Lífið

Lífvörður fékk ekki að bera vitni gegn Britney

MYND/AFP

Tony Barretto, fyrrum lífvörður Britney Spears, mætti í réttarsal í gær til að bera vitni í forræðisdeilu á milli hennar og Kevin Federline. Hann var þó aldrei leiddur fyrir dómarann heldur ræddi dómarinn einslega við lögfræðinga þeirra Spears og Federline.

Fyrir utan réttarsalinn stóðu Berretto og lögmaður hans Gloria Allred. Allred sagði Barretto vera lykilvitni í málinu. "Við erum hissa á því að lögfræðingar Spears hafi ekki viljað yfirheyra Barretto," sagði Allred en hann mun hafa ætlað að bera vitni um fíkniefnaneyslu söngkonunnar á heimilinu og lýsa því að hún gengi um nakin fyrir framan drengina.

Allred segir Baretto fyrst og fremst bera hag drengjanna fyrir brjósti en hann starfaði hjá söngkonunni eftir að hún lauk síðustu meðferð og segir farir hennar ekki sléttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.