Lífið

Madonna og Peres ræddu heimsfrið

MYND/Getty

Poppdrottninginn Madonna hitti Shimon Peres, forseta Ísraels, á laugardag en hún er í pílagrímsferð í Jerúsalem til að fagna nýu ári gyðinga.

Forsetinn og Madonna skiptust á gjöfum og ræddu heimsfrið á meðan á fundi þeirra stóð. Madonna sem ekki er gyðingur mun á ferð sinni ætla að taka þátt í Kabbalah ráðstefnu og heimsækja helga staði.

 

Vel fór á með þeim Peres, Ritchie og MadonnuMYND/Getty

Sumir gyðingar hafa gagnrýnt áhuga þeirra sem ekki eru gyðingatrúar á Kabalah en fleiri frægar stjörnur eru væntanlegar á ráðstefnuna og má þar nefna Demi Moore, eiginmann hennar Ashton Kutcher og tískuhönnuðinn Donnu Karan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.