætis glæpasögunni sinni klukkan hálf-fimm í dag. Tilefnið er upphaf „Glæpafaraldurs" í Eymundsson, sem er verkefnið sem er ætlað að fá fólk til að lesa meira. Stefán mun svo að öllum líkindum snúa sér aftur að löggæslustörfum fljótlega að upplestri loknum.

Hafdís Huld prýðir forsíðu London tourdates

Hin geðþekka söngkona Hafdís Huld er á forsíðu nýjasta tölublaðs London tourdates með fyrirsögninni: Hafdís Huld Madonna with banjo. Blaðinu er dreift frítt á tónleikastöðum og verslunum í London og í því er að finna upplýsingar um þá tónleika sem eru í boði í borginni hverju sinni.

Prince tróð óvænt upp á tískusýningu

Poppgoðsögnin Prince kom gestum á tískusýningu Matthew Williamson, á tískuvikunni í London, á óvart í gær þegar hann hóf upp raust sína og söng lagið U Got the Look. Prince sat í fyrstu á fremsta bekk en tók síðan upp míkrafón og hóf að syngja í sætinu.

Lohan hjónadjöfull

Stephanie Allen, eiginkona hins 39 ára Tony Allen úr hljómsveitinni Dead Stays Alive, segir Lindsay Lohan hafa eyðilagt hjónaband þeirra. Þau Tony og Lohan eru sögð hafa stundað kynlíf á salerni meðferðarstofnunar í Utah sem bæði hafa dvalið á um skeið. Stephanie hefur í kjölfarið hent bónda sínum út en þau eiga saman átta mánaða tvíbura.

Timberlake opnar sig um Britney

Söngvarinn Justin Timberlake hefur rofið þögnina um fyrrum kærustu sína Britney Spears. Síðan þau hættu saman árið 2002 hefur hann lítið tjáð sig um samband þeirra. Nýlega kom hann fram hjá í spjallþætti Opruh Winfrey og féllst á að svara nokkrum spurningum um Spears sem ekki hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu.

George Michael segist aldrei ætla taka HIV próf

George Michael sagði í viðtali sem tekið var við hann fyrir heimildamynd sem Stephen Fry hefur gert í samstarfi við BBC2 sjónvarpsstöðina að hann ætli aldrei aftur að gangast undir HIV rannsókn. Fry var ósáttur við þessa afstöðu Michael's og ákvað sjálfur að taka próf fyrir framan myndavélarnar.

Amy vann til verðlauna en klúðraði um leið

Amy Winehouse hlaut í gær verðlaun sem besti kvenlistamaður ársins á tveimur tónlistarverðlaunahátíðum sem fram fóru í London. Söngkonan tók sjálf við verðlaununum á Mobo verðlaunahátíðinni (Music of Black Orgin) sem haldin var á O2 leikvanginum. Hún tók einnig tvö lög af nýjustu plötu sinni Back to Black.

Alicia er nakin grænmetisæta

Leikkonan knáa Alicia Silverstone hefur látið fyrir sér fara að undanförnu. Hún kann hins vegar að láta á sér bera þegar þörf er á. Hún kom fram nakinn í kynningarmyndbandi fyrir nýja vefsíðu PETA, ein öflugustu dýraverndurnarsamtök heims, og lýsti því yfir að hún væri grænmetisæta.

Barsögur á Grand Rokk

Leikhópurinn Peðið mun á næstunni sýna leikritið Barpera á efri hæð öldurhússins Grand Rokk og er frumsýning fyrirhugðu þann 12. október næstkomandi. Sviðsmyndin er bar á efri hæðinni en sögusvið leikritsins er einmitt bar.

Jolie treystir ekki Pitt í peningamálum

Angelina Jolie á samkvæmt tímaritinu Grazia að hafa sagt trúnaðarvini sínum frá því að hún treysti ekki Pitt í peningamálum. "Þú veist hvernig hann er með peninga, hann eyðir þeim í fáránlega hluti. Pitt veit að stundum er bara best fyrir hann að þegja og vera sætur. Það verður einhver annar að taka stóru ákvarðanirnar."

J Lo ólétt!

Jennifer Lopes hefur ekki farið leynt með að hana langi til að eignast barn. Hún mun hafa reynt að verða ólétt síðastliðin tvö ár. Eftir að hafa farið í vel heppnaða glasafrjóvgun berast nú fregnir af því að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á erfingja og jafnvel erfingjum með vorinu.

Iceland Airwaves kynnt á tónleikum í London

Þann 26. september næstkomandi verða haldnir tónleikar í The Luminaire í London þar sem Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður kynnt. Hr. Örlygur og Two Little Dogs ltd. standa fyrir tónleikunum sem eru hluti af tónleikaröð sem Two Little Dogs stendur fyrir á tveggja mánaða fresti undir heitinu Reykjavik Nights in London.

Lohan öll að koma til

Tony Allen sem dvaldi um tíma með Lindsay Lohan á Cirque Lodge meðferðarheimilinu í Utah segir að hún sé öll að koma til. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Extra segir hann sterk vináttubönd hafa myndast á milli hans og Lohan í meðferðinni. "Við erum mjög góðir vinir, höfum sameiginleg áhugamál og spjölluðum mikið um lífið og tilveruna.

