Lífið

Pitt smeykur eftir árás aðdáanda

MYND/Getty

Brad Pitt viðurkennir að árás sem hann varð fyrir af hálfu aðdáanda á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum hafi fengið töluvert á hann.

Pitt var að gefa eiginhandaáritanir þegar ung stúlka réðst að honum og læsti höndunum utan um hálsinn á honum. Lífverðir leikarans voru fljótir að ná stúlkunni af honum og teyma hana í burtu. Þrátt fyrir að atvikið hafi verið óþægilegt er haft eftir Pitt, í breska blaðinu The Sun, að hann sé ákveðinn í því að láta það ekki hafa áhrif á lífsstíl sinn.

Pitt hefur lent í svipuðum atvikum áður en segir þó nokkuð langt síðan. "Þetta segir mér að við stjörnurnar erum berskjaldaðar. En ég vil ekki breyta mínum lífsstíl til að forðast svona atvik. Það hafa verið gerð innbrot hjá okkur og um þessar mundir er verið að rannsaka eitt nýlegt. Þú kemur þér líka upp ákveðnum radar. Þú finnur á þér þegar vanstilltir einstaklingar nálgast."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.