Lífið

Áhorf á Emmy sögulega lítið

Ryan reyndi allt hvað hann gat til að lokka áhorfendur að skjánum
Ryan reyndi allt hvað hann gat til að lokka áhorfendur að skjánum MYND/Getty

Áhorf á Emmy-verðlaunahátíðina, sem haldin var á sunnudagskvöld, hefur aldrei verið jafn lítið og í ár. Um 13.1 milljónir fylgdust með hátíðinni á Fox sjónvarpsstöðinni en í fyrra horfðu 16 milljónir á útsendinguna. Mun fleiri horfðu á lansleik í fótbolta sem sýndur var á NBC sjónvarpsstöðinni á sama tíma.

American Idol kynnirinn, Ryan Seacrest, var fenginn til að vera á kynnir á hátiðinni til að freista þess að auka áhorf, en án árangurs.

The Associated Press heldur því fram að þetta sé minnsta áhorf frá upphafi en hátíðin var haldin í 59 skipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.