West söluhærri en 50 Cent í Bandaríkjunum

Bandaríski rapparinn Kanye West sem háð hefur einvígi við landa sinn 50 Cent um söluhæstu plötuna hafði betur í Bandaríkunum nú fyrstu söluvikuna. West hafði einnig betur í Bretlandi í síðustu viku. Plata West, Graduation, hefur selst í 957 þúsund eintökum vestanhafs en um 691.000 eintök hafa selst af Curtis plötu 50 Cent.

Verzlingar byggja skóla í Úganda

Nemendur Verzlunarskóla Íslands safna fyrir byggingu forskóla í Rackoko héraðinu í Norður - Úganda. Verkefnið er unnið í samvinnu við ABC barnahjálp sem þegar hefur staðið fyrir byggingu nokkurra skóla á nálægum slóðum.

Jolie of grönn til ganga með barn

Töluvet hefur verið velt vöngum yfir því hvort þau Angelina Jolie og Brad Pitt ætli að bæta börnum í skarann sem þau eiga fyrir. Menn þykjast undanfarið hafa séð leikkonuna gildna undir stórum sjölum sem hún hefur borið yfir klæðin.

Fyrrum lögmaður Hudgens í mál við hana

Lögfræðingur Vanessu Hudgens, sem skaut upp á stjörnuhiminninn eftir að hafa leikið í sjónvarpsmyndinni High School Musical, hefur höfðað mál gegn henni. Lögfræðingurinn Brian Schall heldur því fram að Hudgens hafi fallist á að greiða honum fimm prósent af tekjum sínum í skiptum fyrir lögfræðiþjónustu hans frá árinu 2005.

Britney þarf að gangast undir regluleg lyfjapróf

Dómari hefur skipað svo fyrir að Britney undirgangist lyfjapróf tvisvar í viku til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort hún hafi neytt áfengis eða vímuefna. Þá er henni gert að ráða til sín foreldraráðgjafa sem á að dvelja hjá henni átta tíma á dag ef hún vill freista þess að halda börnum sínum þeim Sean Preston og Jayden James.

Kviðdómur kemst ekki að niðurstöðu í máli Spectors

Meðlimir í kviðdómi í máli Phil Spectors komast ekki að niðurstöðu um hvort Spector sé sekur eða saklaus. Dómari í máli upptökustjórans heimsfræga sem ákærður er fyrir morð segist vera að íhuga að fara fram á að morðákærunni verði breytt í manndrápsákæru.

Þorfinnur leysir af í Íslandi í dag

Áhorfendur Stöðvar 2 mega eiga von á því að sjá kunnuglegt andlit í Íslandi í dag í kvöld, en Þorfinnur Ómarsson hefur verið fenginn til að leysa þar af í nokkra daga. Þorfinnur starfaði hjá NFS frá upphafi og svo nokkra mánuði í Íslandi í dag áður en hann tók við starfi sem talsmaður friðargæslunnar á Sri Lanka í júní 2006.

Pitt smeykur eftir árás aðdáanda

Brad Pitt viðurkennir að árás sem hann varð fyrir af hálfu aðdáanda á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum hafi fengið töluvert á hann. Pitt var að gefa eiginhandaáritanir þegar ung stúlka réðst að honum og læsti höndunum utan um hálsinn á honum.

Bæjarstjóri lærir Tjútt og Cha Cha Cha

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fór í sinn fyrsta danstíma í Dansskóla Jóns Péturs og Köru í gær ásamt eignkonu sinni Bryndís Guðmundsdóttir. Þar lærði hann meðal annars grunnsporin í Jive, Tja, tja, tja og Tjútti. Hann sprangaði um dansgólfið í félagi við ekki ómerkari menn en Jón Sigurðsson úr Össuri

Hudgens biðst afsökunar á nektarmynd

Hin átján ára High School Musical stjarna, Vanessa Hudgens, baðst á dögunum afsökunar á nektarmynd af henni sem lekið hefur út á netið. "Ég vil biðja aðdáendur mína afsökunar. Þeir sem styðja mig og treysta á mig skipta mig öllu.

Lífvörður fékk ekki að bera vitni gegn Britney

Tony Barretto, fyrrum lífvörður Britney Spears, mætti í réttarsal í gær til að bera vitni í forræðisdeilu á milli Spears og Kevin Federline. Hann var þó aldrei leiddur fyrir dómarann heldur ræddi dómarinn einslega við lögfræðinga þeirra Spears og Federline.

Foster dásamar Ísland

Hollywoodstjarnan, Jodie Foster, kom fram í spjallþætti David's Letterman á dögunum og talað fallega um litla Ísland. Leikkonan dvaldi hér um skeið í sumarfríi ásamt sonum sínum tveimur og féll kylliflöt fyrir landi og þjóð.

Áhorf á Emmy sögulega lítið

Áhorf á Emmy-verðlaunahátíðina, sem haldin var á sunnudagskvöld, hefur aldrei verið jafn lítið og í ár. Um 13.1 milljónir fylgdust með hátíðinni á Fox sjónvarpsstöðinni en í fyrra horfðu 16 milljónir á útsendinguna. Mun fleiri horfðu á lansleik í fótbolta sem sýndur var á NBC sjónvarpsstöðinni á sama tíma.

Sex Pistols koma saman á ný

Breska pönkhljómsveitin Sex Pistols mun koma saman á ný til að fagna því að 30 ár eru liðin frá því að plata þeirra Never Mind the Bollocks kom út. Eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar, þeir John Lydon, Steve Jones, Paul Cook og Glen Matlock munu koma fram á Brixton Academy í London þann áttunda nóvember næstkomandi.

Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum

Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn nýlega með miklum stæl en klúbburinn hefur nú 124 meðlimi innan sinna raða sem telja verður einhverskonar Íslandsmet miðað við höfðatölu eyjaskeggja. Tryggvi Sigurðsson formaður klúbbsins segir í samtali við Vísi að þar að auki séu þeir með útibú á "Norðureyjunni" eins og hann kallar fastalandið.

Umboðsskrifstofa gefst upp á Britney

Umboðsskrifstofa Britney Spears, The Firm, hefur bundið enda á samstarf sitt við söngkonuna einungis mánuði eftir að það hófst. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: "Britney hefur mikla hæfileika en núverandi kringumstæður koma í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar"

Lögfræðingurinn hættur

Samkvæmt heimildum TMZ hefur lögfræðingur Britney Spears, Laura Wasser, sagt starfi sínu lausu. Ákvörðunin kemur á versta tíma en forræðismál þeirra Spears og fyrrverandi eignmanns hennar Kevin's Federline var tekið fyrir hjá dómara í dag. Britney er sögð hafa verið erfiður skjólstæðingur og fór hún ekki að ráðum Wasser.

Aguilera sýnir bumbuna en viðurkennir ekki að vera með barni

Það telst til tíðinda að söngfuglinn Christina Aguilera skuli enn ekki viðurkenna að hún sé með barni. Hún tróð upp á Emmy-verðlaunahátíðinni í Las Vegas í gærkvöldi og söng lagið "Steppin' Out With My Baby" ásamt Tony Bennet.

Kynnir nýja kærastann fyrir vinum

Kate Moss og rokkarinn Jamie Hince úr hljómsveitinni The Kills verða nánari með hverjum deginum sem líður. Um helgina bauð Moss honum í sumarbústaðarferð ásamt nánum vinum, þar á meðal Kelly Osbourne.

Britney rekin af veitingastað

Britney Spears gæti ekki verið í verri málum nú þegar forræðisdeila hennar og Kevin's Federline er að hefjast fyrir rétti. Kevin hefur fengið til liðs við sig vitni sem sögð eru ætla að greina frá fíkniefnaneyslu söngkonunnar á heimilinu fyrir framan synina tvo, þá Sean Preston og Jayden James.

Madonna og Peres ræddu heimsfrið

Poppdrottninginn Madonna hitti Shimon Peres, forseta Ísraels, á laugardag en hún er, ásamt eiginmanni sínum Guy Ritchie, í pílagrímsferð í Jerúsalem til að fagna nýu ári gyðinga.

Mikið um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni

Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Las Vegas í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks. Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna bar sigur úr býtum og hlaut verlaun fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina.

Simspon svarar fyrir sig

Fyrrum ruðningshetjan OJ Simpson sem var yfirheyrður á dögunum fyrir grun um aðild að vopnuðu ráni í spilavíti í Las Vegas segist engu hafa rænt. "Ég var einfaldlega að endurheimta hluti sem voru í minni eigu. Það kallast ekki rán og engin vopn voru notuð"

West hafði betur en 50 Cent

Rapparinn Kanye West hefur sigrað andstæðing sinn 50 Cent í harðri samkeppni þeirra á milli um söluhæstu plötu Bretlands. 50 Cent hét því fyrir nokkrum vikum að hætta að gefa út sólóplötur ef plata hans seldist verr en plata West's og nú er ljóst Graduation með West er söluhærri en Curtis með 50 Cent.

Spennan magnast fyrir Emmy-verðlaunin

Fallega og fræga fólkið er eflaust að hafa sig til þessa stundina því í kvöld verða veitt Emmy-verðlaunin fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Flestra augu beinast að mafíuþáttunum um Soprano-fjölskylduna sem tilnefndir eru til 15 verðlauna á hátíðinni, en þættirnir hafa runnið sitt skeið í Bandaríkjunum.

Madonna hitti Shimon Peres

Söngkonan Madonna átti í gær fund með forseta Ísraels, Shimon Peres, í Jerúsalem en þar var söngkonan á Kabbalah-ráðstefnu ásamt ýmsum öðrum úr þotuliði Hollywood.

Tólf ára stúlka andlit tískuvikunnar í Ástralíu

Tólf ára stúlka hefur valdið miklu fjaðrafoki í Ástralíu en hún hefur verið valin andlit tískuvikunnar þar í landi. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, líkar það illa og hefur ekki legið á skoðun sinni.

Sjá næstu 50 fréttir